Svanhildur Jakobsdóttir selur húsið í Fossvogi

Svanhildur Jakobsdóttir.
Svanhildur Jakobsdóttir. Árni Sæberg

Svanhildur Jakobsdóttir söngkona og útvarpsdrottning hefur sett sitt huggulega einbýli í Fossvogi á sölu. 

Um er að ræða 194 fm einbýli sem byggt var 1971. Húsið er smekklega innréttað enda er Svanhildur mikil smekkkona og ein af þeim sem virðist ekki eldast neitt. Í viðtali við Sunnudagsmoggann fyrir um ári síðan sagði hún að það væri vél í eldhúsinu sem héldi henni unglegri.

 „Ég er mjög hepp­in að hafa góða heilsu, ætli það sé ekki að ein­hverju leyti gene­tískt en ég þakka það þó aðallega nýkreist­um ávaxta­safa á hverj­um morgni.“

– Og hvað er eig­in­lega í hon­um?

„Allt sem ég á til; app­el­sín­ur, epli, gul­ræt­ur, hvaðeina.“

Já, bland­ar­ar eru greini­lega til fleiri hluta gagn­leg­ir en að færa mann ferska safa. Þeir geta líka haldið okk­ur ung­um, alltént sum­um okk­ar.  

– Hreyf­irðu þig mikið?

„Nei, ég geng með hund­inn. Hann er hins veg­ar mjög latur og nenn­ir ekki að fara langt, frek­ar en ég. Við erum mjög góð sam­an.“

En aftur að Kvistalandi 2. Húsið er staðsett á besta stað með garð í suður. Húsið er á einni hæð með risastórum sólskála.  Þar er líka arinn og á gólfunum eru bæði parket og flísar. 

Af fasteignavef mbl.is: Kvistaland 2

Mæðgurnar Anna Mjöll Ólafsdóttir og Svanhildur Jakobsdóttir hafa sungið mikið ...
Mæðgurnar Anna Mjöll Ólafsdóttir og Svanhildur Jakobsdóttir hafa sungið mikið saman í gegnum tíðina.
mbl.is