Sjáðu villuna sem Pitt og Aniston áttu

Húsið er einstaklega kósý.
Húsið er einstaklega kósý. skjáskot

Húsið sem leikarahjónin Jennifer Aniston og Brad Pitt áttu þegar þau voru gift er komið á sölu. Aniston og Pitt fjárfestu í húsinu árið 2001 og seldu það árið 2006, einu ári eftir að þau skildu. 

Á sínum tíma keyptu hjónin það á 13,5 milljónir bandaríkjadala, en verðmiðinn á því hefur hækkað umtalsvert og vilja núverandi eigendur fá 49 milljónir bandaríkjadala fyrir það eða rúmlega 6 milljarða íslenskra króna. 

Húsið er 1114 fermetrar og var byggt árið 1934. Í húsinu eru 5 baðherbergi og 12 svefnherbergi. Húsið er staðsett í Beverly Hills í Los Angeles í Bandaríkjunum. Fleiri myndir af húsinu má skoða hér.

Það er falleg verönd við húsið.
Það er falleg verönd við húsið. skjáskot
Aniston og Pitt áttu húsið á árunum 2001-2006.
Aniston og Pitt áttu húsið á árunum 2001-2006. skjáskot
Húsið var byggt árið 1934.
Húsið var byggt árið 1934. skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál