„Heimilið er mjög ótæknilegt“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Brynja Jónbjarnardóttir starfar sem markaðsráðgjafi hjá Hugsmiðjunni og sem fyrirsæta. Hún hefur búið víða og veit hvað gerir hús að góðu heimili. Þó að hún vinni sem markaðssérfræðingur hjá tæknifyrirtæki velur hún að hafa heimilið án mikillar tækni.

Hvað skiptir mestu máli tengt heimilinu að þínu mati?

„Þegar ég labba inn í íbúðina mína vil ég finna fyrir hlýju, góðum anda og góðri lykt.“

Hefur þú flutt oft?

„Ég bjó lengi erlendis. Í New York, París, Tókýó, London, Barselóna, Lissabon og Mílanó svo dæmi séu tekin. Svo ég flakkaði mikið á milli íbúða sem voru ekki alltaf í minni eigu. Þá fann ég mikið fyrir því að það vantaði upp á þessa heima tilfinningu þegar maður kom heim eftir langan dag. Einhvern veginn fannst manni maður aldrei vera kominn heim, þó að maður væri „heima“.

Á Íslandi bjó ég alltaf í sama húsi með foreldrum mínum, en eftir að ég flutti út hef ég búið í tveimur íbúðum. Bý í þeirri seinni núna.“

Hvað gerir þú þegar þú vilt gera heimilið fallegt?

„Ég kaupi blóm til að skreyta og kveiki á reykelsi. Þessa dagana er ég mikið með salvíu. Síðan kaupi ég mér kannski nýtt ilmkerti. Ég elska „dimmar“ lyktartegundir.“

Hvar er þinn uppáhaldsstaður heima?

„Stofan. Þegar ég flutti hingað ákvað ég að vera ekki með sjónvarp til að innrétta stofuna ekki út frá staðsetningu sjónvarps. Það gerir svo ótrúlega margt og gefur manni aðeins frjálsari hendur í því hvernig hún er uppsett. “

En í vinnunni?

„Staður sem er nefndur „Sófahornið“. Þar er mjög bjart og þar eru þægilegir sófar. Þessi staður er rétt hjá kaffivélinni.“

Hvað gerir Hugsmiðjuna að góðum vinnustað, þ.e. húsið?

„Það er mjög bjart þar inni og stór rými sem hægt er nýta sér til að vinna í meira næði.“

Er góður andi í vinnunni?

„Það er yndislegur andi í vinnunni. Frábært fólk og skemmtilegur vinnustaður. Við tökum reglulega Wim Hof-öndunaræfingar í sófahorninu og kíkjum svo í hópferð í kalda pottinn í Sundhöllinni. Það gerir alla mjög slaka og létta.“

Ertu með mikla tækni heima?

„Heimilið mitt er mjög ótæknilegt – eina tækið er „router“ og lítill „bluetooth“-hátalari. En það er einmitt það sem gerir íbúðina mína að heimili – það er ekkert stress!“

Hefur þú meiri tíma heima þar sem vinnustundir í Hugsmiðjunni eru færri en venjubundnir 8 tímar?

„Já, algjörlega. Ég hef miklu meiri orku, bæði í vinnunni og þegar heim er komið og get sinnt áhugamálum mínum betur. Meiri tími í að stússast, elda og hitta vini.“

Áttu gott ráð fyrir fólk tengt því að raða inn í skápa?

„Ég mæli ekki með að leita til mín til að fá ráð við slíku.“

Hvað keyptir þú þér síðast heim?

„Fallegan grænan hægindastól og djassplakat sem segir It‘s all about the jazz!“

En í fataskápinn?

„Rauð/appelsínugulan sumarkjól.“

Hvernig er að vera ung viðskiptakona á uppleið í dag?

„Ég vinn á vinnustað þar sem konur eru í meirihluta í stjórnunarstöðum og eru allar undir fertugu. Þær hafa hjálpað mér að hafa trú á sjálfri mér og að standa með mínum ákvörðunum sem tengjast vinnunni minni. Ég er einnig formaður Hagsmunafélags kvenna í hagfræði og það hefur veitt mér innblástur að umgangast svo margar öflugar konur. Þetta tvennt hefur gefið mér mikla trú á að það sem ég vil gera og get ég gert.“

Áttu fasteign/íbúð sjálf?

„Nei, ég er á leigumarkaðnum.“

Þar sem þú sérhæfir þig í markaðsmálum, ertu með góða nýja hugmynd sem gæti verið áhugaverð til að selja fasteign á öðruvísi hátt?

„Ég er með fullt af góðum hugmyndum en þær eru ekki ókeypis.“

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál