Barnalæknirinn býr vel í vesturbænum

Guðrún Scheving Thorsteinsson barnalæknir hefur sett sína huggulegu íbúð við Grenimel í Reykjavík á sölu. Um er að ræða 227 fm íbúð sem stendur í húsi sem byggt var 1945. Eignin skiptist í 163,6 fm hæð, 40,2 fm ris og 23,5 fm bílskúr. 

Eins og sést á myndunum er fallegt um að litast í íbúðinni. Heillandi húsgögn prýða hvert herbergi og er öllu listilega raðað upp. Í stofunni eru til dæmis falleg antik-húsgögn og falleg listaverk í forgrunni. 

Við hlið stofunnar er eldhús og er það afmarkað með stórum og miklum vegg sem er í raun bókahilla. Eldhúsið er stórt og mikið með flennistóru vinnuplássi. Þar er frístandandi eyja og stórt eldhúsborð. Pláss er fyrir allt sem skiptir máli og meira til. 

Á sömu hæð er líka sjónvarpsherbergi með arinn. 

Af fasteignavef mbl.is: Grenimelur 7

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál