Svona býr Bergþóra Guðnadóttir

Bergþóra Guðnadóttir hönnuður vinnur vanalega á morgnana heima þar sem hún er með góða aðstöðu í fallegu rými. Hún er mikill fagurkeri og hefur starfað við hönnun lengi. Hún er annar eigandi hönnunarfyrirtækisins Farmers Market – Iceland.

Þessa dagana er hún að ganga frá síðustu lausu endunum í tengslum við framleiðslu á þeim vörum sem eiga að líta dagsins ljós síðar á þessu ári auk þess að vera að hanna nýjar vörur fyrir sérverkefni sem hún er að vinna að. „Svo er það auðvitað alls kyns stúss varðandi daglegan rekstur á tveimur verslunum okkar í Reykjavík sem við köllum Farmers & Friends.“

Nú veit ég að þú vinnur stundum heima á morgnana – hvar þá helst og hvernig nýtist heimilið til þess?

„Þegar maður er atvinnurekandi verða skilin milli vinnu og frítíma oft ansi óljós. Dagurinn minn byrjar því oft snemma og endar seint. Við Jóel maðurinn minn byrjum reyndar bæði alla morgna heima. Hann æfir sig á hljóðfærin sín eða skrifar tónlist í kjallaranum því hann starfar sem tónlistarmaður samhliða því að vera framkvæmdastjóri Farmers Market. Ég er yfirleitt á meðan að svara alls kyns tölvupóstum sem varða framleiðsluna okkar eða svara hinum ýmsu fyrirspurnum sem mér berast.“

Bergþóra Guðnadóttir hönnuður vinnur vanalega á morgnana heima þar sem …
Bergþóra Guðnadóttir hönnuður vinnur vanalega á morgnana heima þar sem hún er með góða aðstöðu í fallegu rými. Rax / Ragnar Axelsson

Að umhverfið veiti manni innblástur

Hvaða áhrif hefur það á heimilið fagurfræðilega að starfa sem hönnuður?

„Það er lykilatriði að umhverfið veiti manni innblástur, þannig að heimilið þarf að vera í takt við það sem býr innra með manni.“

Hvað gerir heimillið að góðum griðastað að þínu mati? „Fyrir utan það augljósa sem eru þeir sem manni þykir vænst um þá myndi ég segja plöntur, myndlist, fallegir hlutir og bækur. Svo er gott og „funksjónal“ eldhús sem er hjartað í húsinu auk borðstofuborðsins okkar þar sem við eyðum líklega mestum tíma okkar við.“

Bergþóra segir að tímabilið sem þau eru á núna með fyrirtækið sé gott, það sé nú komið á táningsár og s í hæfilega rólegum vexti samhliða því sem vörulínan stækkar.

„Við erum líkt og undanfarin 14 ár að vinna að því að hanna fatnað og fylgihluti þar sem aðaláherslan er á sjálfbærni, náttúruleg og endurnýjanleg hráefni. Framleiðsluferlarnir eru stöðugt að slípast og við erum komin með býsna öflugan hóp samstarfsaðila þar sem við leggjum áherslu á að vinna með fólki og fyrirtækjum þar sem starfshættir eru eins og best verður á kosið.

Það sem er sérstaklega ánægjulegt er sú mikla vitundarvakning sem nú á sér stað varðandi sjálfbærni og umhverfismál og allt í einu er enginn maður með mönnum nema að hoppa á þann vagn, sem er auðvitað frábært. Þetta gerir það líka að verkum að núna er miklu auðveldara fyrir okkur að nálgast hráefni sem uppfylla okkar kröfur en var fyrir örfáum árum.“

Bergþóra Guðnadóttir hönnuður vinnur vanalega á morgnana heima þar sem …
Bergþóra Guðnadóttir hönnuður vinnur vanalega á morgnana heima þar sem hún er með góða aðstöðu í fallegu rými. Rax / Ragnar Axelsson

Hugar að sjálfbærni heima

Hvernig erum við umhverfisvæn heima?

„Við höfum í mörg ár flokkað það sem hægt er að flokka, plast, pappír og málma fyrir utan auðvitað að nota bara fjölnota poka. Þegar ég byrjaði fyrst að nota fjölnota poka við matarinnkaupin fyrir svona 15-20 árum var maður nánast litinn hornauga, en sem betur fer hefur það nú breyst. Það er hins vegar alltof mikið af plasti sem fellur til hjá okkur þó að við séum mjög meðvituð um að reyna að sniðganga það. Mér finnst mjög mikill óþarfi að hver einasta gúrka þurfi að vera pökkuð í plast sem fer síðan beina leið í endurvinnslutunnuna. Svo er mér afskaplega illa við matarsóun og er þó áð ég segi sjálf frá ansi lunkin í að búa til ljómandi fínan mat úr afgöngum fyrir utan að mér finnst það mjög gaman líka.“

Hvernig kemur tískuvitund helst fram heima?

„Mér finnst óskaplega gaman að raða hlutum, bókum og all skonar dóti eftir litum, áferðum og stemningu, sem er í raun ekki ólíkt því hvernig ég vinn þegar ég hanna fatalínu.

Svo elska ég að hafa listaverka-, hönnunar- og fallegar matreiðslubækur í kringum mig þannig að maður geti gripið í þær og fengið sér smá næringu og innblástur.“

Umhverfismál mál málanna

Hvað verður í tísku á næstunni?

„Umhverfismál verða áfram mál málanna og tískan fylgir með.“

En þegar kemur að heimilinu?

„Ég hef alltaf verið hrifin af því að blanda saman gömlu og nýju, klassík og krydda svo með einhverju óvenjulegu.“

Hvað ættu konur aldrei að gera tengt fataskápnum sínum?

„Að mínu mati er ekki vænlegt að kaupa mikið af ódýrum flíkum sem maður fer sjaldan í eða verður fljótt leiður á.“

Hvað mælir þú með að gera?

„Ég mæli með því að vanda valið, velja sér fjölnota flíkur sem hægt er að dressa upp eða niður þannig að notagildið verði meira.

Svo er gott að eiga smávegis úrval af góðum og vönduðum skóm og fylgihlutum fyrir ólík tilefni.“

Bergþóra Guðnadóttir hönnuður vinnur vanalega á morgnana heima þar sem …
Bergþóra Guðnadóttir hönnuður vinnur vanalega á morgnana heima þar sem hún er með góða aðstöðu í fallegu rými. Rax / Ragnar Axelsson
Bergþóra Guðnadóttir hönnuður vinnur vanalega á morgnana heima þar sem …
Bergþóra Guðnadóttir hönnuður vinnur vanalega á morgnana heima þar sem hún er með góða aðstöðu í fallegu rými. Rax / Ragnar Axelsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál