Þetta eru dýrustu sumarhúsin

Bústaðurinn við Skálabrekkugötu er sá dýrasti á fasteignamarkaðnum í dag.
Bústaðurinn við Skálabrekkugötu er sá dýrasti á fasteignamarkaðnum í dag. ljósmynd/Af fasteignavef Mbl.is

Sumum finnst heillandi að liggja í tjaldi um verslunarmannahelgina á meðan öðrum finnst tilhugsunin um amerískt rúm í sumarbústað meira spennandi. Fjöldi fallegra sumarbústaða er á fasteignamarkaðnum en verðmiðinn er mishár eins og Smartland komst að þegar dýrustu sumarhúsin voru tekin saman. 

Skálabrekkugata - 95,7 milljónir

Í landi Skálabrekku með útsýni yfir Þingvallavatn stendur einn glæsilegasti og jafnframt dýrasti sumarbústaðurinn á fasteignamarkaðnum í dag. Húsið er heilsárshús og er 139 fermetrar en gestahús fylgir. Húsin eru hönnuð af innanhússarkitektinum Rut Káradóttur. 

Af fasteignavef Mbl.is: Skálabrekkugata 10

Rut Káradóttir hannaði bústaðinn.
Rut Káradóttir hannaði bústaðinn. ljósmynd/Af fasteignavef Mbl.is

Valhallarstígur nyrðri, Þingvöllum - 80 milljónir

Þessi sumarbústaður við Þingvelli er fallegur með einstöku útsýni. Húsið er byggt árið 1930 og komið til ára sinna en í lýsingu á fasteigninni stendur að tími sé kominn á endurnýjun. 

Af fasteignavef Mbl.is: Valhallars. Nyrðri 8

Valhallarstígur nyrðri.
Valhallarstígur nyrðri. ljósmynd/Af fasteignavef Mbl.is

Laufskálabyggð - 69 milljónir

Þessir tveir sumarbústaðir við Flúðir eru öðruvísi en margir aðrir bústaðir. Við Laufskálabyggð 11 og 12 eru tvö hús til sölu og er ásett verð á þeim báðum 69 milljónir. Húsin eru fyrir þá sem vilja aðeins öðruvísi sumarbústað enda um að ræða bjálkahús frá Tennessee-ríki í Bandaríkjunum. 

Af fasteignavef Mbl.is: Laufskálabyggð 11

Af fasteignavef Mbl.is: Laufskálabyggð 12

Laufskálabyggð við flúðir.
Laufskálabyggð við flúðir. ljósmynd/Af fasteignavef Mbl.is

Furuhvammur - 59,9 milljónir

Þessum sumarbústað í Skorradal fylgir einstaklega gott útsýni. Húsið er á tveimur hæðum og er 153 fermetrar. Búið er að gera húsið fallega upp að innan. Bústaðurinn lítur einna helst út fyrir að vera úr dönsku hönnunartímariti þegar myndir af bústaðnum að innan eru skoðaðar.  

Af fasteignavef Mbl.is: Fururhvammur 4

Furuhvammur.
Furuhvammur. ljósmynd/Af fasteignavef Mbl.is

Langanes - 54,9 milljónir

Rétt fyrir utan Hvolsvöll stendur þetta glæsilega sumarhús sem sker sig frá mörgum öðrum sumarhúsum svona hvítmálað. Húsið er 113 fermetrar og allt hið glæsilegasta en það er til að mynda sérstaklega hljóðeinangrað á milli herbergja.  

Af fasteignavef Mbl.is: Langanes 7 

Langanes.
Langanes. ljósmynd/Af fasteignavef Mbl.is

Djúpahraun - 52,5 milljónir

Um er að ræða 132,8 fermetra bústað á tveimur hæðum í landi Miðengis í Grímsnes- og Grafningshreppi. Húsið var byggt árið 2006. 

Af fasteignavef Mbl.is: Djúpahraun 14

Djúpahraun.
Djúpahraun. ljósmynd/Af fasteignavef Mbl.is

Heyholt - 50 milljónir

Skemmtilegur og öðruvísi sumarbústaður í Borgarbyggð. Með sumarbústaðnum fylgir sérstakt 34 fermetra baðhús. Fasteigninni fylgir einnig næsta lóð en með því að eiga hana er hægt að tryggja fallegt útsýni.  

Af fasteignavef Mbl.is: Heyholt 

Heyholt.
Heyholt. ljósmynd/Af fasteignavef Mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál