Yesmine og Addi Fannar flytja úr Sandavaðinu

Yesmine Olsson og Arngrímur Fannar Haraldsson.
Yesmine Olsson og Arngrímur Fannar Haraldsson. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Yesmine Olsson og Arngrímur Fannar Haraldsson, eða Addi Fannar eins og hann er kallaður, hafa sett sína vel skipulögðu íbúð á sölu.

Yesmine er einkaþjálfari og kokkur en hún hefur skrifað heillandi matreiðslubækur, haldið matreiðslunámskeið og búið til sjónvarpsþætti. Í eldhúsinu á íbúðinni voru sjónvarpsþættirnir teknir upp og öll tilraunamennska í eldhúsinu hefur farið þar fram. Addi Fannar er þekktur sem einn af prímusmótorum Skítamórals sem var ein vinsælasta hljómsveit landsins fyrir um 20 árum og lifir tónlistin enn í hjörtum landsmanna. Í dag er Addi Fannar viðskiptastjóri í Hörpu. 

Íbúðin er þriggja herbergja, 119 fm að stærð, og stendur í húsi sem byggt var 2005. Í íbúðinni eru eikarinnréttingar og eikarinnihurðir. 

Parket er á gólfum og risastórar svalir sem eru 15 fm að stærð. Eins og sést á myndunum er íbúðin smekklega innréttuð. 

Af fasteignavef mbl.is: Sandavað 9

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál