Hlutirnir sem skal kaupa fyrst í stofuna

Mottan skiptir máli.
Mottan skiptir máli. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er mikilvægt að velja vel þegar stóru hlutirnir eru keyptir inn í stofuna. Það segir sig kannski sjálft en það er aðeins auðveldara að kaupa nýjan myndaramma en nýjan tungusófa. Á vef MyDomaine er því haldið fram að það sé auðvelt að innrétta herbergi með því að eiga fimm stóra hluti sem skapa ákveðna stemningu. Þetta eru hlutirnir sem hönnuðurinn Ashley Moore mælir með að keyptir séu fyrst. 

1. Motta

Mottur eru ekki bara til þess að sópa ryki undir eða hlýja manni á fótunum. Falleg stór motta rammar inn stofuna og setur fallegan svip á hana. Það eru til allskonar mottur núna svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 

2. Hvar ætlar þú að sitja?

Næsta mál á dagskrá er að finna rétta stóla eða sófa. Moore segir að þetta sé og ætti að vera stærsta fjárfestingin í herberginu. Stólarnir eða sófar ákveða líka fyrir þig hvernig þú átt eftir að nota rýmið. Eru þægindin í fyrirrúmi? Eða viltu hafa allt fínt fyrir allar veislurnar sem þú heldur? Hönnuðurinn mælir með góðum sófa og blanda svo stólum við til þess að lífga upp á rýmið. 

3. Gott sófaborð er í þriðja sæti 

Það þurfa allir að hafa borð fyrir drykki og snakk og þess vegna skiptir gott sófaborð máli. Sófaborðið er þó ekki bara nytsamlegt heldur má líka stilla upp fögrum hlutum eða skemmtilegum bókum á sófaborðið. 

4. Ekki gleyma gluggunum

Gluggatjöld geta gert stofuna mýkri. Gardínur þurfa ekki að vera rándýrar en gott er þó að þær hindri ljós sem og sýn forvitinna nágranna. 

5. Ljós að lokum

Það er ekki nóg að hafa bara ljós. Rétta lýsingin skiptir máli. Lampar veita til dæmis notalega lýsingu en gott er að nota mismunandi ljósgjafa til þess að skapa góða stemningu. 

Hvernig ljós eru í stofunni þinni?
Hvernig ljós eru í stofunni þinni? mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál