Við ætlum að verða gömul hérna

Erna Geirlaug Árnadóttir innanhússarkitekt.
Erna Geirlaug Árnadóttir innanhússarkitekt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Erna Geirlaug Árnadóttir innanhússarkitekt hefur alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og tísku. Hún útskrifaðist frá ISAD í Mílanó á Ítalíu fyrir 20 árum og hefur síðan þá unnið fjölbreytt verkefni tengd innanhússarkitektúr en hún hefur líka gert fleira. Hún teiknaði til dæmis og byggði einbýlishúsið sem hún býr í ásamt fjölskyldu sinni. Og að sjálfsögðu teiknaði hún allar innréttingar í húsið.

Árið 2006 sóttum við hjónin um lóð hér í Hafnarfirði sem við fengum og þá fór allt á fullt. Ég teiknaði húsið frá A-Ö með smá aðstoð frá samstarfsmönnum á arkitektastofunni sem ég vann á á þeim tíma. Ég teiknaði auðvitað allar innréttingar en við völdum að hafa eik í öllu. Ég teiknaði líka skenka og allar innihurðir sem eru hvítlakkaðar og með gleri. Við létum Smíðaþjónustuna sérsmíða allar innréttingar í húsið,“ segir Erna þegar hún er spurð út í sitt eigið heimili.
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon

Vel skipulagt eldhús

Þegar inn í húsið er komið sést vel að eldhúsið er vel skipulagt með góðu skápaplássi. Í eldhúsinu er heill skápaveggur þar sem ísskápur og fleira er falið á bak við eikarhurðir.

„Eldhúsið er mjög þægilegt og mjög gott að vinna í því. Það er mjög glott flæði í eldhúsinu ef svo má segja,“ segir hún.

Ofnar eru MIELE og koma frá Eirvík og borðplata er graníti og kemur frá Granítsmiðjunni. Blöndunartækin eru frá Vola og voru þau keypt í Tengi. Þegar Erna er spurð að því hvernig eldhús þurfi að vera segir hún að það þurfi að sjálfsögðu að vera fallegt og það þurfi að vera gott að vinna í því.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon

Allt til alls á baðinu

Þegar inn á baðherbergi er komið er bæði baðkar og sturta. Ernu fannst það skipta mjög miklu máli. Á baðherberginu eru líka góðir skápar fyrir handklæði og fleira dót sem fylgir baðherberginu.

„Svo kom þetta allt þegar ég byrja að skipuleggja rýmið. Ég lagði mikið upp úr því að baðherbergið væri klassískt og fallegt og með mjög góðri lýsingu.“

Aðspurð um innréttingar á baðherberginu segir Erna að þær hafi verið sérsmíðaðar hjá Smíðaþjónustunni.

„Flísarnar heita INDUSTRAL SAGE SOFT og eru í stærðinni 60X60 cm og við keyptum þær í Birgisson. Borðplatan er úr gráum marmara og kemur hún líka frá Granítsmiðjunni. Blöndunartækin á baðherberginu koma frá Vola og koma þau frá Tengi, vaskur og klósett eru FLAMINIA og koma líka frá Tengi,“ segir Erna. Spegillinn og sturtuglerið var sérpantað hjá Samverk.

Aðspurð hvernig henni finnist heimili hafa þróast síðustu 20 ár segir hún að það hafi ótal margt breyst.

„Fyrir 20 árum þegar ég var að byrja þá var ég meira að teikna bara eldhús eða baðherbergi, en núna er meira um að fólk komi og biðji mig að taka allan pakkann til að fá heildarhönnun á húsið.

Fólk biður mikið um aðstoð með eldhús, baðherbergi, efnisval, tækjakaup, borðplötur, litaval, húsgögn, uppröðun húsgagna og líka aðstoð við að hengja upp málverk og fleira í þeim dúr. Þetta er svo gaman, maður þarf að vera opinn fyrir nýjum hlutum og hugmyndum, svo er nauðsynlegt að skoða blöð, Pinterest og Instagram. Það heldur mér ferskri,“ segir hún.

Spurð hvort hún sé á förum úr húsinu segir hún svo ekki vera.

„Við ætlum að einbeita okkur að því að klára fallega húsið okkar og við ætlum okkur að verða gömul hérna.“

Þeir sem vilja fylgja Ernu á samfélagsmiðlum geta fundið hana undir ErnaGeirlaug_innanhússarkitekt á Facebook og á Instagram.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »