Rut Kára hannaði fantaflotta þakíbúð

Glæsileg 152,2 fermetra stór þakíbúð í Sjálandinu í Garðabæ er komin á sölu. Þakíbúðir eru ekki algengar á Íslandi en þessi hefur allt það sem góð þakíbúð þarf að bera, góða lofthæð, stóra partýstofu og þaksvalir með heitum potti. 

Innanhúsarkitektinn Rut Káradóttir hannaði innréttingarnar í íbúðina. Eldhús, borðstofa og stofa eru í sama rými og er falleg eyja hjarta heimilisins. Hjónaherbergið er með fataherbergi og innangengt er úr herberginu inn á aðalbaðherbergið.

Núverandi íbúar hafa skreytt stofuna með fallegum og stórum listaverkum og hönnunarvörum á borð við fræga hægindastólinn eftir Charles og Ray Eames. 

Af fasteignavef Mbl.is: Langalína 2 

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál