Erna Gísla seldi einbýli á 255 milljónir

Erna Gísladóttir forstjóri BL seldi glæsihús sitt á dögunum.
Erna Gísladóttir forstjóri BL seldi glæsihús sitt á dögunum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Erna Gísladóttir forstjóri BL seldi glæsihús sitt við Valhúsabraut 25 í lok síðasta árs. Söluverðið er 255 milljónir króna.

Kaupendur hússins eru Viðar Lúðvíksson lögmaður hjá Landslögum og Borghildur Erlingsdóttir forstjóri Einkaleyfastofu.

Það er ekkert skrýtið að þau hafi fallið fyrir húsinu því þar er hátt til lofts og vítt til veggja. 

Fasteignamat hússins eru rúmar 213 milljónir en það var byggt 2013. Húsið er alls 409 fm að stærð. Húsið var teiknað af Björgvini Snæbjörnssyni arkitekt hjá Apparat. 

Húsið við Valhúsabraut 25 er glæsilegt.
Húsið við Valhúsabraut 25 er glæsilegt. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is