Innipottur og einkarækt í Breiðholtinu

Við Starrahóla 5 stendur einbýlishús sem byggt var 1978. Húsið er 262 fm að stærð og er skemmtilegt fyrir margar sakir. Húsið var teiknað af Kjartani Sveinssyni og er sérlega vel skipulagt. 

Á gólfunum er Carrera-marmari sem setur svip á húsið. Allar innréttingar eru dökkbrúnar og alveg í takt við stemninguna sem ríkti þegar húsið var byggt. 

Falleg húsgögn prýða húsið og er mikið og gott útsýni yfir Reykjavík úr því. Það sem er kannski einna mest spennandi er innipotturinn sem er í kjallaranum ásamt gufubaði og einkarækt. Þetta hús er fullkomið fyrir þá sem vilja æfa og slaka á en vilja helst ekki svitna innan um ókunnuga í sveittum líkamsræktarstöðvum. 

Af fasteignavef mbl.is: Starrhólar 5

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál