Guðjón í OZ „kaupir“ glæsihús við Túngötu

Guðjón Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ hefur búið í Næpunni við Skálholtsstíg …
Guðjón Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ hefur búið í Næpunni við Skálholtsstíg lengi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Félag Guðjóns Más Guðjónssonar, Akínita ehf., hefur fest kaup á Túngötu 34 af Önnu Margréti Jónsdóttur og Árna Harðarsyni. Félagði Akínita var stofnað 31.1. 2018 og samkvæmt Ríkisskattstjóra er um að ræða einkahlutafélag sem leigir út atvinnuhúsnæði. 

Smartland fjallaði ítarlega um Túngötu 34 þegar húsið fór á sölu fyrr á þessu ári. 

Hjónin Anna Margrét og Árni hafa lagt mikinn metnað í að gera húsið sem glæsilegast úr garði en þau létu til dæmis endurhanna eldhúsið á einstakan hátt. 

Guðjón Már hefur búið í Næpunni við Skálholtsstíg 7 í Reykjavík lengi en í því húsi er 251 fm íbúð og 226 fm skrifstofa. OZ er einnig með skrifstofur í Næpunni en fasteignin hefur verið í eigu Fossa ehf. síðan 2019. Stjórnarformaður Fossa ehf. er Aðalheiður Magnúsdóttir sem nýverið keypti Ásmundarsal. 

Eitt fallegasta hús landsins er komið á sölu. Túngata 34.
Eitt fallegasta hús landsins er komið á sölu. Túngata 34.
Túngata 34 þykir ákaflega vel hannað og fallegt hús.
Túngata 34 þykir ákaflega vel hannað og fallegt hús.
mbl.is