Það duga engin vettlingatök á pallinn

Garðar Erlingsson starfar hjá Slippfélaginu gefur lesendum góð ráð varðandi viðhaldið á pallinum. Hann segir að það sé aldrei það heitt á Íslandi að það sé vandamál að lita pallinn svartan.

Garðar segir að það skipti miklu máli að hugsa vel um pallinn sinn og það sé ekki mikið mál að halda honum fallegum.

„Þegar vorar í lofti eru garðverkin eitt af því fyrsta sem huga þarf að. Pallurinn er mikilvægur og nauðsyn er að kanna vel ástand hans og þá er gott að byrja á að hreinsa pallinn áður en hafist er handa. Ef pallurinn er orðinn flekkóttur og ljótur duga engin vettlingatök. Gott er að nota rigningardaga í að undirbúa og þvo. Pallurinn þarf að vera rakur og síðan er best að hreinsa hann með pallahreinsinum Terrasi frá Tikkurilla. Hann er í duftformi og er hrærður út í vatn og svo borinn á með kústi. Síðan er hann látinn eiga sig í um klukkustund en gott er að skrúbba efnið ofan i pallinn í millitíðinni til að ná upp eins miklum óhreinindum og kostur er. Í lokin er pallurinn spúlaður með háþrýstisprautu,“ segir Garðar.

Hann segir að í sumum tilfellum geti þurft að meðhöndla ákveðna fleti aftur ef hreinsunin hefur ekki gengið nógu vel. Þá er tekin önnur umferð á það sem þreifst ekki nógu vel.

„Pallurinn er síðan látinn þorna í tvo til þrjá daga áður en viðarpallaolía er borin á. Gott er að vera með breiðan pensil og moppu við verkið. Moppan er til þess að dreifa úr olíu eftir að borið er á og varnar því að olíupollar myndist þar sem viður dregur mismikið af olíu í sig. Til eru ótal litir í viðarpallaolíu og í seinni tíð hefur fólk verið duglegt að gera tilraunir með ýmsar litasamsetningar,“ segir hann.

Hvort það eigi að hafa pallinn dökkan eða ekki getur verið hitamál og þegar Garðar er spurður út í þetta segir hann íslenskt sumar bjóða vel upp á dökka palla.

„Að lita pallinn svartan eða dökkgráan hefur verið vinsælt en auðvitað hitna þannig pallar meira. Það ætti nú ekki að koma að sök. Íslenska sumarið er stutt og auk þess endurkasta dökkir pallar minna af ljósi og eru því þægilegri í mikilli sól. Mikilvægt er að hafa í huga að nota aldrei neitt annað en pallaolíu á viðarpalla því að þekjandi málning myndar filmu á yfirborðinu og hefur tilhneigingu til að flagna frekar auðveldlega. Að bera á meðalstóran pall er í kringum klukkutíma vinna,“ segir hann.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Rihanna í leðri frá toppi til táar

Í gær, 23:07 Tónlistarkonan var í leðri frá toppi til táar á BET-verðlaunahátíðinni um helgina.  Meira »

Kim hannar fullkominn aðhaldsfatnað

Í gær, 19:00 Kim Kardashian hefur hannað aðhaldsfatnað í hinum ýmsu sniðum, litum og stærðum til að koma til móts við fjölbreyttar þarfir kvenna. Meira »

Katrín sumarleg á ljósmyndanámskeiði

Í gær, 15:22 Katrín hertogaynja mætti í sumarlegum sægrænum kjól með vínrauðu mynstri á ljósmyndanámskeið fyrir börn.  Meira »

Eva Dögg og Stefán Darri nýtt par

Í gær, 10:52 Vegan mamman og Brauð & Co snillingurinn Eva Dögg Rúnarsdóttir og handboltakappinn Stefán Darri Þórsson eru nýtt par ef marka má samfélagsmiðla. Meira »

„Get ekki hætt að miða mig við aðra!“

Í gær, 05:00 Málið er hins vegar sú hugsun sem er föst innra með mér sem snýst um að aðrir hafi það betra en ég. Eftir að samfélagsmiðlar urðu hluti af lífinu (jamm er 45 ára) þá er ég föst í að miða mig við fólk á mínum aldri, fólk sem er aðeins yngra, fólk sem á betri bíla, skemmtilegri maka, fer í fleiri ferðir og upplifir meiri sigra. Meira »

Ódýrt og svalt gólfefni sem má setja á veggi

í fyrradag Spónaparket var vinsælt gólfefni á níunda og tíunda áratug síðustu aldar en með tilkomu plastparketsins hvarf það úr íslenskum verslunum. Meira »

Svona massar þú sumartískuna með stæl

í fyrradag Það tekur á að vera í takt við tískuna. Smartland auðveldar þér það, en hér er samantekt á flottustu trendunum í sumar.  Meira »

Í hnébeygju yfir klósettinu

í fyrradag Þjálfarinn hennar Kate Beckinsale lætur hana gera hnébeygjur yfir klósettinu.   Meira »

Íþróttaálfurinn og Gylfi á Maldíveyjum

í fyrradag Íþróttaálfurinn Dýri Kristjánsson og Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í fótbolta eru báðir á Maldíveyjum í brúðkaupsferð ásamt eiginkonum sínum. Þessi tvennu hjón eru þó alls ekki í sömu brúðkaupsferðinni. Meira »

„Fá þau fyrsta skammtinn frían?“

í fyrradag Íslensk móðir hefur áhyggjur af dóttur sinni sem er 16 ára og veltir fyrir sér hvernig koma megi í veg fyrir að dóttir hennar dópi sig. Meira »

Þetta er konan sem skipulagði brúðkaupið

24.6. Hjónin fengu hina bresku Charlotte Dodd til að skipuleggja brúðkaupið sitt. En þess má geta að hún þykir sú allra færasta á sínu sviði í Bretlandi um þessar mundir. Fyrirmynd hennar er hinn skemmtilegi Franck úr kvikmyndinni Father of the Bride. Meira »

Fáðu magavöðva eins og Cindy Crawford

24.6. Fyrirsætan Cindy Crawford hefur fært sig úr líkamsræktar-DVD-diskunum yfir á Instagram þar sem hún sýnir sínar uppáhaldsæfingar. Meira »

Þessir mættu í VIP-teiti COS

24.6. Sænska fatamerkið COS opnaði nýlega verslun á Íslandi en á fimmtudagskvöldið var sérstök opnun fyrir VIP-gesti.   Meira »

Glæsiíbúð við Vatnsholt í Reykjavík

24.6. Við Vatnsholt í Reykjavík stendur stórglæsileg efri sérhæð sem er fallega og smekklega innréttuð.   Meira »

Ræður ekkert við sig og fer í sund daglega

24.6. „Ég hef tvívegis verið greind með sortuæxli en næ ekki alveg að stjórna hegðun minni tengdri sól. Málið er að ég var hér á árum áður mikið í ljósum og varð alltaf að vera brún.“ Meira »

Bárður og Linda Björk giftu sig í gær

23.6. Bárður Sigurgeirsson húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni og Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður og eigandi Scintilla gengu í hjónaband í gær. Meira »

„Gróðurinn dregur mann til sín“

23.6. Garðurinn hennar Sjafnar Hjálmarsdóttur þykir bera af enda mjög vel um hann hugsað. Hún segir samt ekki þurfa að hafa mikið fyrir plöntunum í dag. Meira »

Hefur búið í þremur íbúðum á sjö árum

23.6. Kristín Sólveig Kristjánsdóttir læknir að mennt er ákaflega fær í samskiptum og segir að gott heimili sé sá staður þar sem fólk dettur inn um dyrnar og þar sem er gott hjartarúm. Meira »

Svona býr Bergþóra Guðnadóttir

23.6. Bergþóra Guðnadóttir hönnuður vinnur vanalega á morgnana heima þar sem hún er með góða aðstöðu í fallegu rými.   Meira »

Vinkonan alltaf að metast hver sé sætust

23.6. „Þegar við förum út á lífið saman, er hún heltekin af því að bera sig saman við aðrar konur og metur það yfirleitt svo að hún er sætust.“ Meira »

6 lífsráð Dakota Fanning

22.6. Leikkonan Dakota Fanning segist aldrei verða týpan sem borðar ekki sykur eða kolvetni.   Meira »