Fallega innréttað hjá ungu fólki í Drápuhlíð

Við Drápuhlíð í Reykjavík hefur ungt fólk komið sér upp fallegu heimili. Íbúðin stendur í húsi sem byggt var 1946 og er íbúðin 89,1 fm að stærð. 

Stofan er einstaklega smekkleg en dökkgrái liturinn á veggjunum passar vel við öll fallegu húsgögnin sem þar eru. Skemmtilegur myndaveggur setur svip sinn á rýmið og líka PH-ljósið og stólarnir frá Eames eru klæðskerasniðnir við borðstofuborðið. Eclipse-lampinn fer líka vel á hvítum skenk í stofunni og svo setur Vertigo-ljósið punktinn yfir i-ið en það fæst í HAF Store. Þar má líka sjá Y-stól Hans J. Wegner en hann er með handgerðri sessu og fæst í Epal. 

Íbúðin er máluð í fallegum litum. Gangurinn er í bláum tóni en þar er búið að koma upp góðu plássi fyrir yngstu kynslóðina. Eldhúsið er líka málað í þessum bláa lit og fer það vel við hvíta innréttingu og gráar borðplötur. 

Hjónaherbergið er svo málað í brúnbleikum lit sem heldur vel utan um fjölskylduna. 

Af fasteignavef mbl.is: Drápuhlíð 11

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál