Loksins íslensk húsgögn á Bessastöðum

Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal hefur aldrei gefist upp á því ...
Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal hefur aldrei gefist upp á því að koma íslenskri hönnun á framfæri. Hér er hann ásamt Ólöfu Jakobínu Ernudóttur hönnuði og Erni Þór Halldórssyni.

Það var kátt á Bessastöðum þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tók á móti húsgögnum eftir íslenska hönnuði. Húsgögnin verða til sýnis og til notkunar í suðurstofu Bessastaða. Húsgögnin, sem eru verk íslenskra hönnuða og framleidd á vegum íslenskra fyrirtækja, voru afhent á grundvelli samkomulags við Samtök iðnaðarins og lýsti forseti í ávarpi ánægju með þessi kaflaskil en hingað til hafa nánast öll húsgögn á forsetasetrinu komið frá öðrum löndum. Framvegis munu þeir fjölmörgu gestir, sem heimsækja Bessastaði, sjá þar glæsileg verk innlendra hönnuða.

Eins og sjá má á myndunum er íslensk hönnun algerlega samkeppnishæf við erlenda hönnun og eru húsgögnin mikið stofustáss. 

Það er löngu tímabært að íslenskri hönnun sé gert hærra undir höfði. Til þess að breiða út boðskapinn ættu stofnanir ríkisins og auðvitað einkafyrirtæki líka að taka Bessastaði sér til fyrirmyndar og kaupa íslenskt þegar þarf að endurnýja húsgögn og skrautmuni. Íslenskt hugvit og hönnun er nefnilega útflutningsvara og gæti svo hæglega verið miklu stærri iðnaður á Íslandi.

Í allri umræðu um umhverfisvænni lífsstíl og minnkun kolefnissporsins ætti fólk að kjósa íslenska hönnun frekar en að kaupa af erlendum síðum í Kína. Alla vega ef fólk er að hugsa um jörðina og framtíðina. 

Hér má sjá Dímon, Sindra og Marmo.
Hér má sjá Dímon, Sindra og Marmo.

En hvaða húsgögn eru þetta sem prýða nú suðurstofu Bessastaða? 

Um er að ræða sófann og stólinn Dímon sem hannaður er af Erlu Sólveigu Guðmundsdóttur. Stólarnir eru framleiddir hjá Á. Guðmundssyni sem hóf framleiðsluna 2016. Auk þess má finna borðið Spíss eftir sama hönnuð en hægt er að fá borðið í nokkrum útfærslum. 

Skatan eftir Halldór Hjálmarsson er líka mætt á Bessastaði en stólarnir eru framleiddir hjá Random Ark. Skatan hefur nokkra sérstöðu en hún er fyrsti formbeygði stóllinn sem fjöldaframleiddur hefur verið hérlendis. Hægt er að fá Skötuna í ýmsum viðartegundum og litum. 

Marmo eftir Ólöfu Jakobínu Ernudóttur er fallegt borð með carrera-marmaraplötu en það passar vel inn í rýmið á Bessastöðum. 

Stóllinn Kjarval er líka mættur á Bessastaði en hann var hannaður af Sveini Kjarval og framleiddur fyrir Epal. Stóllinn var hannaður 1962 og var upphaflega hannaður fyrir Kaffi Tröð sem var fjölsótt kaffihús í Austurstræti. Stóllinn er úr eik og hægt er að velja tauáklæði, leður eða kálfaskinn. 

Á Bessastöðum er líka stóllinn Sindri sem hannaður var af Ásgeiri Einarssyni 1962. Hann varð mjög vinsæll seint á sjöunda áratugnum og var um árabil ófáanlegur. Í dag sjá Sólóhúsgögn um að smíða stálgrindina undir stólinn, Ikan, sem er bátasmiðja og frumkvöðlasetur, steypir skelina en Feldur framleiðir gærurnar og sjá G. Á. húsgögn um bólstrun og samsetningu. Stóllinn er klæddur íslenskri gæru en hann er einnig fáanlegur með geitarskinni eða íslensku roði. 

Eins og sjá má krydda þessi húsgögn suðurstofu Bessastaða og falla svo vel inn í umhverfið að það er eins og þau hafi alltaf verið þarna. Það er merki um að þetta verkefni hafi tekist vel. 

Stólarnir Kjarval eru hannaðir af Sveini Kjarval. Hér eru þeir ...
Stólarnir Kjarval eru hannaðir af Sveini Kjarval. Hér eru þeir ásamt borðinu Spíss eftir Erlu Sólveigu Óskarsdóttur.
Íslensk húsgögn á Bessastöðum.
Íslensk húsgögn á Bessastöðum. Arnþór Birkisson
Hér má sjá tvo Sindra, eitt Marmo og einn Dímon.
Hér má sjá tvo Sindra, eitt Marmo og einn Dímon.
Hér má sjá Dímon stól og Dímon sófa.
Hér má sjá Dímon stól og Dímon sófa. mbl.is/Arnþór Birkisson
Dímon eftir Erlu Sólveigu Óskarsdóttur.
Dímon eftir Erlu Sólveigu Óskarsdóttur. mbl.is/Arnþór Birkisson
Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins og Erla Sólveig Óskarsdóttir hönnuður.
Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins og Erla Sólveig Óskarsdóttir hönnuður.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, lýsti yfir ánægju sinni með ...
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, lýsti yfir ánægju sinni með þessu fallegu húsgögn.
Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og Guðni Th. Jóhannesson forseti ...
Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.
mbl.is/Arnþór Birkisson
Guðmundur Ásgeirsson framkvæmdarstjóri Á.Guðmundsson, Ásgeir H. Guðmundsson fjármálastjóri og Erla ...
Guðmundur Ásgeirsson framkvæmdarstjóri Á.Guðmundsson, Ásgeir H. Guðmundsson fjármálastjóri og Erla Sólveig Óskarsdóttir hönnuður. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Bláklæddar á veðhlaupakeppninni

05:00 Katrín hertogaynja og Elísabet Englandsdrottning voru í stíl á opnunarhátíð konunglegu veðhlaupakeppninnar sem hófst í dag.  Meira »

Rihanna sjóðandi heit í bleiku

Í gær, 23:30 Tónlistarkonan Rihanna brá undir sig betri fætinum í New York-borg á þriðjudagskvöld og var sjóðandi heit í bleikum kjól.  Meira »

Gettu hvar Gylfi keypti brúðkaupsfötin?

Í gær, 19:00 Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður og fótboltastjarna kvæntist ástinni um helgina. Hann valdi aðeins það besta eða föt frá ... Meira »

Dragdrottning Íslands hélt uppi stuðinu

Í gær, 18:00 Dragdrottning Íslands, Gógó Starr, mætti einnig á svæðið og sló í gegn með flutningi á laginu Snapshot með RuPaul og hárblásurum sem hún nýtti sem vindvélar til að fullkomna showið. Meira »

Adele nánast óþekkjanleg

Í gær, 14:00 Breska tónlistarkonan Adele hefur lagt mikið af en það sést vel á nýrri mynd af tónlistarkonunni með hljómsveitinni Spice Girls. Meira »

Kjóll Alexöndru frá Galia Lahav

Í gær, 11:27 Brúðarkjóll Alexöndru Helgu Ívarsdóttur er frá ísraelska tískuhúsinu Galia Lahav.   Meira »

Hvers vegna fór Vigdís í framboð 1980?

Í gær, 10:25 Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir að hún hefði aldrei farið í forsetaframboð ef sjómennirnir hefðu ekki skorað á hana. Meira »

Eins og risastór tískusýning á árshátíðinni

í gær Það voru allir í spariskapi þegar Geysir hélt árshátíð sína í Marshallhúsinu. Eins og sést á myndunum voru allir í sínu fínasta pússi á þessu fallega sumarkvöldi. Boðið var upp á girnilegar veitingar en andleg næring var í boði Frímanns Gunnarssonar en hann kitlaði hláturtaugar gestanna og Una Schram og Cell7 tóku í míkrafóninn við mikinn fögnuð. Meira »

Dragdrottningar stálu senunni á MTV-verðlaunahátíðinni

í fyrradag Dragdrottningarnar Trixie Mattel, Katya Zamolodchikova og Alyssa Edwards sköruðu fram úr á rauða dreglinum.  Meira »

Sjáðu Gylfa og Alexöndru á brúðkaupsdaginn

í fyrradag Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir birtu loksins myndir af stóra deginum.  Meira »

Kolbrún fær útrás í að fegra í kringum sig

í fyrradag Kolbrún Kristleifsdóttir kennari býr ásamt fjölskyldu sinni í 105 Reykjavík. Hún hefur unun af því að hugsa vel um garðinn sinn. Meira »

Vigdís Hauks og Garðar Kjartans í sveitinni

í fyrradag Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins og Garðar Kjartansson fasteignasali nutu veðurblíðunnar saman um helgina.   Meira »

Alexandra og Birgitta Líf með eins töskur

18.6. Mittistöskur eru móðins þessa dagana. Þegar Alexandra Helga Ívarsdóttir og Birgitta Líf Björnsdóttir fóru saman til Flórída var sú fyrrnefnda með mittistösku frá Prada en í brúðkaupinu var Birgitta Líf með nákvæmlega eins tösku. Meira »

Aron Einar og Kristbjörg mættu í stíl

17.6. Aron Einar Gunnarsson landsliðsmaður og Kristbjörg Jónasdóttir mættu í stíl í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. Meira »

Erna Hrönn og Jörundur loksins hjón

17.6. Erna Hrönn útvarpsstjarna á K100 giftist unnusta sínum, Jörundi Kristinssyni, sem starfar hjá Origo. Brúðkaupið var ekki bara ástarhátíð heldur tónlistarveisla. Meira »

Viltu vera umvafin silki?

17.6. Absolute Silk Micro Mousse-meðferð frá Sensai er það nýjasta í þessari japönsku snyrtivörufjölskyldu. Um er að ræða einstaka efnasamsetningu sem skartar efnum sem eru unnin úr Koishimaru Silk Ryoal. Meira »

Langar þig í hádegisverð með Clooney?

17.6. Nú er uppboð á netinu þar sem þú getur unnið hádegisverð með Amal og George Clooney í villu þeirra hjóna við Como-vatnið á Ítalíu. Meira »

Kynntust á trúnó og ætla sér stóra hluti

17.6. Agnes Kristjónsdóttir og Rebekka Austmann hafa sameinað krafta sína á ævintýralegan hátt en leiðir þeirra lágu saman á athyglisverðan hátt. Meira »

Þjálfari Kim K um hnébeygjur

17.6. Einkaþjálfarinn hennar Kim Kardashian veit hvað hún syngur þegar kemur að hnébeygju með lyftingastöng. Hún tekur saman sjö atriði sem hafa ber í huga. Meira »

Gómaði kærastann í framhjáhaldi

16.6. Ung kona í Bretlandi komst að því í gegnum Facebook að kærastinn hennar var að halda fram hjá henni.  Meira »

Gestirnir farnir heim úr brúðkaupinu

16.6. Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir buðu nánustu fjölskyldu í brunch í hádeginu en annars eru gestirnir að tínast til síns heima. Meira »