Kársnesið er best geymda leyndarmálið

Nadia Banine fasteignasali og innanhússráðgjafi á fallegt heimili.
Nadia Banine fasteignasali og innanhússráðgjafi á fallegt heimili. mbl.is/Hari

Nadia Katrín Banine starfar sem löggiltur fasteignasali á Landmark fasteignamiðlun, sem og flugfreyja og innanhússhönnuður. Hún segir fallega stóla áhugamál og að hún viti fátt betra en að kjarna sig í baðkarinu heima og hlusta á góða tónlist.

-Hvað er gott heimili að þínu mati?

„Gott heimili er þar sem er tekið tillit til þarfa allra í fjölskyldunni sem geta verið misjafnar. Til dæmis er hentugt fyrir fólk með lítil börn að búa á einni hæð, helst með svalir eða garð þar sem hægt er að láta börnin sofa úti eins og tíðkast hér á landi. Svo er kannski hentugra að eiga heimili á tveimur hæðum þegar börnin eldast svo að allir geti notið sín á heimilinu og það sé kannski meira pláss fyrir unglingana og þeirra þarfir. Þetta er það skemmtilega við fasteignasöluna að mínu mati, að aðstoða fólk við að finna nákvæmlega rétta heimilið eða hjálpa því að aðlaga það að sínum þörfum.“

mbl.is/Hari

-Hvar býrðu og hvaða hugmynd liggur að baki hönnuninni í húsinu þínu?

„Við búum á Kársnesinu í Kópavogi, sem mér finnst vera best geymda leyndarmálið á höfuðborgarsvæðinu. Stutt í allar áttir, mikil veðursæld og í nánd við sjóinn.

Við keyptum húsið okkar fokhelt og þar sem það er í grunninn mikil steypa og gler ákváðum við að reyna að hafa það eins hlýlegt og hægt væri með tilliti til þess og hljóðvistar.“

-Áttu þér uppáhaldsstað í húsinu?

„Það má segja bæði í hjónasvítunni, sem er mjög rúmgóð með frístandandi baðkari í miðju rýminu og útgengi út á pall, og einnig í alrýminu uppi þar sem útsýnið og birtan er alveg frábær.“

-Hvað búið þið mörg í húsinu?

„Við erum á bilinu þrjú til fimm í heimili með tvo hunda.“

-Kom arkitekt að vinnu hússins?

„Arkitektinn að húsinu okkar er Orri Árnason og fengum við innréttingateikningar frá honum þegar við keyptum húsið. Við notuðumst við þær í grunninn en breyttum sumstaðar skipulagi og uppsetningu. Annars sáum ég og maðurinn minn algerlega um allt efnis- og litaval á heimilinu.“

Helluborðið er innfellt í borðplötuna.
Helluborðið er innfellt í borðplötuna. mbl.is/Hari

-Hver er uppáhaldshluturinn?

„Baðkarið og helluborðið.“

-Nú ertu dugleg að ferðast, færðu hugmyndir að utan?

„Já, við ferðumst mjög mikið og mér finnst gaman að taka með fallega hluti heim úr ferðalögum okkar. Það sem við keyptum síðast var forláta brúða á Balí. Hún heitir Bisma og á að vera sonur guðs, vinda og löngunar og búa yfir dularfullum töfrum.“

-Hvað keyptir þú þér síðast?

„Svartar borðtuskur.“

-Áttu þér fyrirmyndir þegar kemur að því að búa til gott og fallegt heimili?

„Nei, enga sérstaka. Ég held að það skiptu mestu máli að það sem til er fái að njóta sín og heimilið sé hlýlegt og fer það mikið eftir því hvernig rýmið er. Annars finnst mér gaman að fletta blöðum eins og Living etc og BoBedre og þar detta stundum inn sniðugar hugmyndir sem hægt er að útfæra.“

-Hvernig var þitt æskuheimili?

„Ég bjó öll mín uppvaxtar ár í Lönguhlíðinni. Þá var stíllinn auðvitað allt annar en í dag. Öll herbergi teppalögð og skrautlegt veggfóður til dæmis í eldhúsinu. Við erum fjögur systkinin svo það má segja að það hafi verið líf og fjör.“

-Hvað skiptir þig mestu máli í lífinu?

„Fjölskyldan, samvera, náttúran og hlýlegt heimili.“

-Hvernig kjarnar þú þig heima?

„Ég fer í heitt og gott bað í risastóra baðinu mínu og hlusta á góða tónlist.“

-Undir hvernig áhrifum er heimilið?

„Okkur finnst mjög gaman að klassískum „vintage“ húsgögnum og erum líka með mikið af uppgerðum húsgögnum frá gamla tímanum. Við erum til dæmis með húsbóndastól sem hannaður var af Finn Juhl árið 1949, franska hægindastóla eftir Pierre Paulin síðan 1960 og íslenska tekkborðstofustóla frá svipuðum tíma. Það má segja að fallegir stólar séu smááhugamál.“

-Ertu dugleg að elda eða meira í öðru?

„Maðurinn minn er ástríðukokkur svo hann sér aðallega um það á heimilinu, en þegar við höldum veislur kem ég oft sterk inn í forréttum og eftirréttum.“

mbl.is/Hari
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál