Heillandi heimili innanhússráðgjafa í Garðabæ

Stofan er björt og fallega innréttuð.
Stofan er björt og fallega innréttuð. mbl.is/Arnþór

Birgitta Ösp Atladóttir innanhússráðgjafi býr ásamt fjölskyldu sinni í bjartri og fallegri íbúð í Garðabæ. Hún segir stílinn á heimilinu fremur skandinavískan og einfaldan.

Birgitta segir mikilvægast, þegar kemur að innréttingu heimilisins, að heimilisfólkinu líði vel. „Eins og er erum við með tvö börn þannig að hlutirnir mega ekki vera þannig að „ekkert má“ og auðvitað tekur heimilið mið af því,“ útskýrir hún. „Litapallettan skiptir mig líka miklu máli og að hlutirnir tali saman svo að heildarmyndin sé róleg en hafi samt ákveðinn takt. Það hefur tekið sinn tíma að finna akkúrat minn stíl en ég er mjög ánægð með hvernig heimili okkar hefur þróast.“

Ruggustóllinn er hönnun Niels Eilersen og hangandi blómapotturinn er frá …
Ruggustóllinn er hönnun Niels Eilersen og hangandi blómapotturinn er frá Postulínu. mbl.is/Arnþór

Hvað varðar innblástur segir Birgitta ferðalög þar ofarlega á lista. „Ég er mikil borgarpía og veit fátt betra en dást að götutískunni, skoða búðir og kíkja svo á fallega veitingastaði og bari.
Ég nota mikið Instagram og Pinterest en mér finnst líka ennþá gott að skoða tímarit þótt það sé auðveldara að komast í myndir á netinu. Mér finnst alltaf áhugavert að lesa viðtölin og sjá hvernig fólk upplifir heimili sín og finn þá oftast eitthvað sem ég get tekið til mín og lært af.“

Viðtalið í heild er í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.

Notalegt á svölunum.
Notalegt á svölunum. mbl.is/Arnþór
Borðstofuljósið er frá hönnunarhúsinu Gubi.
Borðstofuljósið er frá hönnunarhúsinu Gubi. mbl.is/Arnþór
Birgitta Ösp innanhússráðgjafi.
Birgitta Ösp innanhússráðgjafi. mbl.is/Arnþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál