Eru þetta ljótustu baðherbergin?

skjáskot/Twitter

Það eru eflaust margir sem væru til í að taka baðherbergið sitt í gegn. Flestir geta þó sætt sig við að ljóta baðherbergið á heimilinu er hvergi nærri jafn skrítið og þau baðherbergi sem Twitter-notendur deildu myndum af á dögunum. 

Twitter-notandinn Sara Schauer byrjaði skemmtilegan þráð þar sem hún birti myndir af tveimur baðherbergjum og sagðist eiga erfitt með að ákveða hvort væri verra. Á fyrri myndinni má sjá þvottavél fyrir ofan klósettið sjálft og líkir Schauer því við rússneska rúllettu. Á hinni myndinni má sjá bað og brattan stiga við hliðina á. Telur hún auðvelt fyrir fólk að renna niður stigann. 

Tíst Schauer fékk mjög góð viðbrögð og reyndu sumir að toppa Schauer með því að birta myndir af forljótum og undarlegum baðherbergjum eins og sjá má hér að neðan. Ekki er hægt að segja hvaða baðherbergi liggur mest á að taka í gegn. Eitt er víst að ekki er alltaf gert ráð fyrir klósettum, baðkörum eða þvottavélum þegar hús eru byggð. 

skjáskot/Twitter
skjáskot/Twitter
skjáskot/Twitter
skjáskot/Twitter
skjáskot/Twitter
skjáskot/Twitter
mbl.is