Brúðkaupsmyndir Alexöndru og Gylfa upp á vegg

Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson voru glæsileg á …
Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson voru glæsileg á brúðkaupsdaginn sinn. Skjáskot/Instagram

Brúðkaupsmyndir úr brúðkaupi Alexöndru Helgu Ívarsdóttur og Gylfa Þórs Sigurðssonar eru komnar upp á vegg á heimili þeirra.

Hjónin gengu í það heilaga við Como-vatn á Ítalíu í júní að viðstöddu fjölmenni eins og mbl.is greindi frá. 

Nú lifa minningarnar á heilum vegg í stofunni þar sem búið er að stækka upp og ramma inn 19 myndir úr brúðkaupinu. Allar myndirnar eru svarthvítar og eru rammaðar inn í svarta ramma með kartoni. Veggurinn á bak við myndirnar er málaður svartur þannig að í heild sinni er veggurinn eins og eitt stórt listaverk.

Þessi uppröðun á myndum kemur vel út og passar einstaklega vel við Eggið hans Arne Jacobsen sem er löngu orðið klassískt húsgagn.

View this post on Instagram

I think Koby likes the wedding photowall 🐶📸

A post shared by Lexa (@alexandrahelga) on Aug 7, 2019 at 10:21am PDT

Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson fóru í brúðkaupsferð …
Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson fóru í brúðkaupsferð á Maldavi-eyjum. Ljósmynd/Instagram
Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Sigurðsson eru búin að búa …
Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Sigurðsson eru búin að búa til myndavegg með myndum úr brúðkaupinu. Ljósmynd/Instagram
mbl.is