24 fermetra baðherbergi með gufubaði

Baðherbergið er einstak en þar er sturta og gufubað.
Baðherbergið er einstak en þar er sturta og gufubað. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Rut Káradóttir innanhússarkitekt hannaði baðherbergi árið 2017 sem er einstakt á margan hátt. Á baðherberginu mætast andstæður en það er 24 fm að stærð.

Þegar Rut er spurð um þetta verkefni segir hún að það hafi verið sérlega gefandi á margan hátt og skemmtilegt. Áður en hún hófst handa var baðherbergið algerlega komið á tíma og úr sér gengið á köflum. Hún segir að það sé sjaldgæft að fá svona stórt baðherbergi til að hanna því yfirleitt sé hún að berjast við að nýta hvern fermetra vel og vandlega.

„Þetta baðherbergi er frekar stórt eða um 24 fm að stærð. Ég þurfti að koma fyrir snyrtingu, baðsvæði, sturtusvæði og vatnsgufu og því má segja að þetta sé algert draumabaðherbergi,“ segir Rut.

Á baðherberginu er fallegur glerveggur sem stúkar baðherbergið af.
Á baðherberginu er fallegur glerveggur sem stúkar baðherbergið af. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Baðkarið er frístandandi.
Baðkarið er frístandandi. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Spurð um óskir húsráðanda segist hún hafa fengið nokkuð frjálsar hendur en þó þurfti hún að uppfylla ákveðnar óskir.

„Mér finnst fólk græða mest á því að setja fram þarfalista en sjá hvað innanhússarkitektinum dettur í hug og skoða með opnum huga tillögur frá honum. Í stað þess að láta bara teikna upp eftir sínum eigin óskum því við innanhússarkitektar erum sérfræðingar á þessu sviði. Hönnunin er ekki bara eitthvað út í loftið heldur erum við að huga að svo mörgum atriðum að fólk áttar sig oft ekki á því fyrr en það fer að spá virkilega í okkar hönnun og jafnvel ekki fyrr en fólk fer að umgangast rýmin,“ segir Rut.

– Hvaða stemningu vildir þú ná fram?

„Ég vildi koma á rólegri og afslappaðri stemningu og hólfa rýmið niður í mismunandi svæði þar sem einhver gæti verið í sturtu í friði eða í vatnsgufunni eða í baðkarinu en samt að loka ekki of mikið á milli rýmanna. Þess vegna loka ég sumstaðar á milli með föstum glerfrontum og glerhurðum í stað hefðbundinna veggja. Og svo nýti ég mér spegla og gler til að stækka rýmið og mynda meira flæði líka vegna þess að þetta er gluggalaust rými,“ segir hún.

Á veggjunum eru flísar sem keyptar voru í Ebson og segir Rut að það sé ný og spennandi gólfefnaverslun. Það eru sömu flísar á veggjum og á gólfi.

„Mér finnst stundum skemmtilegt að hafa eins flísar á veggjum og gólfi. Sérstaklega ef rýmið á að vera einfalt og með rólegu yfirbragði.“

Innréttingin á baðherberginu var sérsmíðuð hjá Beyki á Tangarhöfða í Reykjavík. Rut segir þá mikla eðalsmiði en hún hefur unnið með þeim í 20 ár.

„Hreinlætis- og blöndunartækin eru frá Ísleifi Jónssyni. Þau eru svört með byssu-metal-áferð. Á borðplötunni er silstone borðplata sem bæði Rein og S. Helgason selja og sérsmíða eftir málum hverju sinni. Hægt er að fá mismunandi liti og áferð á þessum borðplötum.“

– Á þessu baðherbergi sést svolítið óvenjuleg útfærsla á hillu undir baðskáp með lýsingu. Hver var pælingin varðandi það?

„Þar sem þetta er gluggalaust rými lagði ég mikla áherslu á lýsingu þar sem miklir möguleikar eru á að kveikja ljós sem breyta stemningu baðherbergisins algjörlega eftir því hvað er um að vera þar hverju sinni. Öll ljós eru frá Lúmex en þar er mikið úrval og eru ljósin á heimsmælikvarða enda búa þau í Lúmex yfir mikilli þekkingu á lýsingu.“

Á þessu fallega baðherbergi eru ekki allir veggir flísalagðir. Rut segir að það sé til þess að skapa meiri framtíðarmöguleika.

„Mér finnst skipta máli að geta skipt um liti og þar af leiðandi stemningu. En þar sem þarna er lágt til lofts vildi ég ekki að loftið væri í einhverju aðalhlutverki og hafði alla málaða veggi og loftið í sama lit, ferskum myntugrænum lit sem ég held mikið upp á í baðherbergjum og þvottahúsum. Það verður eitthvað svo hreint og fallegt með þessum ferska lit, auk þess sem það er auðveldara að breyta máluðum flötum heldur en flísalögðum! Ef maður verður leiður á þessum lit er lítið mál að bregðast við því. Fólk breytir ekki svo auðveldlega flísum á veggjum.“

– Hvað er fólk að sækjast eftir í baðherbergjum núna?

„Mér finnst fólk alltaf leggja meira og meira í baðherbergin því þau þjóna svo miklum tilgangi í að láta sér líða vel. Fólk sækist svolítið eftir nokkurskonar „spastemningu“.“

– Fyrir hvaða efnivið ertu spenntust núna?

„Ég er alltaf spennt fyrir að etja saman ólíkum efnum, það er að segja grófum efnum á móti elegant efnum og svo er ég alltaf að reyna að skapa rólegt og afslappað umhverfi þar sem fólki líður vel og forðast því skæra og agressíva liti og gerviefni eins og heitan eldinn.“

– Hvernig finnst þér baðherbergi vera að þróast?

„Mér finnst þau meira í þá átt að vera samverusvæði og staður þar sem að fólk slakar á og lætur sér líða vel eftir strangan vinnudag og eril. Þá er baðherbergjunum oft skipt upp í snyrtingu (salerni og handlaug) og svo baðsvæði með baðkari og sturtu og jafnvel vatnsgufu eða saunu. Við hönnun baðherbergja er fólk líka alltaf að hugsa betur tenginguna út á veröndina í pottinn,“ segir Rut.

Stórar milligrár flísar eru bæði á veggjum og gólfi.
Stórar milligrár flísar eru bæði á veggjum og gólfi. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Myntugræni liturinn er fallegur á móti súkkulaðibrúnum innréttingum.
Myntugræni liturinn er fallegur á móti súkkulaðibrúnum innréttingum. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Hægt er að hafa það reglulega gott í þessu rými …
Hægt er að hafa það reglulega gott í þessu rými og svo er hægt að teygja vel úr sér. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Takið eftir lýsingunni undir skápnum.
Takið eftir lýsingunni undir skápnum. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Mjúkir tónar mætast í rýminu.
Mjúkir tónar mætast í rýminu. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Gufubaðið setur svip á herbergið.
Gufubaðið setur svip á herbergið. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál