Eiginkona Andra Más selur 538 fm höll í 101

Valgerður Franklínsdóttir hefur sett sitt glæsilega einbýlishús á sölu. Húsið er 538 fm að stærð og hefur verið endurnýjað ofan í kjöl eins og sagt er. Rut Káradóttir hannaði allar innréttingar í húsinu og falla þær vel inn í byggingarstíl hússins. Það var teiknað af Einari Erlendssyni og byggt 1928. Fasteignamat hússins 201.700.000 kr.

Húsið var ekki bara tekið í gegn að innan heldur var húsið allt endurnýjað að utan, bílskúr var byggður við húsið og lóð endurnýjuð frá grunni. 

Þegar inn í húsið er komið tekur einstakur heimur við. Allir veggir eru málaðir í ljósum sveppalit sem fer vel við stíflakkaða glugga, innihurðir, gólflista, loftlista og rósettur. Eikarparket er á gólfum sem setur svip sinn á heimilið. 

Eldhúsið er stórt og mikið með fallegum sérsmíðuðum innréttingum. Grágrýti er á borðum og sérlega falleg lýsing. 

Eins og sjá má á myndunum prýða falleg málverk heimilið ásamt hlýlegum húsgögnum. 

Af fasteignavef mbl.is: Sólvallagata 14

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál