Draumaraðhús á Seltjarnarnesi

Við Eiðismýri á Seltjarnarnesi stendur mjög smekklega innréttað 201 fm raðhús sem byggt var 1992. Búið er að endurnýja húsið töluvert, til dæmis með nýrri innréttingu frá Kvik með fallegum borðplötum og stórri eyju. 

Eldhúsið er opið inn í stofu þar sem hægt er að hafa það huggulegt á köldum vetrarkvöldum við arineld. Hátt er til lofts í stofu og eldhúsi og hafa húsráðendur einstakt lag á því að gera fallegt í kringum sig. 

Græni flauelssófinn setur svip sinn á stofuna og það gerir ljósið frá Flos líka en það fæst hérlendis í versluninni Casa. Inn af stofunni er svo rúmgóð borðstofa með stóru borðstofuborði og fallegum stólum sem koma hver úr sinni áttinni. Þar má til dæmis nefna Y stólinn eftir Hans J. Wegner í svörum lit. 

Í bílskúrnum er aukaíbúð sem er hressilega innréttuð og sannkallaður ævintýraheimur. 

Af fasteignavef mbl.is: Eiðismýri 8A

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál