Harpa Kára byrjar að búa með ástinni

Harpa Káradóttir eigandi Makeup Studio Hörpu Kára hefur sett íbúð …
Harpa Káradóttir eigandi Makeup Studio Hörpu Kára hefur sett íbúð sína á sölu.

Heimili Hörpu Káradóttur förðunarmeistara er ákaflega smekkleg og flott. Nú er íbúðin komin á sölu því Harpa er að fara í sambúð með ástinni. Smartland greindi frá því á dögunum að kærasti Hörpu, Guðmund­ur Böðvar Guðjóns­son, hefði sett íbúð sína við Lönguhlíð á sölu. 

Nú er parið að fara að flytja saman og því er íbúð Hörpu við Gnoðavog komin á sölu. Um er að ræða 120 fm íbúð sem er á rishæð. Heimili Hörpu er sérlega vel heppnað en í eldhúsinu er svört sprautulökkuð innrétting með stórri SMEG eldavél og háfi. 

Stofan og borðstofa tengjast saman og er sérlega fallegt útsýni úr íbúðinni. 

Af fasteignavef mbl.is: Gnoðavogur 70

mbl.is