Ný og fersk sófalína lítur dagsins ljós

Þrjár nýjar sófalínur líta dagsins ljós í verslun IKEA í október. Lykilorð sófanna eru gæði og notalegheit. Vegna fjölda fyrirspurna um stærri gerðir af sófum, tóku IKEA-verslanir á Norðurlöndunum sig saman og höfðu frumkvæði að hönnun sófanna.

Í hönnunarferlinu var því sérstaklega tekið tillit til ábendinga sem höfðu borist frá viðskiptavinum verslananna. Sófarnir hafa vissulega mismunandi útlit en eiga það sameiginlegt að vera stílhreinir, nútímalegir og þægilegir. Innblásturinn er bæði sóttur í gamla og nýja tíma – nútímaþægindi og sígildan stíl. Það má því segja að útlit sófanna sameinar það besta úr fortíð og nútíð.

Sófarnir verða fáanlegir sem tveggja og þriggja sæta sófar og einnig sem þriggja sæta sófi með legubekk. Áklæðið á sófunum er áfast og kemur í fjórum fallegum litum í hverri línu og því er úr nógu að velja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »