Frægasti Daninn vildi einfalt heimili

Nikolaj Coster-Waldau og grænlensk eiginkona hans Nukaaka Coster-Waldau eiga fallegt …
Nikolaj Coster-Waldau og grænlensk eiginkona hans Nukaaka Coster-Waldau eiga fallegt heimili í Los Angeles. AFP

Game of Thrones-leik­ar­inn Ni­kolaj Coster-Waldau er einn frægasti Daninn um þessar mundir. Eftir hafa gert út frá Los Angeles í um 15 ár ákvað Coster-Waldau að nú væri loksins kominn tími á að eignast annað heimili í borginni að því fram kemur á vef Architectural Digest.

Coster-Waldau fékk danska vinkonu sína, Lonnie Castle, til þess að innrétta heimili fjölskyldunnar í Los Angeles í sumar ásamt Birgittu Nellemann. Þær innréttuðu allt áður en að eiginkona hans steig fæti inn í húsið. 

Heimilið er afar einfalt og segir GOT-leikarinn í myndbandi sem birtist með greininni að fyrir hafi veggirnir verið með skrautlegu veggfóðri. Hann kaus hins vegar að hafa allt einfalt enda stórir gluggar og nóg af grænu að finna úti. Skandinavískur stíllinn fær því að fylgja honum yfir hafið og á hann meira að segja sinn „hygge“-stað í garðinum. Í garðinum er einnig sundlaug sem Dananum fannst nauðsynlegt. 

mbl.is