Basalt og innréttingar Rutar Kára setja svip á heimilið

Við Gulaþing í Kópavogi stendur glæsileg hæð sem er með sérsmíðuðum innréttingum eftir Rut Káradóttur innanhússarkitekt. Íbúðin sjálf er 267.2 fm að stærð og var húsið sjálft byggt 2008. 

Eldhúsið er einstakt en þar er mikil viðarinnrétting í forgrunni en hún er úr hnotu. Steinn er á borðplötunum og falleg lýsing sem hönnuð er af Lúmex. Gott skápapláss er í eldhúsinu og er áfast eldhúsborð við eyjuna sem eru líka með steinborðplötu. Allar innréttingar voru sérsmíðaðar hjá Smíðaþjónustunni. 

Þegar inn á baðherbergi ger komið tekur við heill heimur af fegurð. Þar má til dæmis nefna heilan vegg úr basalt steini en sami efniviður er líka í forstofunni. 

Eins og sjá má á myndunum er afar fallegt um að litast á þessu heimili og hver hlutur á sínum stað. 

Af fasteignavef mbl.is: Gulaþing 28

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál