Þetta segir Rut Kára um unglingaherbergið

Rut Káradóttir innanhússarkitekt segir að unglingaherbergi þurfi ekki að vera ...
Rut Káradóttir innanhússarkitekt segir að unglingaherbergi þurfi ekki að vera óspennandi.

Öll höfum við komið inn á heimili þar sem virðist eins og ský hafi hrannast upp yfir einu herberginu. Þar inni býr undarleg vera, sem hefur gert sér einhvers konar helli og vill helst engum hleypa inn nema sínum líkum. Undarlegt skraut er uppi á veggjum, eini birtugjafinn ljóminn frá sjónvarpi eða tölvuskjá, óhrein föt liggja á víð og dreif um gólfið og virðist eins og slikja af hormónum sé yfir öllu.

Þetta er herbergi unglingsins, og einhver mesta áskorun sem innanhússarkitektar geta tekið sér fyrir hendur að reyna að koma þessu rými í lag. Blessaður unglingurinn er jú orðinn nógu gamall til að hafa skoðun á því hvernig hann vill hafa umhverfi sitt en hefur ekki endilega náð að þroska með sér góðan smekk eða mikla snyrtimennsku. Kannski langar hann að líma tónleikamiða upp um alla veggi, eða mála hátt og lágt í furðulegum litum. Hann vill líka fá sitt næði og verður að hafa gott pláss fyrir skólabækurnar, gítarmagnarann og leikjatölvuna.

Hvað er hægt að gera svo að herbergi unglingsins líti vel út og stingi ekki í stúf? Er hægt að beina unglingnum inn á rétta braut, og jafnvel beita hugvitssamlegri hönnun til að slá á suma verstu fylgifiska unglingsáranna?

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Íbúinn er í stöðugri mótun

Rut Káradóttir innanhússarkitekt segir það rétt að unglingaherbergi séu iðulega erfiðustu rýmin á heimilum. „Það er eins og þetta herbergi sé alltaf óklárað, því unglingurinn sjálfur breytist svo mikið frá ári til árs: ný áhugamál koma og fara, vinahópurinn er í stöðugri mótun og smekkur unglingsins í dag ekki sá sami og á morgun. Er enda himinn og haf á milli tólf ára og sautján ára tánings í þroska og lífsstíl.“

Meðal þeirra lausna sem Rut lumar á er að veita unglingnum visst frelsi í litavali, þó innan ákveðins heildarramma sem nær yfir allt heimilið. Þannig stingur herbergið ekki eins mikið í stúf. „Það er fallegt þegar unglingaherbergið tónar við önnur rými hússins og hægt að gera tillögur að litapallettum sem falla bæði að húsgögnunum í herberginu og litum í öðrum aðliggjandi rýmum og eru ekki í mótsögn við allt annað á heimilinu.“

Rut vill gjarnan leyfa hlýju og mjúku litunum í uppáhaldslitapallettu unglingsins að njóta sín, en mjúkir litatónar falla vel að tölvum og tæknidóti, og snúrunum sem þeim fylgja. „Í herbergjum sem eru full af raftækjum auka skærir litir bara á óróann og hægt að skapa rólegra og afslappaðra umhverfi með ljúfum litum.“

Rétt lýsing hjálpar líka mikið til við að gera herbergi unglinsins notalegt og minnir Rut á að táningarnir þurfi jafnframt góða vinnulýsingu til að sinna heimanáminu. „Til að geta breytt birtustemningunni ætti að velja ljós með birtustilli og gæta þess að hafa lýsinguna margþætta: grunnljós, þ.e. loftljós sem veita alhliða lýsingu; vinnulýsingu, s.s. frá borðlampa; og stemningslýsingu, s.s. frá standlampa.“

Gluggatjöldin leika stórt hlutverk í lýsingarhönnun herbergisins og á unglingurinn eftir að vilja getað lokað nær alla birtu úti til að fá næði og geta horft ótruflað á skjáina sína. „Fyrir gluggana má setja tvískipt gluggatjöld, þar sem annars vegar eru t.d. rúllutjöld sem dimma vel og fljótlegt er að draga fyrir eða frá, og hins vegar gluggatjaldavængir sem gefa þægilega og „rómantíska“ birtu sem veitir hlýlegt yfirbragð.“

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Vel grisjað en ekki kuldalegt

Rut mælir með að beina unglingnum inn á mínimalíska braut og upplagt að grisja herbergið reglulega í takt við breyttan smekk, þarfir og áhugamál. „Verður bara að passa upp á að herbergið verði þá ekki um leið kuldalegt, og hægt að komast hjá því með réttu litavali og lýsingu.“

Grisjunin hjálpar til við að halda herberginu snyrtilegu og má síðan ganga skrefinu lengra með hönnun sem auðveldar unglingnum að taka til: Segir Rut t.d. ekki hægt að reikna með að oft verði búið um rúm unglingsins ef hann þarf að breiða á það flókið kerfi af rúmteppum, sængum og púðum. „Það tekur langan tíma og er bara vesen í huga táningsins. Betra er að velja einfalt vatterað rúmteppi sem þjónar um leið hlutverki sængur og má henda í heilu lagi í þvottavél. IKEA er t.d. með þannig teppi fáanleg í ýmsum fallegum litum og gerir unglingnum auðvelt að búa um.“

Fataskápurinn fer síðan síður í rúst ef þar er meira af slám en minna af skúffum: „Það er fljótlegra að ganga um skápinn ef fatnaðurinn er hengdur upp og auðveldara en ef þyrfti að brjóta allt fallega saman og leggja snyrtilega ofan í skúffu. Skápurinn getur líka hjálpað til við að gera herbergið snyrtilegra ef hann rúmar alls konar dót og smámuni sem ekki þarf að hafa uppi við öllum stundum. Svo er bara að muna að grisja úr skápnum af og til.“

Vilji unglingurinn raða einhverju upp, til að sýna afrek sín eða áhugamál, er hægt að búa þannig um smámunina og unglingadótið að það haldist áfram snyrtilegt og dreifist ekki um allt rýmið. Þetta geta verið verðlaunapeningar og -bikarar, myndir af vinum eða átrúnaðargoðum, tölvuleikjasafnið eða eitthvað krúttlegt sem er í tísku að safna þá stundina: „Það má raða smáhlutunum upp á tiltekna hillu eða hillur, jafnvel setja inn í lokaðan glerskáp þannig að allt hafi sinn stað.“

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Algengustu kynlífsfantasíurnar

21:30 Ansi marga dreymir um að hrista upp í hlutunum í svefnherberginu. Hér eru sjö algengustu kynlífsfantasíur sem fólk hefur.  Meira »

Klæðir sig eins og prinsessa

19:00 Jana Aasland er vinsæl um þessar mundir og klæðir sig í anda prinsessu þar sem stórar ermar eru í fyrirrúmi og strigaskór svo eitthvað sé nefnt. Meira »

Frosti og Helga Gabríela mættu saman

14:00 Frosti Logason og Helga Gabríela voru í góðum gír á myndlistarsýningu Ella Egilssonar í NORR11 á föstudaginn.   Meira »

Sex ára afmælisprins styður England

11:30 „Prins Georg á afmæli í dag, en sem elsta barn Vilhjálms og Katrínar, hertogahjónanna af Cambridge, er hann þriðji í erfðaröðinni að bresku krúnunni,“ skrifar Guðný Ósk Lax­dal, konunglegur sérfræðingur Smartlands. Meira »

Blómapottar geta létt lífið

09:00 Mörgum þykir þægilegra að vinna með plöntur í blómapottum frekar en í beðum, en Margrét Ása í Blómavali segir áríðandi að ganga þá rétt frá pottunum. Meira »

Þetta er kalt í heimilistískunni

05:00 Myndaveggir og að hafa allt í sama stílnum er að detta úr tísku. Fólk er hvatt til þess að hafa heimilin lífleg og fjölbreytt eins og lífið sjálft. Meira »

Er vesen í svefnherberginu?

í gær Ef slæmur svefn er að hafa áhrif á kynlífið gæti lausnin verið að sofa hvort í sínu rúminu.  Meira »

Gott grill breytir stemningunni í sólinni

í gær Vönduð þjónusta og góður varahlutalager skiptir kaupendur æ meira máli við val á grilli. Einar Long segir hvorki gott fyrir jörðina né veskið að ætla að endurnýja heimilisgrillið með nokkurra ára millibili. Meira »

Húsgagnalína í anda Friends

í gær Húsgagnatískan hefur breyst töluvert síðan 2004, árið sem síðasti Friends-þátturinn fór í loftið. Nú geta þó æstir aðdáendur Friends-þáttanna keypt húsgögn og aðra heimilismuni sem eru innblásnir af því sem sást í þáttunum. Meira »

Finnst róandi að mála sig

í gær Helga Sæunn Þorkelsdóttir förðunarfræðingur fékk snemma áhuga á snyrtivörum og hefur áhuginn og færnin bara aukist með árunum. Smartland fékk að kíkja í snyrtibuddu Helgu. Meira »

Frægasta peysa Díönu var ræktarpeysan

í gær Frægasta peysa Díönu prinsessu seldist fyrir metfjárhæð. Díana klæddist peysunni alltaf þegar hún fór í ræktina.   Meira »

Ótrú unnustanum og hætti við brúðkaupið

20.7. „Eftir að hafa dreymt hann mánuðum saman stundaði ég kynlíf með stjörnunni í badmintonliðinu okkar. Ég hætti við brúðkaup vegna hans en nú er ég með áhyggjur yfir því að ég hafi farið frá góðum manni vegna drauma.“ Meira »

Blómstrandi tré eru málið núna

20.7. Sigríður Helga Sigurðardóttir, eigandi Gróðrarstöðvarinnar Markar, segir að fólk hafi mikinn áhuga á berja- og ávaxtatrjám. Hún segir líka að það færist í vöxt að fólk rækti krydd og salat í garðinum sínum. Meira »

Kylie í notuðum fötum

20.7. Í sumarfríi sínu í Karíbahafi hefur Kylie Jenner klæðst sundfötum sem eru þremur árum eldri en hún sjálf, og sundbol og leggings sem eru sex árum eldri en hún. Meira »

Rut Kára hannaði fantaflotta þakíbúð

20.7. Þakíbúðin í Garðabæ hefur allt það sem góð þakíbúð þarf að bera, góða lofthæð, stóra partýstofu og þaksvalir með heitum potti. Meira »

Í sömu skónum í fjórða sinn í sumar

20.7. Katrín hertogaynja af Cambridge kann að velja skó við öll tilefni. Þessir skór passa svo sannarlega við hvaða tilefni sem er, enda hefur hún verið í þeim á fjórum viðburðum í sumar. Meira »

Einfalt ráð fyrir betra kynlíf

19.7. Þetta ráð er kannski ekki það kynþokkafyllsta, en það gæti virkað fyrir marga.  Meira »

Sápublöndur í staðinn fyrir skordýraeitur

19.7. Með góðu skipulagi og réttu vali á plöntum þarf ekki að útheimta svo mikla vinnu að halda garðinum fínum og fallegum. Margir rækta matjurtir og uppskera ríkulega eftir sumarið. Meira »

Hressasta kona landsins bauð í partý

19.7. Partýdrottningin Dröfn Ösp Snorradóttir sem búsett er í LA hélt partý á staðnum 10 sopum um síðustu helgi. Margt hresst fólk var saman komið enda aldrei lognmolla í kringum Dröfn eða DD Unit eins og hún er stundum kölluð. Meira »

Höll Víðishjóna föl fyrir 165 milljónir

19.7. Við Valhúsabraut á Seltjarnarnesi stendur einstakt 254,7 fermetra einbýlishús. Ásett verð er 165 milljónir sem gerir húsið eitt af dýrari einbýlishúsum á fasteignamarkaðnum í dag. Meira »

Athyglisbrestur: Hvað er hægt að gera?

19.7. ADD, hver eru næstu skref og hvað er hægt að gera sjálfur? Þessum spurningum reynir Þórey Krist­ín Þóris­dótt­ir, klín­ísk­ur sál­fræðing­ur og markþjálfi, að svara í sínum nýjasta pistli. Meira »