Kársnesið er best geymda leyndarmálið

Nadia Banine fasteignasali og innanhússráðgjafi á fallegt heimili.
Nadia Banine fasteignasali og innanhússráðgjafi á fallegt heimili. mbl.is/Hari

Nadia Katrín Banine starfar sem löggiltur fasteignasali á Landmark fasteignamiðlun, sem og flugfreyja og innanhússhönnuður. Hún segir fallega stóla áhugamál og að hún viti fátt betra en að kjarna sig í baðkarinu heima og hlusta á góða tónlist.

-Hvað er gott heimili að þínu mati?

„Gott heimili er þar sem er tekið tillit til þarfa allra í fjölskyldunni sem geta verið misjafnar. Til dæmis er hentugt fyrir fólk með lítil börn að búa á einni hæð, helst með svalir eða garð þar sem hægt er að láta börnin sofa úti eins og tíðkast hér á landi. Svo er kannski hentugra að eiga heimili á tveimur hæðum þegar börnin eldast svo að allir geti notið sín á heimilinu og það sé kannski meira pláss fyrir unglingana og þeirra þarfir. Þetta er það skemmtilega við fasteignasöluna að mínu mati, að aðstoða fólk við að finna nákvæmlega rétta heimilið eða hjálpa því að aðlaga það að sínum þörfum.“

mbl.is/Hari

-Hvar býrðu og hvaða hugmynd liggur að baki hönnuninni í húsinu þínu?

„Við búum á Kársnesinu í Kópavogi, sem mér finnst vera best geymda leyndarmálið á höfuðborgarsvæðinu. Stutt í allar áttir, mikil veðursæld og í nánd við sjóinn.

Við keyptum húsið okkar fokhelt og þar sem það er í grunninn mikil steypa og gler ákváðum við að reyna að hafa það eins hlýlegt og hægt væri með tilliti til þess og hljóðvistar.“

-Áttu þér uppáhaldsstað í húsinu?

„Það má segja bæði í hjónasvítunni, sem er mjög rúmgóð með frístandandi baðkari í miðju rýminu og útgengi út á pall, og einnig í alrýminu uppi þar sem útsýnið og birtan er alveg frábær.“

-Hvað búið þið mörg í húsinu?

„Við erum á bilinu þrjú til fimm í heimili með tvo hunda.“

-Kom arkitekt að vinnu hússins?

„Arkitektinn að húsinu okkar er Orri Árnason og fengum við innréttingateikningar frá honum þegar við keyptum húsið. Við notuðumst við þær í grunninn en breyttum sumstaðar skipulagi og uppsetningu. Annars sáum ég og maðurinn minn algerlega um allt efnis- og litaval á heimilinu.“

Helluborðið er innfellt í borðplötuna.
Helluborðið er innfellt í borðplötuna. mbl.is/Hari

-Hver er uppáhaldshluturinn?

„Baðkarið og helluborðið.“

-Nú ertu dugleg að ferðast, færðu hugmyndir að utan?

„Já, við ferðumst mjög mikið og mér finnst gaman að taka með fallega hluti heim úr ferðalögum okkar. Það sem við keyptum síðast var forláta brúða á Balí. Hún heitir Bisma og á að vera sonur guðs, vinda og löngunar og búa yfir dularfullum töfrum.“

-Hvað keyptir þú þér síðast?

„Svartar borðtuskur.“

-Áttu þér fyrirmyndir þegar kemur að því að búa til gott og fallegt heimili?

„Nei, enga sérstaka. Ég held að það skiptu mestu máli að það sem til er fái að njóta sín og heimilið sé hlýlegt og fer það mikið eftir því hvernig rýmið er. Annars finnst mér gaman að fletta blöðum eins og Living etc og BoBedre og þar detta stundum inn sniðugar hugmyndir sem hægt er að útfæra.“

-Hvernig var þitt æskuheimili?

„Ég bjó öll mín uppvaxtar ár í Lönguhlíðinni. Þá var stíllinn auðvitað allt annar en í dag. Öll herbergi teppalögð og skrautlegt veggfóður til dæmis í eldhúsinu. Við erum fjögur systkinin svo það má segja að það hafi verið líf og fjör.“

-Hvað skiptir þig mestu máli í lífinu?

„Fjölskyldan, samvera, náttúran og hlýlegt heimili.“

-Hvernig kjarnar þú þig heima?

„Ég fer í heitt og gott bað í risastóra baðinu mínu og hlusta á góða tónlist.“

-Undir hvernig áhrifum er heimilið?

„Okkur finnst mjög gaman að klassískum „vintage“ húsgögnum og erum líka með mikið af uppgerðum húsgögnum frá gamla tímanum. Við erum til dæmis með húsbóndastól sem hannaður var af Finn Juhl árið 1949, franska hægindastóla eftir Pierre Paulin síðan 1960 og íslenska tekkborðstofustóla frá svipuðum tíma. Það má segja að fallegir stólar séu smááhugamál.“

-Ertu dugleg að elda eða meira í öðru?

„Maðurinn minn er ástríðukokkur svo hann sér aðallega um það á heimilinu, en þegar við höldum veislur kem ég oft sterk inn í forréttum og eftirréttum.“

mbl.is/Hari
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Ást kvenna til karla spilar stórt hlutverk

18:00 Ólöf Júlíusdóttir varði doktorsritgerð sína í félagsfræði á föstudaginn. Ritgerðin ber heitið Tíminn, ástin og fyrirtækjamenning: Valdaójafnvægi kvenna og karla í stjórnendastöðum í íslensku efnahagslífi. Ólöf hefur alltaf haft áhuga á hvers kyns mismunun og þegar henni bauðst tækifæri á að skoða valdaójafnvægi í íslensku viðskiptalífi lét hún slag standa. Meira »

Megastutt en áhrifarík æfing Önnu

16:00 Anna Eiríksdóttir kennir lesendum að gera stutta en mjög áhrifaríka æfingu. Það eina sem þú þarft er jóga-dýna og svo er ágætt að vera í léttum leikfimisfötum. Meira »

Elli og Solla létu pússa sig saman

12:10 Sólveig Eiríksdóttir grænmetis- og veganfrumkvöðull gekk að eiga kærasta sinn, Elías Guðmundsson í gær. Athöfnin fór fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði en svo var slegið upp veislu í Valsheimilinu. Meira »

Ertu til í ást sem endist?

11:27 Það eru til margar áhugaverðar leiðir til að laða til sín ást sem endist.   Meira »

Flest erum við afleitir samningamenn

05:00 Aðalsteinn Leifsson segir að fólk nái miklu betri árangri í lífinu ef það er gott í samningatækni. Hann segir vont þegar fólk heldur að það sé bara ein leið í boði. Meira »

Heillaði alla í bláu ermunum

Í gær, 23:29 Cate Blanchett sannaði það í buxnadragt frá Alexander McQueen að svartar buxnadragtir þurfa ekki að vera leiðinlegar.   Meira »

Dr. Ruth er með lykilinn að góðu kynlífi

í gær Ef þú vilt ráð frá Dr. Ruth, einum helsta sérfræðing sögunnar í kynlífi, þá ættir þú að vanda valið á makanum þínum. Að finna félaga sem þú getur treyst er lykillinn að góðu kynlífi. Meira »

„Ég tárast við ótrúlegustu aðstæður“

í gær „Ég hitti t.d. nágrannakonu sem var að flytja í sveitina og hún bauð mér að líta inn fljótlega. Ég sagði takk og svo fóru tárin að streyma þarna í Nettó! Ég bara ræð ekki við þetta en óttast að fólk misskilja þetta þegar ég flóði í tárum að ástæðulausu.“ Meira »

Moore upplifði sig of þunga og neikvæða

í gær Þrátt fyrir að vera ein þekktasta leikkona í heimi var Demi Moore ekki örugg með sjálfa sig hér á árum áður.   Meira »

Hinsegin útgáfa af Lundanum slær í gegn

í gær Epal hefur í samstarfi við hönnuðinn Sigurjón Pálsson bætt nýjum lunda á markað og kemur hann í takmörkuðu upplagi. Lundinn ber nafnið Puffin Pride og ber goggurinn liti regnbogans sem einkennir regnbogafánann sem notaður er við gleðigöngur hinsegin daga víðast hvar í heiminum. Meira »

Varð stríðsmaður ástarinnar eftir fyrsta áfallið

í gær Sara Oddsdóttir útskrifaðist með mastersgráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík nýverið. Hún starfar við andlega leiðsögn hjá Sólum. Meira »

Kynlífs-tékklisti hristir upp í kynlífinu

í fyrradag Kynlífs-tékklisti getur hrist upp í hlutunum í svefnherberginu og á sama tíma dregið úr pressunni á að hver stund sé lostafull. Meira »

Sunneva Eir í geggjuðum fíling

16.8. Sunneva Eir Einarsdóttir lét sig ekki vanta þegar sumarfestival Fjallkonunnar og Sæta Svínsins var haldið í gærkvöldi við mikinn fögnuð. Meira »

Þetta gerist ef þú borðar meira af rauðrófum

16.8. „Rauðrófur hafa orðið vinsælar sem ofurfæða á undarförnum árum, vegna rannsókna sem benda til að rauðrófur, duft úr þeim og rauðrófusafi geti bætt árangur líkamsræktarmanna, lækkað blóðþrýsting og aukið blóðflæði um líkamann.“ Meira »

Íslendingar vinna með auglýsingahönnuði Nike

16.8. Fatahönnuðurnir Ýr Þrastardóttir og Alexander Kirchner ætla að leggja land undir fót að kynna nýtt vörmerki sitt sem bar nafnið Warriör. Þau kynna nýtt kvikmyndaverk og verða með Pop-up verslun um helgina þar sem fólk getur nálgast vörurnar þeirra. Meira »

Bauð upp á Bæjarins bestu í sextugsafmælinu

16.8. Sigurbjörn Magnússon hélt upp á sextugsafmæli sitt með miklum glæsibrag á dögunum. Boðið var upp á Bæjarins bestu í afmælinu enda eru þær í miklu uppáhaldi hjá afmælisbarninu. Meira »

Ástand húðarinnar hefur áhrif á sjálfstraustið

16.8. Bryndís Alma Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri Húðfegrunar. Hún býr í Sviss ásamt fjölskyldu sinni og kemur reglulega til landsins. Hún segir jafnrétti kynjanna á ólíkum stað í löndunum og reynir að innleiða það besta sem hún sér úti hérna heima. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira »

Með rúlluna á veitingastaðnum

15.8. Leikkonan Courteney Cox lætur húðumhirðuna ekki mæta afgangi ef marka má myndir af henni nota andlitsrúllu á veitingastað í New York nýlega. Meira »

Svona losnar þú við „ástarhöldin“

15.8. Það eru margir sem vilja losna við hliðarspikið. Hvort virkar betur að gera planka eða uppsetur?  Meira »

12 lífsstílsráð til heilbrigðis

15.8. „Það eru nokkur persónueinkenni sem virðast fylgja þeim sem taldir eru afar heilbrigðir einstaklingar (ef þeir eru til á annað borð til) og það er sama hvar mig ber niður hvað þetta málefni varðar þá koma upp sömu atriði aftur og aftur hjá þeim sérfræðingum sem telja sig geta sagt okkur hvað heilbrigði er.“ Meira »

Tóku frumskógarþemað alla leið

15.8. Systurnar Cara og Poppy Delevingne eru svo nánar að þær búa saman í einstöku húsi í Los Angeles.   Meira »
Meira píla