24 fermetra baðherbergi með gufubaði

Baðherbergið er einstak en þar er sturta og gufubað.
Baðherbergið er einstak en þar er sturta og gufubað. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Rut Káradóttir innanhússarkitekt hannaði baðherbergi árið 2017 sem er einstakt á margan hátt. Á baðherberginu mætast andstæður en það er 24 fm að stærð.

Þegar Rut er spurð um þetta verkefni segir hún að það hafi verið sérlega gefandi á margan hátt og skemmtilegt. Áður en hún hófst handa var baðherbergið algerlega komið á tíma og úr sér gengið á köflum. Hún segir að það sé sjaldgæft að fá svona stórt baðherbergi til að hanna því yfirleitt sé hún að berjast við að nýta hvern fermetra vel og vandlega.

„Þetta baðherbergi er frekar stórt eða um 24 fm að stærð. Ég þurfti að koma fyrir snyrtingu, baðsvæði, sturtusvæði og vatnsgufu og því má segja að þetta sé algert draumabaðherbergi,“ segir Rut.

Á baðherberginu er fallegur glerveggur sem stúkar baðherbergið af.
Á baðherberginu er fallegur glerveggur sem stúkar baðherbergið af. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Baðkarið er frístandandi.
Baðkarið er frístandandi. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Spurð um óskir húsráðanda segist hún hafa fengið nokkuð frjálsar hendur en þó þurfti hún að uppfylla ákveðnar óskir.

„Mér finnst fólk græða mest á því að setja fram þarfalista en sjá hvað innanhússarkitektinum dettur í hug og skoða með opnum huga tillögur frá honum. Í stað þess að láta bara teikna upp eftir sínum eigin óskum því við innanhússarkitektar erum sérfræðingar á þessu sviði. Hönnunin er ekki bara eitthvað út í loftið heldur erum við að huga að svo mörgum atriðum að fólk áttar sig oft ekki á því fyrr en það fer að spá virkilega í okkar hönnun og jafnvel ekki fyrr en fólk fer að umgangast rýmin,“ segir Rut.

– Hvaða stemningu vildir þú ná fram?

„Ég vildi koma á rólegri og afslappaðri stemningu og hólfa rýmið niður í mismunandi svæði þar sem einhver gæti verið í sturtu í friði eða í vatnsgufunni eða í baðkarinu en samt að loka ekki of mikið á milli rýmanna. Þess vegna loka ég sumstaðar á milli með föstum glerfrontum og glerhurðum í stað hefðbundinna veggja. Og svo nýti ég mér spegla og gler til að stækka rýmið og mynda meira flæði líka vegna þess að þetta er gluggalaust rými,“ segir hún.

Á veggjunum eru flísar sem keyptar voru í Ebson og segir Rut að það sé ný og spennandi gólfefnaverslun. Það eru sömu flísar á veggjum og á gólfi.

„Mér finnst stundum skemmtilegt að hafa eins flísar á veggjum og gólfi. Sérstaklega ef rýmið á að vera einfalt og með rólegu yfirbragði.“

Innréttingin á baðherberginu var sérsmíðuð hjá Beyki á Tangarhöfða í Reykjavík. Rut segir þá mikla eðalsmiði en hún hefur unnið með þeim í 20 ár.

„Hreinlætis- og blöndunartækin eru frá Ísleifi Jónssyni. Þau eru svört með byssu-metal-áferð. Á borðplötunni er silstone borðplata sem bæði Rein og S. Helgason selja og sérsmíða eftir málum hverju sinni. Hægt er að fá mismunandi liti og áferð á þessum borðplötum.“

– Á þessu baðherbergi sést svolítið óvenjuleg útfærsla á hillu undir baðskáp með lýsingu. Hver var pælingin varðandi það?

„Þar sem þetta er gluggalaust rými lagði ég mikla áherslu á lýsingu þar sem miklir möguleikar eru á að kveikja ljós sem breyta stemningu baðherbergisins algjörlega eftir því hvað er um að vera þar hverju sinni. Öll ljós eru frá Lúmex en þar er mikið úrval og eru ljósin á heimsmælikvarða enda búa þau í Lúmex yfir mikilli þekkingu á lýsingu.“

Á þessu fallega baðherbergi eru ekki allir veggir flísalagðir. Rut segir að það sé til þess að skapa meiri framtíðarmöguleika.

„Mér finnst skipta máli að geta skipt um liti og þar af leiðandi stemningu. En þar sem þarna er lágt til lofts vildi ég ekki að loftið væri í einhverju aðalhlutverki og hafði alla málaða veggi og loftið í sama lit, ferskum myntugrænum lit sem ég held mikið upp á í baðherbergjum og þvottahúsum. Það verður eitthvað svo hreint og fallegt með þessum ferska lit, auk þess sem það er auðveldara að breyta máluðum flötum heldur en flísalögðum! Ef maður verður leiður á þessum lit er lítið mál að bregðast við því. Fólk breytir ekki svo auðveldlega flísum á veggjum.“

– Hvað er fólk að sækjast eftir í baðherbergjum núna?

„Mér finnst fólk alltaf leggja meira og meira í baðherbergin því þau þjóna svo miklum tilgangi í að láta sér líða vel. Fólk sækist svolítið eftir nokkurskonar „spastemningu“.“

– Fyrir hvaða efnivið ertu spenntust núna?

„Ég er alltaf spennt fyrir að etja saman ólíkum efnum, það er að segja grófum efnum á móti elegant efnum og svo er ég alltaf að reyna að skapa rólegt og afslappað umhverfi þar sem fólki líður vel og forðast því skæra og agressíva liti og gerviefni eins og heitan eldinn.“

– Hvernig finnst þér baðherbergi vera að þróast?

„Mér finnst þau meira í þá átt að vera samverusvæði og staður þar sem að fólk slakar á og lætur sér líða vel eftir strangan vinnudag og eril. Þá er baðherbergjunum oft skipt upp í snyrtingu (salerni og handlaug) og svo baðsvæði með baðkari og sturtu og jafnvel vatnsgufu eða saunu. Við hönnun baðherbergja er fólk líka alltaf að hugsa betur tenginguna út á veröndina í pottinn,“ segir Rut.

Stórar milligrár flísar eru bæði á veggjum og gólfi.
Stórar milligrár flísar eru bæði á veggjum og gólfi. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Myntugræni liturinn er fallegur á móti súkkulaðibrúnum innréttingum.
Myntugræni liturinn er fallegur á móti súkkulaðibrúnum innréttingum. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Hægt er að hafa það reglulega gott í þessu rými ...
Hægt er að hafa það reglulega gott í þessu rými og svo er hægt að teygja vel úr sér. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Takið eftir lýsingunni undir skápnum.
Takið eftir lýsingunni undir skápnum. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Mjúkir tónar mætast í rýminu.
Mjúkir tónar mætast í rýminu. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Gufubaðið setur svip á herbergið.
Gufubaðið setur svip á herbergið. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Rihanna í leðri frá toppi til táar

Í gær, 23:07 Tónlistarkonan var í leðri frá toppi til táar á BET-verðlaunahátíðinni um helgina.  Meira »

Kim hannar fullkominn aðhaldsfatnað

Í gær, 19:00 Kim Kardashian hefur hannað aðhaldsfatnað í hinum ýmsu sniðum, litum og stærðum til að koma til móts við fjölbreyttar þarfir kvenna. Meira »

Katrín sumarleg á ljósmyndanámskeiði

Í gær, 15:22 Katrín hertogaynja mætti í sumarlegum sægrænum kjól með vínrauðu mynstri á ljósmyndanámskeið fyrir börn.  Meira »

Eva Dögg og Stefán Darri nýtt par

Í gær, 10:52 Vegan mamman og Brauð & Co snillingurinn Eva Dögg Rúnarsdóttir og handboltakappinn Stefán Darri Þórsson eru nýtt par ef marka má samfélagsmiðla. Meira »

„Get ekki hætt að miða mig við aðra!“

Í gær, 05:00 Málið er hins vegar sú hugsun sem er föst innra með mér sem snýst um að aðrir hafi það betra en ég. Eftir að samfélagsmiðlar urðu hluti af lífinu (jamm er 45 ára) þá er ég föst í að miða mig við fólk á mínum aldri, fólk sem er aðeins yngra, fólk sem á betri bíla, skemmtilegri maka, fer í fleiri ferðir og upplifir meiri sigra. Meira »

Ódýrt og svalt gólfefni sem má setja á veggi

í fyrradag Spónaparket var vinsælt gólfefni á níunda og tíunda áratug síðustu aldar en með tilkomu plastparketsins hvarf það úr íslenskum verslunum. Meira »

Svona massar þú sumartískuna með stæl

í fyrradag Það tekur á að vera í takt við tískuna. Smartland auðveldar þér það, en hér er samantekt á flottustu trendunum í sumar.  Meira »

Í hnébeygju yfir klósettinu

í fyrradag Þjálfarinn hennar Kate Beckinsale lætur hana gera hnébeygjur yfir klósettinu.   Meira »

Íþróttaálfurinn og Gylfi á Maldíveyjum

í fyrradag Íþróttaálfurinn Dýri Kristjánsson og Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í fótbolta eru báðir á Maldíveyjum í brúðkaupsferð ásamt eiginkonum sínum. Þessi tvennu hjón eru þó alls ekki í sömu brúðkaupsferðinni. Meira »

„Fá þau fyrsta skammtinn frían?“

í fyrradag Íslensk móðir hefur áhyggjur af dóttur sinni sem er 16 ára og veltir fyrir sér hvernig koma megi í veg fyrir að dóttir hennar dópi sig. Meira »

Þetta er konan sem skipulagði brúðkaupið

24.6. Hjónin fengu hina bresku Charlotte Dodd til að skipuleggja brúðkaupið sitt. En þess má geta að hún þykir sú allra færasta á sínu sviði í Bretlandi um þessar mundir. Fyrirmynd hennar er hinn skemmtilegi Franck úr kvikmyndinni Father of the Bride. Meira »

Fáðu magavöðva eins og Cindy Crawford

24.6. Fyrirsætan Cindy Crawford hefur fært sig úr líkamsræktar-DVD-diskunum yfir á Instagram þar sem hún sýnir sínar uppáhaldsæfingar. Meira »

Þessir mættu í VIP-teiti COS

24.6. Sænska fatamerkið COS opnaði nýlega verslun á Íslandi en á fimmtudagskvöldið var sérstök opnun fyrir VIP-gesti.   Meira »

Glæsiíbúð við Vatnsholt í Reykjavík

24.6. Við Vatnsholt í Reykjavík stendur stórglæsileg efri sérhæð sem er fallega og smekklega innréttuð.   Meira »

Ræður ekkert við sig og fer í sund daglega

24.6. „Ég hef tvívegis verið greind með sortuæxli en næ ekki alveg að stjórna hegðun minni tengdri sól. Málið er að ég var hér á árum áður mikið í ljósum og varð alltaf að vera brún.“ Meira »

Bárður og Linda Björk giftu sig í gær

23.6. Bárður Sigurgeirsson húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni og Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður og eigandi Scintilla gengu í hjónaband í gær. Meira »

„Gróðurinn dregur mann til sín“

23.6. Garðurinn hennar Sjafnar Hjálmarsdóttur þykir bera af enda mjög vel um hann hugsað. Hún segir samt ekki þurfa að hafa mikið fyrir plöntunum í dag. Meira »

Hefur búið í þremur íbúðum á sjö árum

23.6. Kristín Sólveig Kristjánsdóttir læknir að mennt er ákaflega fær í samskiptum og segir að gott heimili sé sá staður þar sem fólk dettur inn um dyrnar og þar sem er gott hjartarúm. Meira »

Svona býr Bergþóra Guðnadóttir

23.6. Bergþóra Guðnadóttir hönnuður vinnur vanalega á morgnana heima þar sem hún er með góða aðstöðu í fallegu rými.   Meira »

Vinkonan alltaf að metast hver sé sætust

23.6. „Þegar við förum út á lífið saman, er hún heltekin af því að bera sig saman við aðrar konur og metur það yfirleitt svo að hún er sætust.“ Meira »

6 lífsráð Dakota Fanning

22.6. Leikkonan Dakota Fanning segist aldrei verða týpan sem borðar ekki sykur eða kolvetni.   Meira »