Bieber selur húsið á Instagram

Bieber þarf engan fasteignasala. Hann reddar þessu bara sjálfur.
Bieber þarf engan fasteignasala. Hann reddar þessu bara sjálfur. AFP

Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber er ekki vanur að fara troðnar slóðir og til dæmis selja húsið sitt í gegnum fasteignasölu. Bieber virðist ekki nenna að notast við hefðbundnar aðferðir og ákvað því að prófa að auglýsa hús til sölu á Instagram. 

Bieber setti inn mynd á Instagramið sitt í síðustu viku þar sem hann óskaði eftir tilboðum í hús sitt í Los Angeles. Hann bauð einnig húsgögnin með. Tilboðum hefur rignt inn síðan þá og meðal annars frá milljónamæringi úr frægri fjölskyldu.

View this post on Instagram

I’ll sell it with all the furniture . MAKE AN OFFER

A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) on Oct 11, 2019 at 2:47am PDT

Samkvæmt heimildum TMZ hefur Bieber fengið fimm raunhæf tilboð, annað hvort frá einstaklingunum sjálfum eða í gegnum fasteignasala þeirra. Húsið stendur í Beverly Hills og keypi Bieber það ásamt eiginkonu sinni Hailey Bieber í fyrra á 8,5 milljónir bandaríkjadala.

Virtur fasteignasali í Los Angeles segir að húsið sé ekki meira virði en 8,5 milljónir en það séu hinsvegar aðilar sem myndu borga hærri upphæð en það, einungis vegna þess að húsið er í eigu tónlistarmannsins. 

Húsið er tæpir 570 fermetrar og í því eru 5 svefnherbergi og 7 baðherbergi. Þar er einnig vínkjallari, heimabíósalur og risastórt eldhús. Bieber-hjónin eru sögð vera leita sér að nýju húsi í Los Angeles þar sem þau ætla að festa rætur. 

Bieber birti nokkrar myndir innan úr húsinu.
Bieber birti nokkrar myndir innan úr húsinu. skjáskot/Instagram
Vínkjallarinn góði.
Vínkjallarinn góði. skjáskot/Instagram
Bieber þarf engan fasteignaljósmyndara. Hann rölti bara um húsið og …
Bieber þarf engan fasteignaljósmyndara. Hann rölti bara um húsið og tók myndir og setti á Instagram. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál