Algeng hönnunarmistök í stofunni

Stór listaverk eiga heima fyrir ofan sófann.
Stór listaverk eiga heima fyrir ofan sófann. mbl.is/Thinkstockphotos

Hvort sem stofan er lítil eða innistæðan á bankareikningnum lág þarf stofan ekki að líta út fyrir að vera ódýr. Innanhússhönnuðurinn Mandy Cheng greindi frá því á vef MyDomaine hvaða mistök hún sér fólk oftast gera sem lætur rýmin líta út fyrir að vera ódýr. 

Of litlar mottur

Sú þumalputtaregla að velja nógu stóra mottu gleymist of oft. Mælir Cheng með því að mottan nái undir allan sófann sem og önnur húsgögn í stofunni. Þegar fjárhagsstaða leyfir ekki svo stóra mottu segir Cheng að mottan verði að minnsta kosti að ná undir fremri fætur sófa og stóla. 

Of litlar myndir

Falleg myndlist gerir góða stofu betri en Cheng er þó ekki hrifin af litlum verkum. Hengja ætti myndir upp fyrir ofan sófa. Hún segir algeng mistök að fólk kaupi of lítil verk eða kaupi tvö minni verk og hengi þau upp of langt frá hvort öðru þannig að þau virðist taka meira pláss. Mælir hún með því að ef fólk er með styttra verk en tveir þriðju af sófalengdinni sé ráð að hengja upp minni verk við hliðina á verkinu. 

Léleg lýsing

Cheng segir lýsinguna gjarnan gleymast en mælir þó ekki með að fólk sitji bara í myrkrinu. Hún segir vegglampa og lampa á hliðarborðum sniðuga. 

Bækur og plöntur gera mikið fyrir stofuna.
Bækur og plöntur gera mikið fyrir stofuna. mbl.is/Thinkstockphotos

Lítið og einfalt í litlum stofum

Það getur reynst erfitt að innrétta litla stofu en innanhússhönnuðurinn Cheng segir mikil mistök að halda að litlar stofur þurfi að vera einfaldar. Ef stóru húsgögnin eru í réttri stærð segir Cheng að hitt sé leikur einn. Aukahlutir eins og bækur og plöntur gera stofuna bara fallegri að mati Cheng. Hún vill þó ekki meina að það sé nauðsynlegt að hafa allt sem kalla má hefðbundin stofuhúsgögn í stofunni. 

Gleyma veggplássi

Cheng segir að besta ráðið þegar kemur að litlum stofum sé að nýta veggrýmið. Hún segir fólk vant því að allt sé á gólfinu. Hillur og hangandi plöntur eru hins vegar sniðugar lausnir í litlum stofum. Hún segir það blekkja að innrétta upp að lofti og gefa þá mynd að rýmið sé stærra en það er í fermetrum talið.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál