Splunkunýtt í 101: Eins og að vera kominn til útlanda

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Ef þig dreymir um að búa í miðbæ Reykjavíkur og nennir alls ekki að gera upp húsnæði með tilheyrandi kostnaði þá eru íbúðirnar við Brynjureit, Hverfisgötu 40-44 og Laugaveg 27a og b eitthvað fyrir þig.

Íbúðirnar eru 30-78 fm að stærð og eru allar mjög vandaðar og vel skipulagðar.

Íbúðirnar eru fullbúnar með fallegum innréttingum, gólfefnum, uppþvottavél og ísskáp. Um er að ræða sprautulakkaðar innréttingar frá danska framleiðandanum HTH, Arens og frá Cubo design sem selt er í Parka og eru eldhústækin frá AEG. Öll blöndunartæki eru frá Grohe og eru flísar og parket frá Parka.

Eins og sést á myndunum er hver fm nýttur til fulls og allt gert til þess að það fari sem best um íbúana.

Umhverfið í kringum blokkirnar er svolítið eins og fólk sé komið til útlanda en margar íbúðanna eru með stórum þakgörðum og á milli húsanna frá Hverfisgötu og Laugavegi liggur ný göngugata sem ber heitið Kasthústígur en þar eru skemmtileg verslunarpláss.

Alls eru þetta 72 íbúðir í þremur lyftuhúsum með sameiginlegum bílakjallara með innakstri frá Hverfisgötu.

Af fasteignavef mbl.is: Hverfisgata 44

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »