Þórunn Antonía flutt í Hveragerði

Þórunn Antonía Magnúsdóttir er flutt í Hveragerði.
Þórunn Antonía Magnúsdóttir er flutt í Hveragerði. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson

Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir er flutt í Hveragerði eftir að hafa verið búsett í 101 Reykjavík um langa hríð. Hveragerði er einn blómlegasti bær landsins en í gegnum tíðina hafa þekktir einstaklingar flutt þangað til að hlaða batteríin enda er Hveragerði bara rúmlega hálftíma akstur frá Reykjavík. 

Ágústa Eva Erlendsdóttir býr til dæmis í Hveragerði og líka Magnús Þór Sigmundsson, faðir Þórunnar Antoníu. Svo er Heilsustofnunin í Hveragerði vinsæl en fólk getur komið inn af götunni og keypt lífrænan og heilnæman mat þar. Í Hveragerði er mikil ræktun og því ætti söngkonan að geta haldið áfram að lifa sérlega heilsusamlegu lífi á þessum nýja stað. 

Þórunn Antonía á von á sínu öðru barni eftir sjö vikur og því veitti henni ekkert af því að fá smá hjálp við flutninginn. 

mbl.is