Í þessu húsi bjó Ellen einu sinni

Josh Hutcherson, Ellen DeGeneres og Heath Ledger eiga öll það …
Josh Hutcherson, Ellen DeGeneres og Heath Ledger eiga öll það sameiginlegt að hafa átt þetta gullfallega timburhús.

Leikarinn Josh Hutcherson, sem gert hefur garðinn frægan í Hunger Games kvikmyndunum, hefur sett húsið sitt í Los Angeles á sölu. Hutcherson er ekki sá eini í skemmtanabransanum sem hefur búið í húsinu en Ellen DeGeneres bjó þar um tíma allt þar til hún seldi það árið 2005. 

Leikarinn Heath Ledger keypti það af DeGeneres en hann lést árið 2008. Hutcherson keypti það árið 2012 fyrir 2,5 milljónir bandaríkjadala. Það var um það leyti sem hann var að skjótast upp á stjörnuhimininn en fyrsta Hunger Games myndin kom út sama ár. Nú er verðmiðinn á húsinu 3,5 milljónir bandaríkjadala. 

Húsið var byggt árið 1951 og er staðsett við götuna Woodrow Wilson í Hollywood Hills í Los Angeles. Það er ekki risavaxið, um 170 fermetrar, með tveimur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Garðurinn og útisvæðið vinnur upp á móti fermetrafjöldanum þar sem úti er bíóaðstaða með sætum og skjá. 

Andyri hússins er einstaklega hlýlegt.
Andyri hússins er einstaklega hlýlegt. Ljósmynd/The Agency
Það eru tvö svefnherbergi í húsinu.
Það eru tvö svefnherbergi í húsinu. Ljósmynd/The Agency
Ljósmynd/The Agency
Útisvæðið er notalegt.
Útisvæðið er notalegt. Ljósmynd/The Agency
Hægt er að horfa á kvikmyndir úti á verönd.
Hægt er að horfa á kvikmyndir úti á verönd. Ljósmynd/The Agency
mbl.is