Nútímalegur fjallakofafílingur í Skorradal

Stofan, eldhúsið og borðstofan eru í einu rými.
Stofan, eldhúsið og borðstofan eru í einu rými. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Í landi Hvamms í Skorradal stendur heillandi sumarhús þar sem eigendur hafa aldeilis tekið til hendinni og gert fallegt í kringum sig.

Bústaðurinn er 153 fm að stærð og var byggður 2006. Hann er á tveimur hæðum og eru rúm fyrir 12 manneskjur í húsinu. 

Á neðri hæðinni er hátt til lofts og vítt til veggja. Eldhúsið er með dökkri innréttingu og er svæðið þar í kring dökkt og dramatískt. Svartur SMEG-ísskápur setur svip sinn á eldhúsið og líka eyjan þar sem hægt er að matbúa ofan í stóra fjölskyldu. 

Ljósari litir fá að njóta sín í stofunni og er nútímalegur fjallakofalegur fílingur á húsinu. Eins og sést á myndum Gunnars Sverrissonar ljósmyndara má glögglega sjá að þarna er sko hægt að slaka á og hafa það notalegt. 

Af fasteignavef mbl.is: Furuhvammur 4

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
mbl.is