„Heimilið er mjög ótæknilegt“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Brynja Jónbjarnardóttir starfar sem markaðsráðgjafi hjá Hugsmiðjunni og sem fyrirsæta. Hún hefur búið víða og veit hvað gerir hús að góðu heimili. Þó að hún vinni sem markaðssérfræðingur hjá tæknifyrirtæki velur hún að hafa heimilið án mikillar tækni.

Hvað skiptir mestu máli tengt heimilinu að þínu mati?

„Þegar ég labba inn í íbúðina mína vil ég finna fyrir hlýju, góðum anda og góðri lykt.“

Hefur þú flutt oft?

„Ég bjó lengi erlendis. Í New York, París, Tókýó, London, Barselóna, Lissabon og Mílanó svo dæmi séu tekin. Svo ég flakkaði mikið á milli íbúða sem voru ekki alltaf í minni eigu. Þá fann ég mikið fyrir því að það vantaði upp á þessa heima tilfinningu þegar maður kom heim eftir langan dag. Einhvern veginn fannst manni maður aldrei vera kominn heim, þó að maður væri „heima“.

Á Íslandi bjó ég alltaf í sama húsi með foreldrum mínum, en eftir að ég flutti út hef ég búið í tveimur íbúðum. Bý í þeirri seinni núna.“

Hvað gerir þú þegar þú vilt gera heimilið fallegt?

„Ég kaupi blóm til að skreyta og kveiki á reykelsi. Þessa dagana er ég mikið með salvíu. Síðan kaupi ég mér kannski nýtt ilmkerti. Ég elska „dimmar“ lyktartegundir.“

Hvar er þinn uppáhaldsstaður heima?

„Stofan. Þegar ég flutti hingað ákvað ég að vera ekki með sjónvarp til að innrétta stofuna ekki út frá staðsetningu sjónvarps. Það gerir svo ótrúlega margt og gefur manni aðeins frjálsari hendur í því hvernig hún er uppsett. “

En í vinnunni?

„Staður sem er nefndur „Sófahornið“. Þar er mjög bjart og þar eru þægilegir sófar. Þessi staður er rétt hjá kaffivélinni.“

Hvað gerir Hugsmiðjuna að góðum vinnustað, þ.e. húsið?

„Það er mjög bjart þar inni og stór rými sem hægt er nýta sér til að vinna í meira næði.“

Er góður andi í vinnunni?

„Það er yndislegur andi í vinnunni. Frábært fólk og skemmtilegur vinnustaður. Við tökum reglulega Wim Hof-öndunaræfingar í sófahorninu og kíkjum svo í hópferð í kalda pottinn í Sundhöllinni. Það gerir alla mjög slaka og létta.“

Ertu með mikla tækni heima?

„Heimilið mitt er mjög ótæknilegt – eina tækið er „router“ og lítill „bluetooth“-hátalari. En það er einmitt það sem gerir íbúðina mína að heimili – það er ekkert stress!“

Hefur þú meiri tíma heima þar sem vinnustundir í Hugsmiðjunni eru færri en venjubundnir 8 tímar?

„Já, algjörlega. Ég hef miklu meiri orku, bæði í vinnunni og þegar heim er komið og get sinnt áhugamálum mínum betur. Meiri tími í að stússast, elda og hitta vini.“

Áttu gott ráð fyrir fólk tengt því að raða inn í skápa?

„Ég mæli ekki með að leita til mín til að fá ráð við slíku.“

Hvað keyptir þú þér síðast heim?

„Fallegan grænan hægindastól og djassplakat sem segir It‘s all about the jazz!“

En í fataskápinn?

„Rauð/appelsínugulan sumarkjól.“

Hvernig er að vera ung viðskiptakona á uppleið í dag?

„Ég vinn á vinnustað þar sem konur eru í meirihluta í stjórnunarstöðum og eru allar undir fertugu. Þær hafa hjálpað mér að hafa trú á sjálfri mér og að standa með mínum ákvörðunum sem tengjast vinnunni minni. Ég er einnig formaður Hagsmunafélags kvenna í hagfræði og það hefur veitt mér innblástur að umgangast svo margar öflugar konur. Þetta tvennt hefur gefið mér mikla trú á að það sem ég vil gera og get ég gert.“

Áttu fasteign/íbúð sjálf?

„Nei, ég er á leigumarkaðnum.“

Þar sem þú sérhæfir þig í markaðsmálum, ertu með góða nýja hugmynd sem gæti verið áhugaverð til að selja fasteign á öðruvísi hátt?

„Ég er með fullt af góðum hugmyndum en þær eru ekki ókeypis.“

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Algengustu kynlífsfantasíurnar

21:30 Ansi marga dreymir um að hrista upp í hlutunum í svefnherberginu. Hér eru sjö algengustu kynlífsfantasíur sem fólk hefur.  Meira »

Klæðir sig eins og prinsessa

19:00 Jana Aasland er vinsæl um þessar mundir og klæðir sig í anda prinsessu þar sem stórar ermar eru í fyrirrúmi og strigaskór svo eitthvað sé nefnt. Meira »

Frosti og Helga Gabríela mættu saman

14:00 Frosti Logason og Helga Gabríela voru í góðum gír á myndlistarsýningu Ella Egilssonar í NORR11 á föstudaginn.   Meira »

Sex ára afmælisprins styður England

11:30 „Prins Georg á afmæli í dag, en sem elsta barn Vilhjálms og Katrínar, hertogahjónanna af Cambridge, er hann þriðji í erfðaröðinni að bresku krúnunni,“ skrifar Guðný Ósk Lax­dal, konunglegur sérfræðingur Smartlands. Meira »

Blómapottar geta létt lífið

09:00 Mörgum þykir þægilegra að vinna með plöntur í blómapottum frekar en í beðum, en Margrét Ása í Blómavali segir áríðandi að ganga þá rétt frá pottunum. Meira »

Þetta er kalt í heimilistískunni

05:00 Myndaveggir og að hafa allt í sama stílnum er að detta úr tísku. Fólk er hvatt til þess að hafa heimilin lífleg og fjölbreytt eins og lífið sjálft. Meira »

Er vesen í svefnherberginu?

í gær Ef slæmur svefn er að hafa áhrif á kynlífið gæti lausnin verið að sofa hvort í sínu rúminu.  Meira »

Gott grill breytir stemningunni í sólinni

í gær Vönduð þjónusta og góður varahlutalager skiptir kaupendur æ meira máli við val á grilli. Einar Long segir hvorki gott fyrir jörðina né veskið að ætla að endurnýja heimilisgrillið með nokkurra ára millibili. Meira »

Húsgagnalína í anda Friends

í gær Húsgagnatískan hefur breyst töluvert síðan 2004, árið sem síðasti Friends-þátturinn fór í loftið. Nú geta þó æstir aðdáendur Friends-þáttanna keypt húsgögn og aðra heimilismuni sem eru innblásnir af því sem sást í þáttunum. Meira »

Finnst róandi að mála sig

í gær Helga Sæunn Þorkelsdóttir förðunarfræðingur fékk snemma áhuga á snyrtivörum og hefur áhuginn og færnin bara aukist með árunum. Smartland fékk að kíkja í snyrtibuddu Helgu. Meira »

Frægasta peysa Díönu var ræktarpeysan

í gær Frægasta peysa Díönu prinsessu seldist fyrir metfjárhæð. Díana klæddist peysunni alltaf þegar hún fór í ræktina.   Meira »

Ótrú unnustanum og hætti við brúðkaupið

20.7. „Eftir að hafa dreymt hann mánuðum saman stundaði ég kynlíf með stjörnunni í badmintonliðinu okkar. Ég hætti við brúðkaup vegna hans en nú er ég með áhyggjur yfir því að ég hafi farið frá góðum manni vegna drauma.“ Meira »

Blómstrandi tré eru málið núna

20.7. Sigríður Helga Sigurðardóttir, eigandi Gróðrarstöðvarinnar Markar, segir að fólk hafi mikinn áhuga á berja- og ávaxtatrjám. Hún segir líka að það færist í vöxt að fólk rækti krydd og salat í garðinum sínum. Meira »

Kylie í notuðum fötum

20.7. Í sumarfríi sínu í Karíbahafi hefur Kylie Jenner klæðst sundfötum sem eru þremur árum eldri en hún sjálf, og sundbol og leggings sem eru sex árum eldri en hún. Meira »

Rut Kára hannaði fantaflotta þakíbúð

20.7. Þakíbúðin í Garðabæ hefur allt það sem góð þakíbúð þarf að bera, góða lofthæð, stóra partýstofu og þaksvalir með heitum potti. Meira »

Í sömu skónum í fjórða sinn í sumar

20.7. Katrín hertogaynja af Cambridge kann að velja skó við öll tilefni. Þessir skór passa svo sannarlega við hvaða tilefni sem er, enda hefur hún verið í þeim á fjórum viðburðum í sumar. Meira »

Einfalt ráð fyrir betra kynlíf

19.7. Þetta ráð er kannski ekki það kynþokkafyllsta, en það gæti virkað fyrir marga.  Meira »

Sápublöndur í staðinn fyrir skordýraeitur

19.7. Með góðu skipulagi og réttu vali á plöntum þarf ekki að útheimta svo mikla vinnu að halda garðinum fínum og fallegum. Margir rækta matjurtir og uppskera ríkulega eftir sumarið. Meira »

Hressasta kona landsins bauð í partý

19.7. Partýdrottningin Dröfn Ösp Snorradóttir sem búsett er í LA hélt partý á staðnum 10 sopum um síðustu helgi. Margt hresst fólk var saman komið enda aldrei lognmolla í kringum Dröfn eða DD Unit eins og hún er stundum kölluð. Meira »

Höll Víðishjóna föl fyrir 165 milljónir

19.7. Við Valhúsabraut á Seltjarnarnesi stendur einstakt 254,7 fermetra einbýlishús. Ásett verð er 165 milljónir sem gerir húsið eitt af dýrari einbýlishúsum á fasteignamarkaðnum í dag. Meira »

Athyglisbrestur: Hvað er hægt að gera?

19.7. ADD, hver eru næstu skref og hvað er hægt að gera sjálfur? Þessum spurningum reynir Þórey Krist­ín Þóris­dótt­ir, klín­ísk­ur sál­fræðing­ur og markþjálfi, að svara í sínum nýjasta pistli. Meira »