Fantaflott fjölskylduíbúð á besta stað í RVK

Við Rauðalæk í Reykjavík stendur fjölskylduvæn og hugguleg 117 fm íbúð. Húsið sjálft var byggt 1958. Íbúðin hefur verið endurnýjuð mikið á síðustu árum og björt og falleg. 

Opið er á milli stofu og eldhúss en í síðarnefnda rýminu er vel skipulögð og góð innrétting með eyju og stórum bekk. Bekkurinn gerir það að verkum að plássið í eldhúsinu nýtist mjög vel. Eldhúsið er með hvítri sprautulakkaðri innréttingu og viðarborðplötum. 

Í íbúðinni er bæði sjónvarpsherbergi og stofa en auðveldlega er hægt að útbúa aukaherbergi þar sem sjónvarpið er. 

Eins og sést á myndunum er íbúðin fjölskylduvæn, vel skipulögð og falleg. 

Af fasteignavef mbl.is: Rauðalækur 6

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál