Erna keypti glæsihús Jóns í Arnarnesi

Erna Gísladóttir forstjóri BL sem flytur inn Range Rover og …
Erna Gísladóttir forstjóri BL sem flytur inn Range Rover og BMW svo einhverjar bíltegundir séu nefndar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Forstjóri BL, Erna Gísladóttir, hefur keypt fasteignina Hegranes 24 ásamt eiginmanni sínum, Jóni Þór Gunnarssyni. Hjónin keyptu húsið af Jóni Guðmundssyni, öðrum eiganda Fasteignamarkaðarins ehf. 

Fasteignin Hegranes 24 stendur á besta stað í Arnarnesinu með sjávarútsýni. Fasteignamat hússins er 163.400.000 kr. en húsið er 386 fm að stærð. 

Erna og Jón Þór seldu einbýlishús sitt við Valhúsabraut 25 síðasta vetur á 255 milljónir eins og Smartland greindi frá á dögunum.  

Hegranes 24.
Hegranes 24. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is