Jónína og Gunnar selja húsið í Hveragerði

Gunnar Þorsteinsson og Jónína Benediktsdóttir.
Gunnar Þorsteinsson og Jónína Benediktsdóttir. mbl.is/Haraldur Guðjónsson

Detox-leiðtoginn Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson oft kenndur við Krossinn hafa ákveðið að setja hús sitt í Hveragerði á sölu. 

Hjónin ákváðu á dögunum að fara í sitthvora áttina eftir að hafa verið saman í meira en áratug.

Húsið stendur við Hraunbæ í Hveragerði og er rúmlega 173 fm að stærð. Húsið var byggt 2016 en eins og sést á myndunum er húsið glæsilegt að innan og utan. 

Af fasteignavef mbl.is: Hraunbær 14

mbl.is

Bloggað um fréttina