Ódýrt og svalt gólfefni sem má setja á veggi

Spónaparket er ódýrt og fallegt efni sem hægt er að ...
Spónaparket er ódýrt og fallegt efni sem hægt er að leika sér mikið með. Hér er til dæmis búið að setja það á loft og á gólf. mbl.is/AFP

Spónaparket var vinsælt gólfefni á níunda og tíunda áratug síðustu aldar en með tilkomu plastparketsins hvarf það úr íslenskum verslunum. OSB-plötur, sem unnar eru á svipaðan hátt, eru þó enn fáanlegar hér á landi og með góðum vilja og vinnu má vel nýta þær sem gólfefni, á veggi og fleira. 

Húseigendur sem eru að leita að ódýru gólfefni en hugnast ekki hefðbundið plastparket ættu að íhuga að líma OSB-plötur á gólfið og endurvekja þannig gömlu góðu spónaparketsstemminguna. Margir muna vel eftir íslenska spónaparketinu sem framleitt var hér á landi á níunda og tíunda áratug síðustu aldar en víða í eldri sumarhúsum má enn sjá það á gólfum. Spónaparketið hafði skemmtilegan karakter því útlit þess var mjög lifandi og óhreinindi og skemmdist sáust ekki vel á því. Með því að nota lakkaðar OSB-plötur á gólfið má ná fram svipuðum áhrifum.

Samanborið við plastparket þá er kostnaðurinn líklega svipaður þegar allt er talið með. OSB-plöturnar hafa þó ýmsa kosti fram yfir fljótandi parket. Vinnan við undirlagið er til að mynda minni, það er hægt að leggja efnið á gólf sem ekki er rétt af, gólflistar eru ekki nauðsynlegir og auðvelt er að fella efnið að óreglulegum línum. Fyrir hóflega upphæð er útkoman heiðarlegt gólfefni sem ekki er að þykjast vera neitt annað en það er. Gólfefni með karakter úr hlýlegum ekta við sem hægt er að pússa upp þegar það er orðið tuskulegt.

Hvað er OSB?

OSB (Oriented Strand Board) er byggingarefni sem minnir á eitthvað á milli spónaplötu og krossviðar. Það er búið til úr grófum tréspæni sem pressaður er saman í plötur. Oftast eru mismunandi gerðir af spæni notaðar í plöturnar sem gefur skemmtilegt útlit því spónræmur í mismunandi litatónum liggja þvers og kruss í efninu. Plöturnar eru til í mismunandi þykktum en 9 og 12 millimetra plötur eru algengastar og algengasta plötustærðin er 120x250 eða þar um kring. Efnið er til að mynda notað í klæðningar, sem innra lag í tvöfaldri klæðningu á millivegg eða í burðarvirki gólfs og þaks. Fyrir áhugasama má benda á að á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er að finna ágætis upplýsingarrit um efnið skrifað af Jóni Sigurjónssyni en hægt er að hlaða því rafrænt niður gegn greiðslu.

OSB-gólf í þremur skrefum

Það fer eftir því hversu stórt rýmið er og hvernig undirlagið er hvort hægt er að leggja plötunar niður í heilu lagi eða hvort hentugra er að búta þær niður í smærri einingar. Undirlagið í stóru rými þarf að vera tiltölulega slétt ef leggja á plöturnar niður heilar, annars er hætta á því að þær séu á lofti. Ef gólfið er ekki alveg jafnt er betra að skera plöturnar niður í renninga í nokkrum stærðum, til dæmis í 60 og 40 cm breiddir.

Hreinsa þarf gólfið áður en hafist er handa og gott er að rykbinda með umferð af akrýlgrunni. Dregin er lína í rýminu og unnið út frá henni. Hægt er að byrja að leggja hvar sem er út frá línunni. Parketlím er dregið á lítinn flöt í einu með tenntum spaða og renningarnir lagðir niður. Notið flísaklossa til að mynda fallega fúgurönd á milli renninga. Ef sleppa á við gólflista þarf að fella efnið alveg að veggjum.

Þar sem gólfið hallar sitt á hvað er nauðsynlegt að setja eitthvað þungt ofan á renningana til þess að þeir límist örugglega niður. Betra er að nota 9mm þykkar plötur heldur en 12 mm ef gólfið er ójafnt því það er auðveldara að móta þynnra efni. Ef undirlagið er gróft þá fer meira af lími. Þegar plöturnar eru komnar á allt gólfið er fúgað með akrýlkítti. Gott er að nota málningarlímband til þess að fá góðar línur, ekki nema viðkomandi sé þeim mun vanari með kíttissprautuna. Þegar kíttið er þornað er endað á að lakka yfir. Pólíúritan-lakk er slitsterkara en akrýllakk en það er líka dýrara. Þar sem yfirborðð er gljúpt þarf gott magn af lakki í fyrstu umferð en minna í þá seinni. Áður en byrjað er að lakka þarf að strjúka létt yfir með sandpappír nr. 120 til að tryggja viðloðun.

Hér sést hvernig spónaparket var notað á gólf í Hlíðunum ...
Hér sést hvernig spónaparket var notað á gólf í Hlíðunum í Reykjavík.
Hér er Matthías Kristjánsson að mæla spónaparketið áður en það ...
Hér er Matthías Kristjánsson að mæla spónaparketið áður en það fór á gólfið.
Spónaparketið er límt niður og svo er kíttað á milli.
Spónaparketið er límt niður og svo er kíttað á milli.
Gott er að setja hellur eða eitthvað annað þungt ofan ...
Gott er að setja hellur eða eitthvað annað þungt ofan á svo spónaparketið límist nógu vel niður.
Hér er búið að líma meðfram til þess að fúgan ...
Hér er búið að líma meðfram til þess að fúgan sem sett er á milli smiti ekki í spónaparketið.
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Áhuginn kviknaði í Noregi

10:00 Á Ísafirði hefur verið starfræktur svokallaður félagslandbúnaður í nokkur ár undir heitinu Gróandi en stofnandi félagsins, Hildur Dagbjört Arnardóttir, er mikil talskona umhverfisverndar og sjálfbærrar ræktunar hvers konar. Meira »

Fallegasta brúður í heimi?

05:00 Gigi Gorgeous gekk upp að altarinu nýverið og er að mati margra ein fallegasta brúður sem sögur fara af. Olíu-erfinginn Nats Getty virtist missa andann við að sjá tilvonandi eiginkonu sína ganga að altarinu. Meira »

Algengustu kynlífsfantasíurnar

Í gær, 21:30 Ansi marga dreymir um að hrista upp í hlutunum í svefnherberginu. Hér eru sjö algengustu kynlífsfantasíur sem fólk hefur.  Meira »

Klæðir sig eins og prinsessa

Í gær, 19:00 Jana Aasland er vinsæl um þessar mundir og klæðir sig í anda prinsessu þar sem stórar ermar eru í fyrirrúmi og strigaskór svo eitthvað sé nefnt. Meira »

Frosti og Helga Gabríela mættu saman

Í gær, 14:00 Frosti Logason og Helga Gabríela voru í góðum gír á myndlistarsýningu Ella Egilssonar í NORR11 á föstudaginn.   Meira »

Sex ára afmælisprins styður England

í gær „Prins Georg á afmæli í dag, en sem elsta barn Vilhjálms og Katrínar, hertogahjónanna af Cambridge, er hann þriðji í erfðaröðinni að bresku krúnunni,“ skrifar Guðný Ósk Lax­dal, konunglegur sérfræðingur Smartlands. Meira »

Blómapottar geta létt lífið

í gær Mörgum þykir þægilegra að vinna með plöntur í blómapottum frekar en í beðum, en Margrét Ása í Blómavali segir áríðandi að ganga þá rétt frá pottunum. Meira »

Þetta er kalt í heimilistískunni

í gær Myndaveggir og að hafa allt í sama stílnum er að detta úr tísku. Fólk er hvatt til þess að hafa heimilin lífleg og fjölbreytt eins og lífið sjálft. Meira »

Er vesen í svefnherberginu?

í fyrradag Ef slæmur svefn er að hafa áhrif á kynlífið gæti lausnin verið að sofa hvort í sínu rúminu.  Meira »

Gott grill breytir stemningunni í sólinni

í fyrradag Vönduð þjónusta og góður varahlutalager skiptir kaupendur æ meira máli við val á grilli. Einar Long segir hvorki gott fyrir jörðina né veskið að ætla að endurnýja heimilisgrillið með nokkurra ára millibili. Meira »

Húsgagnalína í anda Friends

í fyrradag Húsgagnatískan hefur breyst töluvert síðan 2004, árið sem síðasti Friends-þátturinn fór í loftið. Nú geta þó æstir aðdáendur Friends-þáttanna keypt húsgögn og aðra heimilismuni sem eru innblásnir af því sem sást í þáttunum. Meira »

Finnst róandi að mála sig

21.7. Helga Sæunn Þorkelsdóttir förðunarfræðingur fékk snemma áhuga á snyrtivörum og hefur áhuginn og færnin bara aukist með árunum. Smartland fékk að kíkja í snyrtibuddu Helgu. Meira »

Frægasta peysa Díönu var ræktarpeysan

21.7. Frægasta peysa Díönu prinsessu seldist fyrir metfjárhæð. Díana klæddist peysunni alltaf þegar hún fór í ræktina.   Meira »

Ótrú unnustanum og hætti við brúðkaupið

20.7. „Eftir að hafa dreymt hann mánuðum saman stundaði ég kynlíf með stjörnunni í badmintonliðinu okkar. Ég hætti við brúðkaup vegna hans en nú er ég með áhyggjur yfir því að ég hafi farið frá góðum manni vegna drauma.“ Meira »

Blómstrandi tré eru málið núna

20.7. Sigríður Helga Sigurðardóttir, eigandi Gróðrarstöðvarinnar Markar, segir að fólk hafi mikinn áhuga á berja- og ávaxtatrjám. Hún segir líka að það færist í vöxt að fólk rækti krydd og salat í garðinum sínum. Meira »

Kylie í notuðum fötum

20.7. Í sumarfríi sínu í Karíbahafi hefur Kylie Jenner klæðst sundfötum sem eru þremur árum eldri en hún sjálf, og sundbol og leggings sem eru sex árum eldri en hún. Meira »

Rut Kára hannaði fantaflotta þakíbúð

20.7. Þakíbúðin í Garðabæ hefur allt það sem góð þakíbúð þarf að bera, góða lofthæð, stóra partýstofu og þaksvalir með heitum potti. Meira »

Í sömu skónum í fjórða sinn í sumar

20.7. Katrín hertogaynja af Cambridge kann að velja skó við öll tilefni. Þessir skór passa svo sannarlega við hvaða tilefni sem er, enda hefur hún verið í þeim á fjórum viðburðum í sumar. Meira »

Einfalt ráð fyrir betra kynlíf

19.7. Þetta ráð er kannski ekki það kynþokkafyllsta, en það gæti virkað fyrir marga.  Meira »

Sápublöndur í staðinn fyrir skordýraeitur

19.7. Með góðu skipulagi og réttu vali á plöntum þarf ekki að útheimta svo mikla vinnu að halda garðinum fínum og fallegum. Margir rækta matjurtir og uppskera ríkulega eftir sumarið. Meira »

Hressasta kona landsins bauð í partý

19.7. Partýdrottningin Dröfn Ösp Snorradóttir sem búsett er í LA hélt partý á staðnum 10 sopum um síðustu helgi. Margt hresst fólk var saman komið enda aldrei lognmolla í kringum Dröfn eða DD Unit eins og hún er stundum kölluð. Meira »
Meira píla