155 milljóna glæsihús komið á sölu

Glæsihús við Vatnsendablett 791 er komið á sölu. Það er engin smásmíði eða um 400 fm og er hátt til lofts og vítt til veggja.

Húsið var byggt 2007 og var ekkert til sparað þegar það var innréttað á sínum tíma. Fasteignamat hússins er 161 milljón en ásett verð er 155 milljónir. Tekið er fram í fasteignaauglýsingu að húsið þarfnist endurbóta vegna leka en það er Arion banki sem er að selja fasteignina. 

Af fasteignavef mbl.is: Vatnsendablettur 719

mbl.is