Sápublöndur í staðinn fyrir skordýraeitur

Steinunn Reynisdóttir garðyrkjurfræðingur.
Steinunn Reynisdóttir garðyrkjurfræðingur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Með góðu skipulagi og réttu vali á plöntum þarf ekki að útheimta svo mikla vinnu að halda garðinum fínum og fallegum. Margir rækta matjurtir og uppskera ríkulega eftir sumarið. 

Þeir eru eflaust margir sem iða í skinninu eftir að koma garðinum í gott horf fyrir sumarið. Síðasta sumar var jú ekki hægt að koma miklu í verk, enda veðrið með allraleiðinlegasta móti. Helstu spekingar vænta þess að þetta sumar verði töluvert skárra og ættu garðyrkjutólin því vonandi að fá mikla notkun næstu vikurnar og mánuðina.

Steinunn Reynisdóttir, garðyrkjufræðingur hjá Garðheimum, segir að framboð á sumarblómum verði svipað og síðustu árin en veðrið setti svip sinn á framboð og eftirspurn síðasta sumar. „Veðurfarið setti strik í reikninginn hjá garðyrkjubændum og ýmist hamlaði kuldinn vexti eða vætan drekkti plöntunum. Við erum bjartsýn fyrir sumrinu og eigum von á að veðrið verði okkur hliðhollt í ár og garðar megi blómstra sem aldrei fyrr.“

Greina má ákveðna tískustrauma í garðyrkjunni rétt eins og á öðrum sviðum mannlífsins. Stundum eru ákveðnir litir ríkjandi, eða vissar plöntur þykja svo ómissandi að þær má sjá í öðrum hverjum garði. Um þessar mundir segir Steinunn að margir leggi áherslu á að velja plöntur sem ekki þarf að hafa of mikið fyrir og eru helst fallegar árið um kring. „Kemur t.d. vel út að blanda saman sígrænum plöntum og lauffellandi plöntum sem gefa fallega blómgun. Hortensíur njóta lika mikilla vinsælda og koma vel út bæði innandyra og í görðum og setja sterkan svip á umhverfið sitt,“ útskýrir Steinunn og bætir við að unga fólkið virðist meira tilbúið að gera tilraunir með nýja liti í garðinum.

Þó sumir þekki ekkert betra en að verja hálfu sumrinu úti í garði með puttana í moldinni þá vilja margir halda vinnunni við garðinn í lágmarki. Steinunn segir að þurfi alls ekki að vera svo tímafrekt að halda garðinum í horfinu en mikilvægt sé þá að sinna garðverkunum jafnt og þétt. „Gildir þá að fara reglulega út í garð, jafnvel bara í tíu mínútur, og skima eftir því hvort illgresi er tekið að vaxa einhvers staðar. Er þá hægt að grípa inn í áður en ástandið fer úr böndunum. Einnig er hægt að nota jarðvegsdúka eða jafnvel dagblöð til að breiða yfir illgresi í beðum og setja t.d. sandlag yfir og kæfa þannig illgresið.“

Er brýnt að reyna að ná arfanum upp með rótum því sumar tegundir dreifa sér bæði neðan- og ofanjarðar. „Skriðsóley dreifir sér t.d. með rótarkerfinu og gerir því takmarkað gagn að taka bara þann hluta sem stendur upp úr moldinni.“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Lykillinn að góðri uppskeru

Þá virðist ekkert lát ætla að verða á áhuga á matjurtarækt. Urðu landsmenn mjög áhugasamir um að rækta eigið grænmeti og ávexti eftir bankahrun og er þróunin í dag sennilega drifin áfram af vitundarvakningu um mikilvægi þess að borða lífræn og eiturefnalaus matvæli sem ekki hafa verið flutt yfir lönd og höf. Skemmir heldur ekki fyrir að í grónari hverfum eru aðstæður orðnar svo góðar að með smá lagni má uppskera safaríka ávexti þegar líða tekur á sumarið. „Við hefjum sölu á matjurtunum í lok maí og er það aðallega til þess gert að fólk sé ekki að gróðursetja þessar plöntur of snemma því oft þola þær illa næturkulda,“ útskýrir Steinunn.

Flestir ættu að geta farið létt með grænmetisræktunina og segir Steinunn að það sé helst kálið sem þurfi að verja gegn ágangi kálflugunnar en það er gert með því að breiða sérstakan dúk yfir. „Skiptir máli að vera vakandi yfir ástandi jarðvegsins, reyna að hafa hann léttan og næringarríkan og t.d. blanda hann með moltu, hænsnaskít eða þörungamöli þegar þess er þörf. Svo er ráðlegt að stunda skiptiræktun, þar sem t.d. salatið fær að vaxa á einum stað og gulræturnar á öðrum eitt sumarið, og svo svissað milli ára.“

Getur lítill skiki gefið af sér mikla uppskeru og segir Steinunn að margir þurfi að huga sérstaklega að því hvernig má geyma og nýta grænmetið sem best. „Sumt gæti verið sniðugt að súrsa, og annað má geyma í frysti eða gera að sultu. Svo er grænmeti á borð við kartöflurnar sem geymast vel á köldum og dimmum stað.“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Hægt að fara aðrar leiðir en að eitra

Það heyrir í dag til undantekninga að garðar séu úðaðir hátt og lágt með skordýraeitri. Segir Steinunn að bæði hafi margar eiturtegundir verið bannaðar en eins hafi fólk almennt betri skilning á því í dag að heilbrigð skordýraflóra er góð fyrir garðinn. „Fari skordýr að valda ama þá má nota skaðminni efni eins og sápublöndur sem búnar eru til úr fitusýrum eða Neem-olíu. Einnig eru til sérstök límbönd sem vefja má neðst um stofna að hausti til að stöðva skorkvikindi sem skríða upp plöntuna og hindra að þau nái að verpa við brumin. Dugi það ekki til og tiltekið tré er í hættu má láta nægja að úða bara það tré, frekar en allan garðinn eins og hann leggur sig.“

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Hætt að sofa saman eftir 15 ára samband

Í gær, 22:00 „Þó við eigum margt sameiginlegt þá erum við ólíkir persónuleikar, t.d. er ég mun félagslyndari hann. Það reynist okkur því oft erfitt að gera eitthvað félagslegt því hann hangir oft og tíðum bara í símanum á meðan.“ Meira »

Ást kvenna til karla spilar stórt hlutverk

Í gær, 18:00 Ólöf Júlíusdóttir varði doktorsritgerð sína í félagsfræði á föstudaginn. Ritgerðin ber heitið Tíminn, ástin og fyrirtækjamenning: Valdaójafnvægi kvenna og karla í stjórnendastöðum í íslensku efnahagslífi. Ólöf hefur alltaf haft áhuga á hvers kyns mismunun og þegar henni bauðst tækifæri á að skoða valdaójafnvægi í íslensku viðskiptalífi lét hún slag standa. Meira »

Megastutt en áhrifarík æfing Önnu

Í gær, 16:00 Anna Eiríksdóttir kennir lesendum að gera stutta en mjög áhrifaríka æfingu. Það eina sem þú þarft er jóga-dýna og svo er ágætt að vera í léttum leikfimisfötum. Meira »

Elli og Solla létu pússa sig saman

Í gær, 12:10 Sólveig Eiríksdóttir grænmetis- og veganfrumkvöðull gekk að eiga kærasta sinn, Elías Guðmundsson í gær. Athöfnin fór fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði en svo var slegið upp veislu í Valsheimilinu. Meira »

Ertu til í ást sem endist?

Í gær, 11:27 Það eru til margar áhugaverðar leiðir til að laða til sín ást sem endist.   Meira »

Flest erum við afleitir samningamenn

Í gær, 05:00 Aðalsteinn Leifsson segir að fólk nái miklu betri árangri í lífinu ef það er gott í samningatækni. Hann segir vont þegar fólk heldur að það sé bara ein leið í boði. Meira »

Heillaði alla í bláu ermunum

í fyrradag Cate Blanchett sannaði það í buxnadragt frá Alexander McQueen að svartar buxnadragtir þurfa ekki að vera leiðinlegar.   Meira »

Dr. Ruth er með lykilinn að góðu kynlífi

í fyrradag Ef þú vilt ráð frá Dr. Ruth, einum helsta sérfræðing sögunnar í kynlífi, þá ættir þú að vanda valið á makanum þínum. Að finna félaga sem þú getur treyst er lykillinn að góðu kynlífi. Meira »

„Ég tárast við ótrúlegustu aðstæður“

í fyrradag „Ég hitti t.d. nágrannakonu sem var að flytja í sveitina og hún bauð mér að líta inn fljótlega. Ég sagði takk og svo fóru tárin að streyma þarna í Nettó! Ég bara ræð ekki við þetta en óttast að fólk misskilja þetta þegar ég flóði í tárum að ástæðulausu.“ Meira »

Moore upplifði sig of þunga og neikvæða

í fyrradag Þrátt fyrir að vera ein þekktasta leikkona í heimi var Demi Moore ekki örugg með sjálfa sig hér á árum áður.   Meira »

Hinsegin útgáfa af Lundanum slær í gegn

í fyrradag Epal hefur í samstarfi við hönnuðinn Sigurjón Pálsson bætt nýjum lunda á markað og kemur hann í takmörkuðu upplagi. Lundinn ber nafnið Puffin Pride og ber goggurinn liti regnbogans sem einkennir regnbogafánann sem notaður er við gleðigöngur hinsegin daga víðast hvar í heiminum. Meira »

Varð stríðsmaður ástarinnar eftir fyrsta áfallið

í fyrradag Sara Oddsdóttir útskrifaðist með mastersgráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík nýverið. Hún starfar við andlega leiðsögn hjá Sólum. Meira »

Kynlífs-tékklisti hristir upp í kynlífinu

16.8. Kynlífs-tékklisti getur hrist upp í hlutunum í svefnherberginu og á sama tíma dregið úr pressunni á að hver stund sé lostafull. Meira »

Sunneva Eir í geggjuðum fíling

16.8. Sunneva Eir Einarsdóttir lét sig ekki vanta þegar sumarfestival Fjallkonunnar og Sæta Svínsins var haldið í gærkvöldi við mikinn fögnuð. Meira »

Þetta gerist ef þú borðar meira af rauðrófum

16.8. „Rauðrófur hafa orðið vinsælar sem ofurfæða á undarförnum árum, vegna rannsókna sem benda til að rauðrófur, duft úr þeim og rauðrófusafi geti bætt árangur líkamsræktarmanna, lækkað blóðþrýsting og aukið blóðflæði um líkamann.“ Meira »

Íslendingar vinna með auglýsingahönnuði Nike

16.8. Fatahönnuðurnir Ýr Þrastardóttir og Alexander Kirchner ætla að leggja land undir fót að kynna nýtt vörmerki sitt sem bar nafnið Warriör. Þau kynna nýtt kvikmyndaverk og verða með Pop-up verslun um helgina þar sem fólk getur nálgast vörurnar þeirra. Meira »

Bauð upp á Bæjarins bestu í sextugsafmælinu

16.8. Sigurbjörn Magnússon hélt upp á sextugsafmæli sitt með miklum glæsibrag á dögunum. Boðið var upp á Bæjarins bestu í afmælinu enda eru þær í miklu uppáhaldi hjá afmælisbarninu. Meira »

Ástand húðarinnar hefur áhrif á sjálfstraustið

16.8. Bryndís Alma Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri Húðfegrunar. Hún býr í Sviss ásamt fjölskyldu sinni og kemur reglulega til landsins. Hún segir jafnrétti kynjanna á ólíkum stað í löndunum og reynir að innleiða það besta sem hún sér úti hérna heima. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira »

Með rúlluna á veitingastaðnum

15.8. Leikkonan Courteney Cox lætur húðumhirðuna ekki mæta afgangi ef marka má myndir af henni nota andlitsrúllu á veitingastað í New York nýlega. Meira »

Svona losnar þú við „ástarhöldin“

15.8. Það eru margir sem vilja losna við hliðarspikið. Hvort virkar betur að gera planka eða uppsetur?  Meira »

12 lífsstílsráð til heilbrigðis

15.8. „Það eru nokkur persónueinkenni sem virðast fylgja þeim sem taldir eru afar heilbrigðir einstaklingar (ef þeir eru til á annað borð til) og það er sama hvar mig ber niður hvað þetta málefni varðar þá koma upp sömu atriði aftur og aftur hjá þeim sérfræðingum sem telja sig geta sagt okkur hvað heilbrigði er.“ Meira »