Hönnun Rutar Kára breytir öllu

Einn eft­ir­sótt­asti inn­an­húss­arki­tekt lands­ins, Rut Kára­dótt­ir, á heiður­inn af inn­rétt­ing­um í þessari fimm herbergja íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Íbúðin er einstaklega vel skipulögð og ramma innréttingar Rutar íbúðina fallega inn. 

Stofan og eldhúsið renna fallega saman en sama innrétting er í stofu og eldhúsi. Plássið nýtist einstaklega vel í eldhúsinu enda innréttingin sérsmíðuð inn í eldhúsrýmið. Falleg hvít innbyggð hillusamstæða setur sérstakan svip á stofuna og hol en þar hafa íbúar raðað bókum og öðrum munum af mikilli smekkvísi. 

Af fasteignavef mbl.is: Dísaborgir 4. 

mbl.is