Þetta heldur áfram að vera í tísku á heimilinu

Er heimilið þitt í tísku?
Er heimilið þitt í tísku? mbl.is/Thinkstockphotos

Innanhússstraumar breytast rétt eins og skótíska. Ef þú ert að velta því fyrir þér hvort húsgögnin sem þig langar í verði dottin úr tísku á morgun er gott að fara yfir hvað sérfræðingar segja um málið. Á vef MyDomaine fara nokkrir innanhússsérfræðingar yfir hvað heldur áfram að vera í tísku á næstunni. 

Gamlir hlutir

Kate Lester innanhússhönnuður hefur fulla trú á því að gamlir hlutir haldi áfram að vera í tísku. Hún mælir með flóamörkuðum og búðum sem selja notaða muni. Lester vill meina að gamlir hluti gefi hverju rými karakter og ákveðna dýpt. 

Mikið af björtum litum

Bjartir og fallegir litir eru ekki að detta úr tísku að mati Mel Bean innanhússarkitekts. Hún segir það líklega breytast hvernig fólk muni nota litina og segir spennandi hvernig fólk notar bjarta liti. Hún bendir á að bjartir litir hafi alltaf verið notaðir. 

Handverk

Innanhússhönnuðurinn Jess Cooney telur að fólk fari að fjárfesta meira í innanhússmunum sem eru unnir á staðnum og í höndunum. 

Gamalt í bland við nýtt.
Gamalt í bland við nýtt. mbl.is/Thinkstockphotos

Náttúruleg efni

Innanhússhönnuðurinn Tammy Price hefur fulla trú á náttúrulegum efnum og segir sem dæmi að mottur sem unnar eru úr náttúrulegum efnum hafi komið sterkar inn. 

Blanda saman 

Innanhússhönnuðurinn Shea McGee segir að fólk sé byrjað að blanda saman ólíkum stílum og efnum í eldhúsinu og það á bara eftir að halda áfram. Allt í stíl er greinilega ekki í tísku.

Fínni vinnuherbergi

Herbergi á borð við þvottaherbergi eru oftast látin mæta afgangi þrátt fyrir að fólk eyði miklum tíma í þessum herbergjum. Innanhússhönnuðurinn Emilie Munroe segir að fólk sé byrjað að huga að hönnun slíkra herbergja í auknum mæli. 

Skrautlegt gólfefni.
Skrautlegt gólfefni. mbl.is/Thinkstockphotos

Skrautlegar flísar

Fólk tekur í auknum mæli áhættu til þess að gera heimili sín einstök. Innanhússhönnuðurinn Bria Hammel segir að það sé auðvelt að gera heimili einstök með því að velja skrautlegar flísar. 

Ósýnilegt í eldhúsinu

Innanhússhönnuðurinn Nina Magon telur að fólk haldi áfram að velja einfaldleika þegar kemur að eldhúsinu. Á hún þar við að höldur og annað slíkt verði ósýnilegt. Þar með skapast hreinar línur og minna „sjónrænt drasl“ eins og hún orðar það. Hver elskar ekki hreint eldhús?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál