Baðið sem Harry og Meghan splæstu í

Meghan og Harry búa vel á nýju fjölskylduheimili sínu.
Meghan og Harry búa vel á nýju fjölskylduheimili sínu. mbl.is/AFP

Hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, fluttu inn í nýuppgert hús sitt í vor. Þegar kemur að baðkörum er aðalmálið í dag að vera með frístandandi baðkar og að sjálfsögðu pöntuðu Harry og Meghan eitt slíkt að því fram kemur á vef Daily Mail. Ekki er óalgengt að sjá baðkör sem þessi við rúmin en ekki inni á baðherbergjum á fínum hótelum með fyrsta flokks útsýni. 

Meghan hélt úti lífstílsbloggi ásamt leiklistinni áður en hún gekk í bresku konungsfjölskylduna. Þar fór smekkvísi hennar ekki fram hjá dyggum aðdáendum og er það því ekki skrítið að hjónin hafi valið frístandandi baðkar úr kopar frá William Holland. Baðkarið er sagt kosta um fimm þúsund pund eða tæplega 800 þúsund krónur. 

Meghan og Harry eru félagar í Soho House-einkaklúbbnum en klúbburinn kaupir einmitt vörur frá William Holland. Sagan segir að hjónin hafi farið á sitt fyrsta stefnumót á upprunalega klúbbnum sem staðsettur er í miðborg Lundúna. 

Meghan og Harry eru sögð hafa fallið fyrir koparbaðkari frá …
Meghan og Harry eru sögð hafa fallið fyrir koparbaðkari frá William Holland. ljósmynd/williamholland.com
mbl.is