IKEA vinnur með heimsþekktu fólki

Hér má sjá lampann úr Synfonisk-línunni. Neðri parturinn er hátalari …
Hér má sjá lampann úr Synfonisk-línunni. Neðri parturinn er hátalari og efri parturinn er ljós.

Sænska móðurskipið IKEA kynnti nýjungar sínar á Democratic Design Days í Almhult í Svíþjóð á dögunum. Sjálfbærni, nýting á plássi og upplifun eru í forgrunni hjá þessu stóra fyrirtæki án þess að tapa þeim eiginleikum að gera heimilið fallegra. Ein af stærstu fréttunum er samstarf IKEA og Sonos. 

SYMFONISK er mætt á svæðið – IKEA og Sonos endurskoða notkun ljóss og hljóðs

Gott hljóð ætti ekki að taka mikið pláss á heimilinu. IKEA vildi breyta hvernig fyrirtækið hugsar um hljóð og ljós á sama tíma innan veggja heimilisins. Úr varð línan SYMFONISK en í henni er bæði bókahilla og borðlampi.

Það leikur enginn vafi á að SYMFONISK-borðlampinn er háværasti lampi IKEA hingað til, hannaður til að innrétta heimilið með hljóði. Borðlampinn og bókahillan voru hönnuð í samstarfi við Sonos, fyrirtæki sem er þekkt fyrir þráðlausa snjallhátalara. Samstarfið hófst árið 2016 og fyrirtækin hafa síðan þá nýtt styrkleika hvort annars til að skapa vörur sem sameina gott hljóð og ígrundaða hönnun.

SYMFONISK kemur í sölu hjá IKEA á Íslandi í október 2019.

Hér má sjá hátalarann sem er líka hilla.
Hér má sjá hátalarann sem er líka hilla.

RÅVAROR-línan – hönnuð fyrir lítil rými og ferðalög

Í auknu þéttbýli minnka híbýlin og fyrir marga er heimilið ekki lengur bundið ákveðinni staðsetningu. RÅVAROR er ný lína sem samanstendur af hlutum sem hámarka nýtingu rýmisins en halda því heimilislegu. Við flutninga er auðvelt að stafla og pakka þeim saman og flytja þá á nýjan stað.

RÅVAROR-línan fer í sölu á heimsvísu í september 2020.

Hér má sjá sófa og borð úr RÅVAROR- línunni sem …
Hér má sjá sófa og borð úr RÅVAROR- línunni sem er hönnuð fyrir lítil rými og ferðalög.
Hér er búið að pakka sófanum og borðinu saman en …
Hér er búið að pakka sófanum og borðinu saman en línan hentar fyrir þá sem flytja oft.

Lína fyrir hreyfihamlaða

Stundum þurfum við aðeins meiri einfaldleika og aðstoð, annaðhvort við að standa upp úr þægilega sófanum eða opna erfiðar krukkur. OMTÄNKSAM-línan er hönnuð sérstaklega til þess að gera heimilið þægilegra og öruggara.

Um 15% af jarðarbúum stríða við hreyfihömlun af einhverju tagi. OMTÄNKSAM-línan er hönnuð í samstarfi við vinnuvistfræðina, sjúkraþjálfara og aðra sérfræðinga, með aukin lífsgæði fólks innan veggja heimilisins að leiðarljósi. Markmið IKEA hefur ávallt verið að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta. Það á við alla einstaklinga með sérþarfir, allt frá börnum til aldraðra og alla þar á milli.

Kemur í verslanir í maí 2020.

Í þessari línu eru stuðningshlutir sem henta vel fyrir hreyfihamlaða.
Í þessari línu eru stuðningshlutir sem henta vel fyrir hreyfihamlaða.

IKEA og Ori taka höndum saman við hönnun ROGNAN, rafknúinna húsgagna fyrir lítil heimili

Borgir stækka á sama tíma og heimilin minnka og því vill IKEA stuðla að sveigjanlegri lausnum sem uppfylla stóra drauma fólks um lítil heimili. ROGNAN-línan eru rafknúin húsgögn sem unnin eru í samstarfi við fyrirtækið Ori. Þar sem markmið IKEA hefur alltaf verið að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta, varð IKEA að geta svarað þessari spurningu: Hvernig er hægt að hámarka nýtingu heimilisins án þess að takmarka virkni  drauma fólks um notalegt heimili?

Vörur í ROGNAN-línunni verða til sölu í Hong Kong og Japan árið 2020.

IKEA og Tom Dixon stuðla að sjálfbærari rækt á heimilinu

Að rækta plöntur og grænmeti er tilvalinn byrjunarreitur í átt að heilsusamlegri og sjálfbærari matarvenjum. Í samstarfi við heimsþekkta vöruhönnuðinn Tom Dixon vill IKEA hanna nýja vörur sem stuðla að ræktun í þéttbýli, bæði innan og utan veggja heimilisins.

Að búa til nýja og sjálfbærari leið við að framleiða og rækta matvæli er nauðsynlegt fyrir loftslag jarðar. IKEA og Tom Dixon tilkynntu um samstarf sitt í nóvember á síðasta ári og vildu sameina krafta sína við að hanna lausnir fyrir heimaræktun og leggja þannig sitt af mörkum við að minnka matarsóun og stuðla að heilbrigðari lífstíl. Annað markmið með vörunum er að auka áhuga á ræktun ásamt því að auka þekkingu, þá sérstaklega barna, á hvaðan matvælin koma.

Fyrstu vörur eru væntanlegar í verslanir IKEA árið 2021.

Tom Dixon og James Futhcer yfirmaður samstarfsins hjá IKEA.
Tom Dixon og James Futhcer yfirmaður samstarfsins hjá IKEA.

IKEA nýtir plast úr sjó í nýjar vörur

Í haust mætir MUSSELBLOMMA-línan í verslanir IKEA á Ítalíu og Spáni. Hún er hönnuð úr endurunnu plasti sem að hluta til var safnað saman af spænskum sjómönnum á Miðjarðarhafi.

Vörurnar telja poka, tvö púðaver og borðdúk og eru eftir spænska hönnuðinn Inma Bermúdez en hún sótti innblástur í hafið.

„Ég er stolt og glöð yfir því að vera hluti af þessu verkefni. Við vildum auka meðvitund fólks um plastmengunina í sjónum okkar. Við þurfum öll að taka ábyrgð á henni, á hverjum degi,“ segir Inma og bætir við:

„Við bjuggum til einfalt og nútímalegt mynstur með einföldum formum sem saman minna á fisk. Litir vöruúrvalsins minna á sjóinn, grænir og túrkísbláir litatónar tvinnaðir saman við ljósa kóralliti, sem gera mynstrið glaðlegt.“

Línan kemur í valdar verslanir víða um heim.

MUSSELBLOMMA-línan er hönnuð úr endurunnu plasti sem að hluta til …
MUSSELBLOMMA-línan er hönnuð úr endurunnu plasti sem að hluta til var safnað saman af spænskum sjómönnum á Miðjarðarhafi.

IKEA og Zandra Rhodes kanna möguleika mynsturs og lita

Litir og mynstur hafa í gegnum tíðina verið leiðir til að tjá stíl, færni og menningu. Notkun lita og mynsturs breytir strax útliti heimilisins og kemur skapinu í lag. IKEA hefur í samvinnu við hönnuðinn Zandra Rhodes kannað mynstur hjá mismunandi menningarheimum víðsvegar um heiminn og parað þau saman við heimilið og liti árstíðanna.

Zandra Rhodes var í hópi breskra nýbylgjuhönnuða áttunda áratugarins sem beindu sviðsljósi tískuheimsins að London. Hönnun hennar er talin vera frumleg og djörf en í senn smekkleg og kvenleg. 

Zandra Rhodes sagði frá samstarfi sínu á hönnunardögum IKEA í …
Zandra Rhodes sagði frá samstarfi sínu á hönnunardögum IKEA í Svíþjóð á dögunum.

GÅTFULL – IKEA og Saint Heron kanna hvað skiptir máli á nútímaheimilinu

Hugmyndin um heimili hefur aldrei breyst jafn hratt og hún gerir nú, sérstaklega í þéttbýli. Með GÅTFULL, væntanlegri línu frá IKEA og listahópnum Saint Heron, er innblásturinn frá tónlist, list, tísku, borgarmenningu, arkitektúr, hljóði og fagurfræði kannaður og nýttur til að hanna hagnýtan heimilisbúnað.

Saint Heron-listahópurinn var stofnaður af listakonunni Solange Knowles. Þetta er menningarsamfélag þar sem listamenn og handverksfólk kemur saman að hugmyndavinnu sem sprettur fram í fjölfaglegum lista- og hönnunarkúltúr. Þau vinna með fjölbreytt listform eins og höggmyndalist, keramik, tónlist, sjónlist og sviðslistir.

Línan verður kynnt nánar árið 2021. 

Saint Heron-listahópurinn var stofnaður af listakonunni Solange Knowles.
Saint Heron-listahópurinn var stofnaður af listakonunni Solange Knowles.

IKEA og LEGO Group kynna BYGGLEK

Leikur er mikilvægur börnum jafnt sem fullorðnum. IKEA í samvinnu við LEGO Group hefur hannað lausnir sem fá börn til að leika sér meira innan veggja heimilisins. Niðurstaða þessarar samvinnu er BYGGLEK.

Fyrir einu ári hófu IKEA og LEGO Group samstarf til að læra af þekkingu hvort annars og stuðla að samvinnu og sköpun, og þannig þróa nýjar lausnir til að auðvelda leik í hverju horni heimilisins. Rannsóknir frá IKEA og LEGO Group sýndu að börn vilja almennt leika sér meira með foreldrum sínum. Á sama tíma telja foreldrar að það sé börnum sínum nauðsynlegt að leika sér. Þrátt fyrir þetta er margt sem hindrar leik barna og fullorðinna, eins og langir vinnudagar eða heimalærdómur. Það takmarkar líka leik foreldra við börn að lítið rými finnst til þess á heimilinu.

Markmiðið er að sala á BYGGLEK hefjist árið 2020.

IKEA og Lego eru að þróa línu saman.
IKEA og Lego eru að þróa línu saman.

IKEA og Adidas gera hreyfingu heimavið auðveldari

Mörgum reynist erfitt að finna tíma fyrir hreyfingu og það geta ekki allir nýtt sér líkamsræktarstöðvar eða hafa nægt pláss fyrir hreyfingu á heimilinu. IKEA ætlar í samvinnu við Adidas að finna nýjar snjallar leiðir fyrir fólk sem vill hreyfa sig.

Fyrir einu ári stilltu IKEA og Adidas strengi sína saman og huguðu að því hver framtíð hreyfingar yrði innan veggja heimilisins og hvernig væri hægt að stuðla að heilbrigðari lífsstíl. Síðan þá hafa vöruhönnuðir og aðrir sérfræðingar frá báðum fyrirtækjum heimsótt heimili fólks í New York, Chicago, Shanghai og London til að skilja þá reynslu og hindranir sem fólk upplifir við æfingar heima í stofu.

Fyrstu vörurnar úr þessu samstarfi eru væntanlegar árið 2021.

Sarah Fager, hönnuður hjá IKEA, Michael Bui, yfirhönnuður hjá Adidas.
Sarah Fager, hönnuður hjá IKEA, Michael Bui, yfirhönnuður hjá Adidas.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál