„Gróðurinn dregur mann til sín“

Garðurinn hennar Sjafnar er ákaflega fallegur og vel hirtur.
Garðurinn hennar Sjafnar er ákaflega fallegur og vel hirtur.

Garðurinn hennar Sjafnar Hjálmarsdóttur þykir bera af enda mjög vel um hann hugsað. Hún segir samt ekki þurfa að hafa mikið fyrir plöntunum í dag.

Í fallegu og grónu hverfi í Garðabænum hefur Sjöfn Hjálmarsdóttir hlúð samviskusamlega að garðinum sínum í rúma þrjá áratugi. Útkoman er afskaplega gróinn og notalegur garður þar sem hver planta fær að njóta sín, og ekki skrítið að Sjöfn skyldi hljóta sérsaka viðurkenningu frá umhverfisnefnd bæjarins árið 2016 fyrir glæsilegan garð.

Sjöfn og maður hennar Sigurjón byggðu sér einbýlishús á 9. áratugnum í því sem þá var nýtt hverfi austarlega í Garðabæ. Þau fluttu inn árið 1987 og sá Sjöfn strax að það gæti orðið áskorun að gera garðinn fallegan. „Aðalhöfuðverkurinn var að húsið stendur efst í holti og töluverður halli er á vesturhluta lóðarinnar,“ segir hún.

Varð úr að fá Pétur Jónsson landslagsarkitekt til að hanna lóðina og garðyrkjumann til að ganga frá garðinum í megindráttum. „Hvað brekkuna snerti vissum við að þar myndum við vilja hafa viðhaldið sem minnst og byrjaði ég á að setja þar niður pínulítil grenitré og reiknaði ekki með nema að sum þeirra myndu lifa af. En svo héldu trén öll áfram að vaxa og breiða úr sér, og höfum við þurft að grisja brekkuna af og til svo að þau tré sem stæðu eftir hefðu meira vaxtarrými. Nú sér brekkan um sig sjálf að mestu leyti, eins og hugsunin var í upphafi,“ útskýrir Sjöfn.

Fyrri hluta dags nýtur sólar vel við framanvert húsið og sitja þau hjón gjarnan þar og njóta kaffibolla og fuglasöngs. Sunnanvert við húsið hefur svo verið sælureitur fjölskyldunnar í gegnum árin. Á sínum tíma var sett niður röð af öspum til að skapa skjól fyrir annan gróður. Þær voru síðan fjarlægðar þegar þær höfðu þjónað þeim tilgangi og segir Sjöfn að í dag sé hverfið orðið mjög gróið og skjólsælt.

Gróður skapar hlýleika í garðinum á móti hellum og tréverki.
Gróður skapar hlýleika í garðinum á móti hellum og tréverki.

Telur ekki stundirnar sem hún ver í garðinum

Sjöfn segir að í dag þurfi gróðurinn í garðinum ekki svo mikla aðhlynningu. Plönturnar séu orðnar stórar og með góð rótarkerfi svo að vökvun og næringargjöf er nánast orðin óþörf. Þarf Sjöfn aðallega að huga að því að arfi nái ekki að lauma sér inn í garðinn. „Með aldrinum hefur okkur þótt ágætt að hafa garðinn þannig að við komumst vel yfir hann. Annars finnst mér garðyrkjan svo skemmtileg að ég hef ekki verið að spá mikið í því hvað hún tekur mikinn tíma. Ég hef gaman af að vera úti í garði annað slagið eitthvað að rótast í moldinni. Ætli þetta sé ekki eins og hjá þeim sem stunda golf; þeir eru ekki að telja hversu oft þeir eru úti á golfvellinum. Ef maður hefur gaman af þessu þá einfaldlega dregur gróðurinn mann til sín.“

Sjöfn fær garðyrkjumenn til að snyrta runna og klippa greinar eftir þörfum snemma vors. „Á hverju vori sópa ég stéttarnar vandlega, hreinsa á milli hellna og sanda yfir, og felast garðverkin að öðru leyti í einföldu viðhaldi þar sem ég fer út með hrífuna annað slagið og plokka í burtu óboðna gesti,“ segir Sjöfn og svarar að eina „trixið“ sem hún beiti sé að bera kalk á grasflötina af og til svo að mosinn eigi erfiðara með að gróa þar.

Gaman er að segja frá því að í seinni tíð hefur Sigurjón smitast ögn af garðyrkjuáhuga konu sinnar. „Garðurinn hefur eiginlega verið barnið mitt og Sigurjón haft önnur áhugamál, en á seinni árum hefur hann komið meira inn í myndina. Er nú svo komið að hann er hreinlega orðinn mjög duglegur í garðverkunum og mikið gagn að honum,“ segir Sjöfn glettin.

Sjöfn fékk viðurkenningu fyrir fallegasta garðinn.
Sjöfn fékk viðurkenningu fyrir fallegasta garðinn.
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Höll Víðishjóna föl fyrir 165 milljónir

09:45 Við Valhúsabraut á Seltjarnarnesi stendur einstakt 254,7 fermetra einbýlishús. Ásett verð er 165 milljónir sem gerir húsið eitt af dýrari einbýlishúsum á fasteignamarkaðnum í dag. Meira »

Athyglisbrestur: Hvað er hægt að gera?

05:00 ADD, hver eru næstu skref og hvað er hægt að gera sjálfur? Þessum spurningum reynir Þórey Krist­ín Þóris­dótt­ir, klín­ísk­ur sál­fræðing­ur og markþjálfi, að svara í sínum nýjasta pistli. Meira »

8 leiðir til að gera kynlífið í sumar betra

Í gær, 22:29 Flest pör stunda betra og meira kynlíf í fríinu. Svona ferðu að því að gera kynlífið í sumarfríinu enn betra.   Meira »

Álagið á okkar ferðatöskur miklu meira

Í gær, 17:00 María Maríusdóttir hefur áratuga reynslu af sölu á ferðatöskum. Hún er eigandi verslunarinnar Drangey og segir að Íslendingar séu um margt ólíkir öðrum þjóðum þegar kemur að ferðalögum. Hún segir ferðatöskur segja mikið til um ferðalanginn. Meira »

Tennisdrottning undir japönskum áhrifum

Í gær, 14:00 Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova á einstaklega fallegt hús í Kaliforníu. Einfaldur stíll ræður ríkjum á heimavelli Sharapovu. Meira »

Mamma mikil tískufyrirmynd

í gær Arkitektaneminn Aþena Aradóttir er með fallegan og klassískan fatastíl eins og kom í ljós þegar Smartland fékk að kíkja í fataskápinn hennar. Aþena starfar sem flugfreyja á sumrin en mun hefja nám á lokaári í arkitektúr í Listaháskóla Íslands í haust. Meira »

Fáðu mjaðmir eins og Halle Berry

í gær Leikkonan Halle Berry er dugleg í ræktinni en hún gleymir ekki að teygja á.   Meira »

Hvernig er kynlíf í hjónabandi?

í fyrradag Ekkert hjónaband er eins og því er ekkert kynlíf eins. Fólk á þó oft meira sameiginlegt en það telur sig eiga.  Meira »

Sokkaráð sem breytir lífi þínu

í fyrradag Það getur verið pirrandi að vera búinn að velja skó en finna svo ekki réttu sokkana til að vera í innanundir. Þetta ráð útrýmir þeim höfuðverk. Meira »

Hönnun Rutar Kára breytir öllu

í fyrradag Einn eft­ir­sótt­asti inn­an­húss­arki­tekt lands­ins, Rut Kára­dótt­ir, á heiður­inn af inn­rétt­ing­um í þessari fimm herbergja íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Meira »

Þetta gerir Gabrielle Union í ræktinni

17.7. Leikkonan og Americas Got Talent dómarinn Gabrielle Union heldur sér í formi með þessum æfingum.  Meira »

Við ætlum að verða gömul hérna

17.7. Erna Geirlaug Árnadóttir innanhússarkitekt hefur alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og tísku.  Meira »

Lótus-stellingin: fyrir þá sem vilja mikla nánd

16.7. Ef þú ert búinn að fara í nokkra jógatíma upp á síðkastið ættirðu að prófa lótus-stellinguna með maka þínum.   Meira »

Ræktarráð frá stjörnuþjálfurum

16.7. Stjörnuþjálfararnir vita hvað þeir syngja hvað varðar ræktina. Hver og einn þjálfari hefur þó mismunandi áherslur og ekki er víst að öll ráð henti einum. Meira »

Flest pör kynnast á netinu

16.7. Í fyrsta skipti kynnast flest pör í gegnum netið. Færri kynnast í gegnum sameignlega vini eða fjölskyldu.  Meira »

Þessar eru ekki lengur á lausu

16.7. Það hefur greinilega borgað sig fyrir þessar íslensku konur að vera á lista Smartlands yfir eftirsóknarverðustu einhleypu konur landsins í gegnum árin, því margar hverjar eru þær komnar í samband. Meira »

Svona færðu kraftmeira og stærra hár

16.7. Að vera með stórt og mikið hár er oft eftirsóknarvert hjá kvenpeningnum. Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni Smartlands á það til að vera í veseni með hárið á sér en eftir að Baldur Rafn Gylfason eigandi bpro fór mjúkum höndum um hár hennar varð hún eins og konungborin. Ekki veitir af þar sem Lilja Ósk er nýlega komin í lausagang eins og frægt er orðið. Meira »

Kúrkoddinn sem bjargar samböndum

15.7. Það er notalegt að liggja á hliðinni upp við hlið maka síns og „spúna“ eins og það er stundum kallað. Ekki eru allir sem endast lengi í stellingunni eða hvað þá sofa heila nótt þannig enda getur stellingin reynst óþægileg. Meira »

10 ráð til að vernda heilsuna

15.7. „Þessi 10 ráð til að vernda heilsuna geta komið sér vel. Þau eru einföld uppskrift að heilsuvernd sem ætti að henta öllum, einkum og sér í lagi þeim sem vilja njóta góðra lífsgæða út ævina,“ skrifar Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli. Meira »

Plástur með gimsteinum reddaði dressinu

15.7. Busy Philipps hruflaði á sér hnéð skömmu fyrir viðburð en stílistinn hennar lét útbúa plástur með gimsteinum svo þær þyrftu ekki að velja nýtt dress. Meira »

Íslenska Kúlan í erlendu pressunni

15.7. Bryndís Bolladóttir hönnuður hannaði Kúluna á árunum 2010-2012 en nú er hún farin að vekja heimsathygli. Á dögunum var fjallað um hana í tímaritinu An Interior. Bryndís segir að Kúlan sé ekki bara falleg heldur bæti hún hljóðvist á heimilum og á vinnustöðum. Meira »