139 milljóna hönnunarperla í Arnarnesi

Við Þrastanes í Arnarnesinu stendur fallegt 345 fm einbýli sem búið er að endurnýja mikið. Ef þig dreymir um risastórt hol, fallegan garð og næs eldhús þá er þetta eitthvað fyrir þig. 

Halldóra Vífilsdóttir arkitekt hannaði húsið að innan 2008 og garðurinn er hannaður af Ólafi Melsted landslagsarkitekt. 

Eldhúsið er með sérsmíðuðum innréttingum og Corian-borðplötum. Svo er ILVE-gaseldavél með tveimur rafmagnsofnum og tengi fyrir tvöfaldan ísskáp. 

Eins og sést á myndunum hefur verið lagt mikið í þetta hús. 

Af fasteignavef mbl.is: Þrastanes 14

mbl.is