Einstök smekkvísi í Sigvaldahúsi

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Skaftahlíð í Reykjavík, nánartiltekið í Sigvaldablokkinni, stendur sérlega vel skipulög og falleg 111 fm hæð. Blokkin er teiknuð af Sigvalda Thordarsyni arkitekt sem var afkastamikill og listfengur en hús úr hans smiðju setja svip á borgarmyndina. Sigvaldi fæddist á Vopnafirði 1911 og lést aðeins 52 ára gamall árið 1964. Einkenni á hans hönnun voru sterk en hann er þekktur fyrir litapallettu sína sem inniheldur gulan, hvítan og bláan. 

Blokkin við Skaftahlíð var byggð 1958 og hafa íbúðirnar í blokkinni verið vinsælar hjá fjölskyldufólki síðan húsið var byggt. Það er einna helst vegna þess að skipulagði hentar vel fólki sem á nokkur afkvæmi með stóru og góðu alrými en á sama er hægt að loka sig af á herbergisgangi og hafa þar sérlegt næði. Á svefnherbergisganginum eru þrjú svefnherbergi og eitt baðherbergi með baðkari og sturtu. 

Aðeins fjórar íbúðir eru í stigaganginum og bara ein íbúð á hverri hæð. 

Í þessari íbúð er húsgögnum smekklega raðað upp og er hver hlutur á sínum stað. Falleg borðstofuhúsgögn úr smiðju Arne Jacobesen prýða borðstofu en í stofunni fær IKEA sófinn Söderhamn að njóta sín á móti antík-flauessófa og litlum útsaumuðum sófa í barrokk stíl. Punkturinn yfir i-ið er í formi listaverka og lömpum sem skapa hlýleika. Og svo gera Montana og String-hillur rýmið alls ekki síðra. 

Af fasteignavef mbl.is: Skaftahlíð 22

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál