Eitt fallegasta hús landsins á sölu

Við Laufásveg 66 í Reykjavík stendur eitt af glæsilegustu húsum landsins. Það var teiknað af Gunnlaugi Halldórssyni arkitekt og byggt 1938. Húsið er 327 fm að stærð með fimm stofum og fjórum svefnherbergjum. Fasteignamat hússins er 149.750.000 kr. 

Götumynd hússins er friðuð og tóku framkvæmdir mið af því að varðveita byggingarsögulegt og listrænt gildi þess. Húsið var endurnýjað mikið árið 2012 og var innréttað upp á nýtt á sérlega smekklegan hátt. 

Pétur Hafstein Birgisson innanhússarkitekt hannaði húsið að innan og eru innréttingar einstakar. Í eldhúsinu er grá sprautulökkuð innrétting með fulningahurðum sem passar afar vel við húsið. Granít er á borðplötunum og vönduð tæki frá Miele.

Í húsinu eru líka hnausþykkir gólflistar og fallegt fiskibeinaparket. 

Þegar inn á baðherbergi hússins er komið, en þau eru þrjú talsins, tekur við einstakur heimur. Mósaík-flísar eru á veggjum og á gólfi og setur það mikinn svip á baðherbergin. Dökkar mósaík-flísar eru á gólfum en ljósar á veggjum. Gólflistar eru meðfram gólfinu á baðherbergjunum sem setur mikinn svip á rýmið. Auk þess er ekki flísalegt alveg upp í loft heldur frá þykkir loftlistar að njóta sín. 

Mikið er lagt í garðinn fyrir utan húsið en hann var hannaður af Birni Jóhannssyni landslagsarkitekt. 

Af fasteignavef mbl.is: Laufásvegur 66

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál