Styrkir mæðgnasambandið að stússa í þessu

Mæðgurnar Elísabet Gerður Þorkelsdóttir og Ása Kristín Oddsdóttir.
Mæðgurnar Elísabet Gerður Þorkelsdóttir og Ása Kristín Oddsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mæðgurnar Elísabet Gerður Þorkelsdóttir og Ása Kristín Oddsdóttir hafa einstakan áhuga á garðyrkju, en sú síðarnefnda nam kúnstina af móður sinni sem kom henni á sporið í garðinum við fyrrverandi ættaróðal fjölskyldunnar á Hringbraut 51. 

Í fyrra hlotnaðist dótturinni Elísabetu sá heiður að garðurinn hennar á Víkurströnd 9 á Seltjarnarnesi var valinn garður ársins af umhverfis- og skipulagsnefnd bæjarins.

Heiðurinn eignar hún þó sjálfri sér alls ekki með öllu en bendir strax á móður sína, Ásu Kristínu Oddsdóttur, og eiginmanninn Hallvarð Einar Logason, sem bæði hafa átt mikinn þátt í því hversu fallegur garðurinn er.

„Garðurinn hennar mömmu er miklu fallegri en garðurinn minn!“ segir hún. „Mér finnst í raun að hann hefði átt að verða fyrir valinu því hún er miklu betri í þessu en ég.“

Ása Kristín segir garðyrkjuna hafa fylgt sér alveg frá því að hún var lítil stelpa en listina nam hún, líkt og Elísabet, af móður sinni.

„Við mamma heitin vildum hafa garðinn okkar snyrtilegan og fallegan og því vandist ég á að rækta garðinn alveg frá því ég var krakki. Svo vann ég í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu þegar ég varð aðeins eldri og öll sumarstörfin mín eftir það voru í tengslum við garðyrkju,“ segir Ása.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Gat ekki séð neinn garð í órækt

Húsið við Hringbraut 51 byggði faðir Ásu Kristínar, Oddur Ólafsson, í samvinnu við félaga sinn og þar ólst hún upp. Eftir að hún flutti að heiman tók hún svo alla garða í gegn, meðal annars þegar þau hjónin, hún og Þorkell Bjarnason, bjuggu í New Haven í Connecticut. Þorkell stundaði þar nám í læknisfræði og í þeim leiguíbúðum þar sem ungu hjónin bjuggu fengu eigendurnir að njóta góðs af því hvernig Ása hlúði að görðum þeirra.

Þegar heim var komið fluttu hjónin aftur á Hringbrautina og þaðan lá leiðin svo á Fornuströnd á Seltjarnarnesi. Þetta var árið 1980 og síðan hefur sá fallegi garður verið í höndum Ásu Kristínar og Þorkels en þau skipulögðu garðinn sjálf og hafa unnið þar öll verk frá byrjun.

– Hvað ungur nemur gamall temur. Nú hafið þið mæðgur stundað garðrækt í mörg ár og þú segir að mamma þín hafi kennt þér mikið í þessum efnum. Finnst ykkur það styrkja mæðgnasambandið að stússa í þessu saman?

„Já það gerir það svo sannarlega,“ segir Elísabet. „Það er yndislegt að vinna saman og spjalla og ég er þakklát fyrir að geta alltaf leitað ráða hjá mömmu.“

Öfugt við mömmu sína hafði Elísabet þó engan áhuga á garðyrkju þegar hún var krakki. Hann kviknaði ekki fyrr en hún fór sjálf að búa í kjallaraíbúðinni við Hringbraut 51, ættaróðalinu sjálfu. Þar hélt hún starfi mömmu sinnar við eftir bestu getu, eða að minnsta kosti hluta af því þar sem restin var komin í svo mikla órækt að það var óvinnandi vegur að ráða bug á illgresinu.

Upp úr garðinum við Hringbraut óx áhuginn svo jafnt og þétt og þegar þau Hallvarður fluttu sig um set, yfir að Seilugranda, gátu þau ekki látið það vera að taka blokkargarðinn þar í gegn.

„Sá garður var orðinn virkilega fallegur þegar við svo fluttum út að Víkurströnd árið 2013.“

Grunar að grasið sé að hverfa

Spurðar að því hvort þær leiti hugmynda í bókum og blöðum segist Ása Kristín gera töluvert af því. Meðal annars fer hún í garðaskoðanir með Garðyrkjufélaginu á hverju ári og skoðar bæði bækur og garðablöð.

„Svo fæ ég allar mínar hugmyndir beint frá mömmu,“ segir Elísabet og hlær.

Margir eru nýjungagjarnir í görðum sínum en aðrir hugsa mest um að halda þeim við. Elísabet segist ekki gera mikið af því að breyta til en annað gildi um Ásu Kristínu sem er svo dugleg að búa til beð, fjarlægja tré og færa til blóm að Elísabetu segist jafnvel gruna að grasið sé við það að hverfa úr garðinum.

„Við Hallvarður erum minna í breytingum, en þegar við fluttum hingað var það okkar fyrsta verk að endurnýja og færa til plöntur og runna í garðinum. Svo hafa margar nýjar plöntur bæst við en skipulagið er að mestu eins og það var þegar við keyptum.“

Epla- og kirsuberjatrén hafa verið erfið

Spurðar hvort þær hafi reynt að koma upp óvanalegum eða sjaldgæfum plöntum segist Ása hafa sett niður eplatré en uppskeran hafi þó ekki skilað sér.

„Ég er alltaf að reyna að gera garðinn viðhaldsminni en svo fell ég alltaf fyrir nýjum blómum. Fékk til dæmis mikinn áhuga á rósum fyrir nokkru og það er nú töluverð vinna við þær.“

Elísabet er með tvö kirsuberjatré í garðinum sínum en líkt og með eplatréð hennar Ásu Kristínar hefur uppskeran verið treg að skila sér.

„Við settum þau niður fljótlega eftir að við fluttum en það hefur verið erfitt að ná þeim upp. Fyrir

tveimur árum skiluðu þau reyndar tveimur lófum af berjum, sem er ósköp lítið. Þau eru samt enn á lífi, greyin,“ segir hún og hlær.

Gott að vera vel gift

Í verðlaunagarðinum á Víkurströnd stendur einnig fallegt kirsuberjakirsi sem skartar yndislegum bleikum blómum á vorin.

„Ég vona samt að það sé í lagi að segja frá þessu hérna enda ekki langt síðan ég las undarlega frétt í Mogganum um að kirsuberjakirsi hefði verið stolið úr garði í Vesturbænum. Kippt upp með rótum og allt. Maður furðar sig á því að fólki geti yfirleitt dottið svona í hug,“ segir hún hissa.

Að lokum er vert að spyrja þær mæðgur hvaða ráð þær eigi í sínum ranni fyrir þá lesendur sem vilja hafa garðinn sinn sem fallegastan.

„Númer eitt er að reyta arfann reglulega og það er best að hann nái aldrei að verða mikill. Að hafa góðan og næringarríkan jarðveg skiptir einnig öllu máli,“ svarar Ása.

„...og síðast en ekki síst hjálpar það mikið að vera vel gift! Hallvarður titlar sig vinnumanninn minn þegar kemur að garðyrkjunni,“ bætir Elísabet glettin við að lokum.

Elísabet Gerður Þorkelsdóttir og Hallvarð Einar Logason.
Elísabet Gerður Þorkelsdóttir og Hallvarð Einar Logason. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Dr. Ruth er með lykilinn að góðu kynlífi

20:30 Ef þú vilt ráð frá Dr. Ruth, einum helsta sérfræðing sögunnar í kynlífi, þá ættir þú að vanda valið á makanum þínum. Að finna félaga sem þú getur treyst er lykillinn að góðu kynlífi. Meira »

„Ég tárast við ótrúlegustu aðstæður“

17:30 „Ég hitti t.d. nágrannakonu sem var að flytja í sveitina og hún bauð mér að líta inn fljótlega. Ég sagði takk og svo fóru tárin að streyma þarna í Nettó! Ég bara ræð ekki við þetta en óttast að fólk misskilja þetta þegar ég flóði í tárum að ástæðulausu.“ Meira »

Moore upplifði sig of þunga og neikvæða

14:30 Þrátt fyrir að vera ein þekktasta leikkona í heimi var Demi Moore ekki örugg með sjálfa sig hér á árum áður.   Meira »

Hinsegin útgáfa af Lundanum slær í gegn

11:00 Epal hefur í samstarfi við hönnuðinn Sigurjón Pálsson bætt nýjum lunda á markað og kemur hann í takmörkuðu upplagi. Lundinn ber nafnið Puffin Pride og ber goggurinn liti regnbogans sem einkennir regnbogafánann sem notaður er við gleðigöngur hinsegin daga víðast hvar í heiminum. Meira »

Varð stríðsmaður ástarinnar eftir fyrsta áfallið

05:00 Sara Oddsdóttir útskrifaðist með mastersgráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík nýverið. Hún starfar við andlega leiðsögn hjá Sólum. Meira »

Kynlífs-tékklisti hristir upp í kynlífinu

í gær Kynlífs-tékklisti getur hrist upp í hlutunum í svefnherberginu og á sama tíma dregið úr pressunni á að hver stund sé lostafull. Meira »

Sunneva Eir í geggjuðum fíling

í gær Sunneva Eir Einarsdóttir lét sig ekki vanta þegar sumarfestival Fjallkonunnar og Sæta Svínsins var haldið í gærkvöldi við mikinn fögnuð. Meira »

Þetta gerist ef þú borðar meira af rauðrófum

í gær „Rauðrófur hafa orðið vinsælar sem ofurfæða á undarförnum árum, vegna rannsókna sem benda til að rauðrófur, duft úr þeim og rauðrófusafi geti bætt árangur líkamsræktarmanna, lækkað blóðþrýsting og aukið blóðflæði um líkamann.“ Meira »

Íslendingar vinna með auglýsingahönnuði Nike

í gær Fatahönnuðurnir Ýr Þrastardóttir og Alexander Kirchner ætla að leggja land undir fót að kynna nýtt vörmerki sitt sem bar nafnið Warriör. Þau kynna nýtt kvikmyndaverk og verða með Pop-up verslun um helgina þar sem fólk getur nálgast vörurnar þeirra. Meira »

Bauð upp á Bæjarins bestu í sextugsafmælinu

í gær Sigurbjörn Magnússon hélt upp á sextugsafmæli sitt með miklum glæsibrag á dögunum. Boðið var upp á Bæjarins bestu í afmælinu enda eru þær í miklu uppáhaldi hjá afmælisbarninu. Meira »

Ástand húðarinnar hefur áhrif á sjálfstraustið

í gær Bryndís Alma Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri Húðfegrunar. Hún býr í Sviss ásamt fjölskyldu sinni og kemur reglulega til landsins. Hún segir jafnrétti kynjanna á ólíkum stað í löndunum og reynir að innleiða það besta sem hún sér úti hérna heima. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira »

Með rúlluna á veitingastaðnum

í fyrradag Leikkonan Courteney Cox lætur húðumhirðuna ekki mæta afgangi ef marka má myndir af henni nota andlitsrúllu á veitingastað í New York nýlega. Meira »

Svona losnar þú við „ástarhöldin“

15.8. Það eru margir sem vilja losna við hliðarspikið. Hvort virkar betur að gera planka eða uppsetur?  Meira »

12 lífsstílsráð til heilbrigðis

15.8. „Það eru nokkur persónueinkenni sem virðast fylgja þeim sem taldir eru afar heilbrigðir einstaklingar (ef þeir eru til á annað borð til) og það er sama hvar mig ber niður hvað þetta málefni varðar þá koma upp sömu atriði aftur og aftur hjá þeim sérfræðingum sem telja sig geta sagt okkur hvað heilbrigði er.“ Meira »

Tóku frumskógarþemað alla leið

15.8. Systurnar Cara og Poppy Delevingne eru svo nánar að þær búa saman í einstöku húsi í Los Angeles.   Meira »

„Ég var stressuð og sveitt í lófunum“

15.8. Leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir er stödd í Osló í Noregi þessa stundina þar sem sjónvarpsþátturinn Beforeigners var frumsýndur í gær. Ágústa Eva klæddi sig upp fyrir rauða dregilinn og segir hún að þetta sé hennar fyrsta gala-frumsýning. Meira »

Skilnaður er einn af stærstu álagsþáttunum

15.8. „Skilnaður er svo miklu meira en orðið gefur til kynna. Skilnaður er einn stærsti álagsþáttur sem getur komið upp í lífi einstaklinga og fylgir þessu ferli mikil sorg,“ segir Þórey Kristín Þórisdóttir, klínískur sálfræðingur og markþjálfi, en hún skrifar reglulega pistla á Smartland. Meira »

„Þetta er mannorðsmorð fyrir mig“

15.8. „Mig vantar svör við því hvað ég á að gera þegar móðir barns er að segja barninu að ég hafi verið vondur við það og hana? Móðir byrjar sem sagt að segja þetta við barnið nokkru eftir skilnað. Ég er ekki líffræðilegur faðir barnsins en ól barnið upp frá unga aldri. Barnið er stálpað í dag, ekki komið á unglingsaldur.“ Meira »

Einstakur stíll Lauren Hutton

14.8. Það sem gerir stíl Lauren Hutton einstakan er sú staðreynd að það klæðir sig engin eins og hún. Hún hefur lítið breyst með árunum og heldur vel í það sem henni finnst fallegt. Meira »

Sambandsráð Juliu Roberts

14.8. Julia Roberts trúir á hinn eina rétta þegar kemur að samböndum. Hún er tilbúin að leggja ýmislegt á sig til að láta ástina ganga í hjónabandinu. Meira »

Kjóllinn sem sameinar konur

14.8. Doppótti kjóllinn sem kostar tæpar 6 þúsund íslenskar krónur hefur bæði verið kallaður poki frá 8. áratugnum og lýðræðislegt tískutákn. En hvað er svona merkilegt við þennan kjól? Meira »