Við Skipholt í Reykjavík stendur glæsileg Penthouse-íbúð þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja. Íbúðin er 192 fm að stærð og ákaflega vel skipulögð.
Í eldhúsinu er svört bæsuð viðarinnrétting með granít-borðplötu. Gott skápapláss er í eldhúsinu og mikið vinnupláss. Stór eyja setur svip sinn á eldhúsið og stúkar af eldhús og borðstofu.
Á heimilinu eru vönduð og góð húsgögn sem er raðað upp á smekklegan hátt eins og sést á myndunum.